Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2024 09:30 Alexander Helgi Sigurðarson er mættur í KR-búninginn. Facebook/@krreykjavik1899 Knattspyrnumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson hefur skrifað undir samning til þriggja ára við KR. Hann kemur til félagsins frá Breiðabliki. Alexander Helgi endurnýjar þar með kynni sín við Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfaði hann hjá Breiðabliki. Alexander, sem er 28 ára miðjumaður, lék með Breiðabliki upp alla yngri flokka en fór sautján ára gamall til Hollands og spilaði þar með unglingaliði AZ Alkmaar. Hann lék sem lánsmaður frá Blikum með Víkingi Ólafsvík árið 2018 og með Vasalund í næstefstu deild Svíþjóðar árið 2022, en hefur annars leikið með Breiðabliki. Breiðablik tilkynnti það um miðjan júlí að Alexander myndi fara frá félaginu eftir tímabilið sem nú var að ljúka, þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar á sunnudaginn með 3-0 sigri á Víkingi. Hann lék ellefu deildarleiki með liðinu framan af tímabili en mun hafa átt við meiðsli í hné að stríða og hefur ekki spilað síðan 21. júlí. „Við bjóðum Alexander Helga velkominn í KR og vonumst til að sjá hann blómstra í KR treyjunni á næsta tímabili,“ segir í tilkynningu frá KR nú í morgun. Óskar Hrafn hefur ekki setið auðum höndum á leikmannamarkaðnum frá því að hann tók við liði KR um mitt tímabil. Liðið fékk þá Ástbjörn Þórðarson, Gyrði Hrafn Guðbrandsson og Guðmund Andra Tryggvason til liðsins í sumarglugganum. Alexander Helgi er þá áttundi leikmaðurinn sem bætist við hópinn fyrir næsta tímabil, alls sá ellefti frá því að Óskar mætti í Vesturbæinn. Áður hefur KR samið við Róbert Elís Hlynsson sem kom frá ÍR, þeir Óliver Dagur Thorlacius, Júlíus Már Júlíusson og Halldór Snær Georgsson komu allir úr Fjölni, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu og Hjalti Sigurðsson frá Leikni R. Þá gæti bæst við hóp KR enn frekar á næstu dögum og vikum en heimildir Vísis herma að félagið hyggist fá Vicente Valor til liðsins en sá var öflugur með ÍBV er Eyjamenn unnu Lengjudeildina í sumar. Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Alexander Helgi endurnýjar þar með kynni sín við Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfaði hann hjá Breiðabliki. Alexander, sem er 28 ára miðjumaður, lék með Breiðabliki upp alla yngri flokka en fór sautján ára gamall til Hollands og spilaði þar með unglingaliði AZ Alkmaar. Hann lék sem lánsmaður frá Blikum með Víkingi Ólafsvík árið 2018 og með Vasalund í næstefstu deild Svíþjóðar árið 2022, en hefur annars leikið með Breiðabliki. Breiðablik tilkynnti það um miðjan júlí að Alexander myndi fara frá félaginu eftir tímabilið sem nú var að ljúka, þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar á sunnudaginn með 3-0 sigri á Víkingi. Hann lék ellefu deildarleiki með liðinu framan af tímabili en mun hafa átt við meiðsli í hné að stríða og hefur ekki spilað síðan 21. júlí. „Við bjóðum Alexander Helga velkominn í KR og vonumst til að sjá hann blómstra í KR treyjunni á næsta tímabili,“ segir í tilkynningu frá KR nú í morgun. Óskar Hrafn hefur ekki setið auðum höndum á leikmannamarkaðnum frá því að hann tók við liði KR um mitt tímabil. Liðið fékk þá Ástbjörn Þórðarson, Gyrði Hrafn Guðbrandsson og Guðmund Andra Tryggvason til liðsins í sumarglugganum. Alexander Helgi er þá áttundi leikmaðurinn sem bætist við hópinn fyrir næsta tímabil, alls sá ellefti frá því að Óskar mætti í Vesturbæinn. Áður hefur KR samið við Róbert Elís Hlynsson sem kom frá ÍR, þeir Óliver Dagur Thorlacius, Júlíus Már Júlíusson og Halldór Snær Georgsson komu allir úr Fjölni, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu og Hjalti Sigurðsson frá Leikni R. Þá gæti bæst við hóp KR enn frekar á næstu dögum og vikum en heimildir Vísis herma að félagið hyggist fá Vicente Valor til liðsins en sá var öflugur með ÍBV er Eyjamenn unnu Lengjudeildina í sumar.
Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira