Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. október 2024 12:02 Laufey var stórglæsileg á tískuverðlaunahátíð CFDA í gær. John Nacion/Variety via Getty Images Stórstjarnan Laufey Lín skein skært á rauða dreglinum í fyrradag á tískuverðlaunahátíð CFDA sem haldin er af vinsælustu tískuhönnuðum Bandaríkjanna. Verðlaunahátíðin fór fram í New York og stórstjörnur úr ólíkum áttum komu saman til að heiðra listræna snilligáfu öflugra hönnuða. Meðal gesta voru Kylie Jenner, Da’Vine Joy Randolph, Blake Lively, Lucy Liu, Troye Sivan, Paris Hilton, Tyla, Katie Holmes og svo lengi mætti telja. CFDA stendur fyrir „The Council of Fashion Designers of America“ eða teymi tískuhönnuða í Bandaríkjunum. Laufey skartaði stórglæsilegum svörtum og silfurlituðum köflóttum galakjól frá tískuhúsinu Rodarte við fjólubláa augnförðun. Í hálsmálinu er fallegt blóm en tískuhúsið er þekkt fyrir einstaklega fallega síðkjóla. Samkvæmt vefsíðu Rodarte kostar kjóllinn 2850 bandaríkjadollara sem jafngildir tæplega 400 þúsund íslenskum krónum. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Stjörnurnar gáfu ekkert eftir í klæðaburði og glæsileikinn var allsráðandi á þessum tískuleikvelli eins og Vogue kallar viðburðinn. View this post on Instagram A post shared by cfda (@cfda) Tíska og hönnun Laufey Lín Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Verðlaunahátíðin fór fram í New York og stórstjörnur úr ólíkum áttum komu saman til að heiðra listræna snilligáfu öflugra hönnuða. Meðal gesta voru Kylie Jenner, Da’Vine Joy Randolph, Blake Lively, Lucy Liu, Troye Sivan, Paris Hilton, Tyla, Katie Holmes og svo lengi mætti telja. CFDA stendur fyrir „The Council of Fashion Designers of America“ eða teymi tískuhönnuða í Bandaríkjunum. Laufey skartaði stórglæsilegum svörtum og silfurlituðum köflóttum galakjól frá tískuhúsinu Rodarte við fjólubláa augnförðun. Í hálsmálinu er fallegt blóm en tískuhúsið er þekkt fyrir einstaklega fallega síðkjóla. Samkvæmt vefsíðu Rodarte kostar kjóllinn 2850 bandaríkjadollara sem jafngildir tæplega 400 þúsund íslenskum krónum. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Stjörnurnar gáfu ekkert eftir í klæðaburði og glæsileikinn var allsráðandi á þessum tískuleikvelli eins og Vogue kallar viðburðinn. View this post on Instagram A post shared by cfda (@cfda)
Tíska og hönnun Laufey Lín Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira