Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. október 2024 21:58 Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig í aðgerðum lögreglu á mótmælunum 31. maí. vísir/ívar fannar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka mál níu mótmælenda á hendur ríkisins fyrir þann 8. nóvember næstkomandi. Mótmælendur hafa farið fram á skaðabætur vegna framgöngu lögreglu á mótmælum við Skuggasund þann 31. maí síðastliðinn. Nefnd um eftirlit með lögreglu taldi engar vísbendingar um ámælisverða háttsemi lögreglumanna. Töluvert var fjallað um mótmælin þar sem mótmælendur töldu sig hafa verið beitt misrétti af hálfu lögreglu. Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig en nokkrir höfðu lagst á götuna og neitað að færa sig þegar ráðherrabílum var ekið inn götuna til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundi. Hópurinn safnaðist saman utan við húsnæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytsisins til að mótmæla aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna stríðsglæpa ísraelska hersins á Gaza. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að fyrirtaka fari fram í málinu 8. nóvember næstkomandi. Farið sé fram á að þeim verði greiddar 800 þúsund krónur, hverju um sig í miskabætur. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.vísir/ívar fannar Í yfirlýsingu segi Daníel Þór Bjarnason og Pétur Eggerz að þeir vonist til að málið verði fordæmisgefandi. Vegið hafi verið að málfrelsi, mannréttindum og öryggi þeirra með „tilefnislausum efnavopnaárásum lögreglu gegn friðsömum mótmælendum. Þessi atburður hefur markað nýjan tón í sögu landsins.“ Mótmælin hafi farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda. Það hafi hins vegar ekki átt við um lögregluna sem mótmælendur telja að hafi brotið á sér. Mikið óreiðuástand skapaðist við Skuggasund.vísir/ívar fannar Byggt sé á því í stefnunni að „lögreglumenn hafi brotið með ólögmætum hætti gegn frelsi, friði og persónu stefnenda af stórfelldu gáleysi“. Með þessu hafi lögregla bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart mótmælendum og vísað til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrár sem hafi verið brotið. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu tók málið fyrir í júní sl. og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Taldi nefndin að lögregla hafi gætt meðalhófs og sagði mótmælendur hafa tekið viðvörunarorðum um notkun piparúða „með háði“. Palestína Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Töluvert var fjallað um mótmælin þar sem mótmælendur töldu sig hafa verið beitt misrétti af hálfu lögreglu. Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig en nokkrir höfðu lagst á götuna og neitað að færa sig þegar ráðherrabílum var ekið inn götuna til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundi. Hópurinn safnaðist saman utan við húsnæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytsisins til að mótmæla aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna stríðsglæpa ísraelska hersins á Gaza. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að fyrirtaka fari fram í málinu 8. nóvember næstkomandi. Farið sé fram á að þeim verði greiddar 800 þúsund krónur, hverju um sig í miskabætur. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.vísir/ívar fannar Í yfirlýsingu segi Daníel Þór Bjarnason og Pétur Eggerz að þeir vonist til að málið verði fordæmisgefandi. Vegið hafi verið að málfrelsi, mannréttindum og öryggi þeirra með „tilefnislausum efnavopnaárásum lögreglu gegn friðsömum mótmælendum. Þessi atburður hefur markað nýjan tón í sögu landsins.“ Mótmælin hafi farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda. Það hafi hins vegar ekki átt við um lögregluna sem mótmælendur telja að hafi brotið á sér. Mikið óreiðuástand skapaðist við Skuggasund.vísir/ívar fannar Byggt sé á því í stefnunni að „lögreglumenn hafi brotið með ólögmætum hætti gegn frelsi, friði og persónu stefnenda af stórfelldu gáleysi“. Með þessu hafi lögregla bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart mótmælendum og vísað til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrár sem hafi verið brotið. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu tók málið fyrir í júní sl. og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Taldi nefndin að lögregla hafi gætt meðalhófs og sagði mótmælendur hafa tekið viðvörunarorðum um notkun piparúða „með háði“.
Palestína Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50
Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42