Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 07:42 Ruud van Nistelrooy var mjög líflegur á bekknum hjá Manchester United í fyrsta leik og fagnaði mörkunum vel. Getty/James Gill Ruud van Nistelrooy verður knattspyrnustjóri Manchester United í næstu leikjum liðsins en hann mun stýra liðinu þar til að Ruben Amorim tekur við eftir landsleikjahlé um miðjan nóvember. Van Nistelrooy stýrði United til 5-2 sigurs á Leicester City í enska deildabikarnum í sínum fyrsta leik. Liðið skoraði aldrei fimm mörk í einum leik á móti úrvalsdeildarfélagi undir stjórn forvera hans Erik ten Hag en gerði það í fyrsta leiknum hjá honum. Sporting CP sleppir Amorim ekki strax og því fær Van Nistelrooy nokkra leiki í viðbót. Hann vill ólmur vera áfram hjá Manchester United sama í hvaða hlutverki hann verður. Van Nistelrooy gerði góða hluti sem leikmaður United á sínum tíma en kom til félagsins aftur í sumar til að verða aðstoðarmaður Ten Hag. Hann var spurður út í framtíð sína eftir sigurinn á Leicester og um það hvort hann vildi vera áfram. „Auðvitað. Ég kom hingað til að hjálpa félaginu. Núna er ég í þessu hlutverki og er að reyna að hjálpa til á meðan þörf er fyrir mig,“ sagði Ruud van Nistelrooy við Sky Sports. „Í framtíðinni þá er ég klár í að aðstoða félagið í hvaða hlutverki sem það verður. Ég vil hjálpa félaginu að byggja upp til framtíðar og þess vegna er ég hér,“ sagði Van Nistelrooy. „Það var sorgardagur þegar ég þurfti að taka við liðinu þegar Erik [ten Hag] var látinn fara og blendnar tilfinningar í gangi. Það var hann sem bað mig um að koma hingað aftur. Í fyrsta samtalinu okkur þá fann ég ástríðuna og væntumþykju hans fyrir félaginu. Þess vegna var leiðinlegt að sjá hann fara,“ sagði Van Nistelrooy . Næst á dagskrá er að stýra liðinu á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "I'm here to help the club as long as I'm needed" 💬Ruud van Nistelrooy says he is happy to remain as interim manager and he would like to stay at Man United going forwards 🔴 pic.twitter.com/KzgS9xFyyR— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 30, 2024 Enski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Jólin verða rauð í Manchesterborg Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Sjá meira
Van Nistelrooy stýrði United til 5-2 sigurs á Leicester City í enska deildabikarnum í sínum fyrsta leik. Liðið skoraði aldrei fimm mörk í einum leik á móti úrvalsdeildarfélagi undir stjórn forvera hans Erik ten Hag en gerði það í fyrsta leiknum hjá honum. Sporting CP sleppir Amorim ekki strax og því fær Van Nistelrooy nokkra leiki í viðbót. Hann vill ólmur vera áfram hjá Manchester United sama í hvaða hlutverki hann verður. Van Nistelrooy gerði góða hluti sem leikmaður United á sínum tíma en kom til félagsins aftur í sumar til að verða aðstoðarmaður Ten Hag. Hann var spurður út í framtíð sína eftir sigurinn á Leicester og um það hvort hann vildi vera áfram. „Auðvitað. Ég kom hingað til að hjálpa félaginu. Núna er ég í þessu hlutverki og er að reyna að hjálpa til á meðan þörf er fyrir mig,“ sagði Ruud van Nistelrooy við Sky Sports. „Í framtíðinni þá er ég klár í að aðstoða félagið í hvaða hlutverki sem það verður. Ég vil hjálpa félaginu að byggja upp til framtíðar og þess vegna er ég hér,“ sagði Van Nistelrooy. „Það var sorgardagur þegar ég þurfti að taka við liðinu þegar Erik [ten Hag] var látinn fara og blendnar tilfinningar í gangi. Það var hann sem bað mig um að koma hingað aftur. Í fyrsta samtalinu okkur þá fann ég ástríðuna og væntumþykju hans fyrir félaginu. Þess vegna var leiðinlegt að sjá hann fara,“ sagði Van Nistelrooy . Næst á dagskrá er að stýra liðinu á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "I'm here to help the club as long as I'm needed" 💬Ruud van Nistelrooy says he is happy to remain as interim manager and he would like to stay at Man United going forwards 🔴 pic.twitter.com/KzgS9xFyyR— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 30, 2024
Enski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Jólin verða rauð í Manchesterborg Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Sjá meira