Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:36 Grétar ætlar sér að koma heim með bikarinn í ár. Mynd/Ómar Vilhelmsson Grétar Matthíasson keppir um helgina í Heimsmeistaramótinu í kokteilagerð í Madeira í Portúgal. Keppninni lýkur á sunnudag. Grétar hefur ákveðið að leggja kokteilahristarann á hilluna eftir keppninni og taka að sér þjálfun. „Ég er menntaður matreiðslu- og framreiðslumeistari og byrjaði að hugsa um kokteila í kring um 2016 þegar ég fór að huga að því að keppa á Íslandsmeistara mótinu fyrst,“ segir Grétar. Keppnin fer fram á Savoy Palace Hotel í borginni Funchal Þar safnast saman um helgina barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum. „Ég tók þátt með kokteil í fyrsta skipti í sparkling keppni og núna er ég aftur að keppa í sparkling flokki. Eftir þessa keppni hef ég ákveðið að leggja hristarann á hilluna í Íslandsmeistaramótinu. Í framhaldi langar mig að þjálfa upp þann keppanda sem fer næstu árin til að ná eins langt og ég hef gert,“ segir Grétar. Íslenski hópurinn í MadeiraMynd/Ómar Vilhelmsson Keppendur munu sýna fram á hæfileika sína í klassískri kokteilagerð. Á þessu móti verða krýndir sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig, auk þess kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar bæði í klassískri kokteilagerð og flair barmennsku. The Volvo Íslenski hópurinn samanstendur af 14 manns. Grétar Matthíasson keppir með drykkinn sinn The Volvo í flokknum “freyðandi kokteill”. Drykkurinn samanstendur af Roku gini, Grand Marnier, ylliblómalíkjöri, mandarínusafa, yuzu agave sírópi og að sjálfsögðu freyðivíni. „Drykkurinn er ferskur en á sama tíma smá beiskur með keim af mandarínu og yuzu sem er mikið notað í drykki í dag. Í fyrra komst ég í 15 manns úrslit og ætla ég mér að komast þangað líka í ár og síðan vonandi upp í þriggja manna úrslit. Svo ætla ég að sjálfsögðu að vinna keppnina í ár og koma með bikarinn heim fyrir Ísland,“ segir Grétar að lokum. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér. Grétar hóf keppni í dag klukkan 10. Áfengi og tóbak Portúgal Matur Drykkir Tengdar fréttir Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Sjá meira
„Ég er menntaður matreiðslu- og framreiðslumeistari og byrjaði að hugsa um kokteila í kring um 2016 þegar ég fór að huga að því að keppa á Íslandsmeistara mótinu fyrst,“ segir Grétar. Keppnin fer fram á Savoy Palace Hotel í borginni Funchal Þar safnast saman um helgina barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum. „Ég tók þátt með kokteil í fyrsta skipti í sparkling keppni og núna er ég aftur að keppa í sparkling flokki. Eftir þessa keppni hef ég ákveðið að leggja hristarann á hilluna í Íslandsmeistaramótinu. Í framhaldi langar mig að þjálfa upp þann keppanda sem fer næstu árin til að ná eins langt og ég hef gert,“ segir Grétar. Íslenski hópurinn í MadeiraMynd/Ómar Vilhelmsson Keppendur munu sýna fram á hæfileika sína í klassískri kokteilagerð. Á þessu móti verða krýndir sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig, auk þess kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar bæði í klassískri kokteilagerð og flair barmennsku. The Volvo Íslenski hópurinn samanstendur af 14 manns. Grétar Matthíasson keppir með drykkinn sinn The Volvo í flokknum “freyðandi kokteill”. Drykkurinn samanstendur af Roku gini, Grand Marnier, ylliblómalíkjöri, mandarínusafa, yuzu agave sírópi og að sjálfsögðu freyðivíni. „Drykkurinn er ferskur en á sama tíma smá beiskur með keim af mandarínu og yuzu sem er mikið notað í drykki í dag. Í fyrra komst ég í 15 manns úrslit og ætla ég mér að komast þangað líka í ár og síðan vonandi upp í þriggja manna úrslit. Svo ætla ég að sjálfsögðu að vinna keppnina í ár og koma með bikarinn heim fyrir Ísland,“ segir Grétar að lokum. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér. Grétar hóf keppni í dag klukkan 10.
Áfengi og tóbak Portúgal Matur Drykkir Tengdar fréttir Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Sjá meira
Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20