Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 06:17 Áhrifasvæði rafmagnsleysisins þann 2. október. RARIK RARIK mun greiða fólki bætur vegna tækja sem eyðilögðust í víðtæku rafmagnsleysi þann 2. október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá RARIK og jafnframt að þau muni, ásamt TM, taka yfir öll samskipti og umsýslu vegna tjónatilkynninga. Þann 2. október varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma. Í tilkynningunni segir að RARIK muni greiða viðskiptavinum sínum bætur fyrir ónýt tæki og vegna tækja sem hafa bilað en hægt er að gera við. RARIK mun ekki bæta afleitt tjón sem er til dæmis tími fólks, óþægindi, ferðir á milli staða eða annað slíkt. Um miðjan mánuð var greint frá því að um 200 tilkynningar hefðu borist RARIK um tjón og að þau ættu von á fleirum. Í tilkynningu RARIK harma þau að einhverjir viðskiptavinir hafi fengið tilkynningu frá Sjóvá um að álitamál væri hvort tjón af völdum rafmagnstruflananna væri álitamál. „Orðalag póstsins var villandi og ekki til þess fallið að vekja traust hjá viðskiptavinum okkar. Mögulega gætu einhverjir viðskiptavinir þurft að miðla upplýsingum um tjón í tvígang af þessum sökum, á því biðjumst við velvirðingar en forgangsverkefni okkar er að greiða úr tjónamálunum fyrir viðskiptavini,“ segir einnig. TM hafi samband Þá segir að TM búi yfir sérfræðiþekkingu um bótamál og því taki þau yfir alla umsýslu mála. TM muni hafa samband við viðskiptavini sem hafi tilkynnt tjón innan skamms vegna afgreiðslu málsins og óska eftir frekari upplýsingum um tjónið ef þörf er á. „RARIK og TM munu kappkosta að koma í veg fyrir frekari tafir á afgreiðslu mála. Breytingarnar eru gerðar með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi og vilja RARIK og TM gera sitt besta til að tryggja farsæla lausn á öllum málum.“ Tilkynningin er hér en þar er nánar farið yfir hvað er bætt og hvað ekki. Viðskiptavinum er þar bent á að taka myndir af ónýtum tækjum og öðru tjóni. Þá er viðskiptavinum bent á að öllum mælum sem skemmdust þurfi að skipta út fyrr en síðar. Orkumál Tryggingar Tengdar fréttir Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. 2. október 2024 13:32 Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Þann 2. október varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma. Í tilkynningunni segir að RARIK muni greiða viðskiptavinum sínum bætur fyrir ónýt tæki og vegna tækja sem hafa bilað en hægt er að gera við. RARIK mun ekki bæta afleitt tjón sem er til dæmis tími fólks, óþægindi, ferðir á milli staða eða annað slíkt. Um miðjan mánuð var greint frá því að um 200 tilkynningar hefðu borist RARIK um tjón og að þau ættu von á fleirum. Í tilkynningu RARIK harma þau að einhverjir viðskiptavinir hafi fengið tilkynningu frá Sjóvá um að álitamál væri hvort tjón af völdum rafmagnstruflananna væri álitamál. „Orðalag póstsins var villandi og ekki til þess fallið að vekja traust hjá viðskiptavinum okkar. Mögulega gætu einhverjir viðskiptavinir þurft að miðla upplýsingum um tjón í tvígang af þessum sökum, á því biðjumst við velvirðingar en forgangsverkefni okkar er að greiða úr tjónamálunum fyrir viðskiptavini,“ segir einnig. TM hafi samband Þá segir að TM búi yfir sérfræðiþekkingu um bótamál og því taki þau yfir alla umsýslu mála. TM muni hafa samband við viðskiptavini sem hafi tilkynnt tjón innan skamms vegna afgreiðslu málsins og óska eftir frekari upplýsingum um tjónið ef þörf er á. „RARIK og TM munu kappkosta að koma í veg fyrir frekari tafir á afgreiðslu mála. Breytingarnar eru gerðar með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi og vilja RARIK og TM gera sitt besta til að tryggja farsæla lausn á öllum málum.“ Tilkynningin er hér en þar er nánar farið yfir hvað er bætt og hvað ekki. Viðskiptavinum er þar bent á að taka myndir af ónýtum tækjum og öðru tjóni. Þá er viðskiptavinum bent á að öllum mælum sem skemmdust þurfi að skipta út fyrr en síðar.
Orkumál Tryggingar Tengdar fréttir Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. 2. október 2024 13:32 Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. 2. október 2024 13:32
Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31
Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05