Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2024 20:06 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brauðtertur með skinkusalati, mútur og brjálaðir verkfræðingar voru meðal annars til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar, sem fór fram á Selfossi. Haustfundurinn, sem haldinn var á Hótel Selfossi í vikunni var mjög fjölsóttur en fjögur fróðleg erindi voru haldin á fundinum, auk þess sem nokkrir gestir mættu í sófaspjall. Fundarstjóri dagsins, Úlfar Linnet byrjaði á því að tala um brauðtertur en fundurinn var í beinu streymi. „Ég veit að þið hefðuð viljað vera með okkur hér í dag og þess vegna er sérstaklega sárt að þurfa að færa ykkur þær slæmu fregnir að þið munið missa af brauðtertu með skinkusalati, sem verður borin fram hérna á eftir. Nú spyr sjálfsagt einhver af hverju þetta var ekki auglýst en það var vegna þess að Ölfusárbrúin er gömul og hefði ekki ráðið við umferðina,” sagði Úlfar og uppskar mikinn hlátur. Úlfar Linnet, forstöðumaður Orkumiðlunar hjá Landsvirkjun, sem var fundarstjóri dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo kom fram spurning í sófaspjalli um mútur til Landsvirkjunar í starfi og stuðningi fyrirtækisins til samfélagsins, hvort slíkt væri í gangi eða ekki? „Já, ég get bara byrjað til að taka allan vafa um það ef að spurning er hvort Landsvirkjun greiði mútur eða beri fé á fólk þá gerum við það ekki. Við erum bara fyrirtæki eins og hvert annað fyrirtæki. Við höfum okkar eiganda og skilum okkar arði til hans,” sagði Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, sem svaraði spurningunni um mútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásbjörg Kristinsdóttir hjá Landsvirkjun sagði frá mörgum spennandi verkefnum hjá fyrirtækinu í dag og næstu árin og nefndi í því sambandi brjálaða verkfræðinga „Það er sannarlega magnað fyrir okkur brjáluðu verkfræðingana, áhugafólk um framkvæmdir að upplifa þessa tíma,” sagði Ásbjörg meðal annars. Ásbjörg Kristinsdóttir framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, sem nefndi brjáluðu verkfræðingana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Brauðterturnar slógu heldur betur í gegn hjá fundarmönnum á haustfundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingarnir Guðjón Sigfússon og Arna Ýr Gunnarsdóttir, sem sóttu haustfund Landsvirkjunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra ávarpaði fundinn og sat fyrir svörum í sófaspjalli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landsvirkjun Brauðtertur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Haustfundurinn, sem haldinn var á Hótel Selfossi í vikunni var mjög fjölsóttur en fjögur fróðleg erindi voru haldin á fundinum, auk þess sem nokkrir gestir mættu í sófaspjall. Fundarstjóri dagsins, Úlfar Linnet byrjaði á því að tala um brauðtertur en fundurinn var í beinu streymi. „Ég veit að þið hefðuð viljað vera með okkur hér í dag og þess vegna er sérstaklega sárt að þurfa að færa ykkur þær slæmu fregnir að þið munið missa af brauðtertu með skinkusalati, sem verður borin fram hérna á eftir. Nú spyr sjálfsagt einhver af hverju þetta var ekki auglýst en það var vegna þess að Ölfusárbrúin er gömul og hefði ekki ráðið við umferðina,” sagði Úlfar og uppskar mikinn hlátur. Úlfar Linnet, forstöðumaður Orkumiðlunar hjá Landsvirkjun, sem var fundarstjóri dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo kom fram spurning í sófaspjalli um mútur til Landsvirkjunar í starfi og stuðningi fyrirtækisins til samfélagsins, hvort slíkt væri í gangi eða ekki? „Já, ég get bara byrjað til að taka allan vafa um það ef að spurning er hvort Landsvirkjun greiði mútur eða beri fé á fólk þá gerum við það ekki. Við erum bara fyrirtæki eins og hvert annað fyrirtæki. Við höfum okkar eiganda og skilum okkar arði til hans,” sagði Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, sem svaraði spurningunni um mútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásbjörg Kristinsdóttir hjá Landsvirkjun sagði frá mörgum spennandi verkefnum hjá fyrirtækinu í dag og næstu árin og nefndi í því sambandi brjálaða verkfræðinga „Það er sannarlega magnað fyrir okkur brjáluðu verkfræðingana, áhugafólk um framkvæmdir að upplifa þessa tíma,” sagði Ásbjörg meðal annars. Ásbjörg Kristinsdóttir framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, sem nefndi brjáluðu verkfræðingana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Brauðterturnar slógu heldur betur í gegn hjá fundarmönnum á haustfundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingarnir Guðjón Sigfússon og Arna Ýr Gunnarsdóttir, sem sóttu haustfund Landsvirkjunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra ávarpaði fundinn og sat fyrir svörum í sófaspjalli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landsvirkjun Brauðtertur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira