„Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 10:58 Húsið í Fossvogi þar sem eldurinn kviknaði. Rúður brotnuðu og setja þurfti viðarplötu fyrir glugga við útidyrahurðina. Vísir Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar eldur kviknaði í raðhúsi í Fossvogi í nótt. Tveir íbúar í húsinu komust út af sjálfsdáðum en hundur heimilisins komst ekki lífs af. Útkallið barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan þrjú í nótt. Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, gerir ráð fyrir því að íbúar hafi verið sofandi þegar eldurinn kviknaði. Slökkvistarf gekk vel en tjónið sé mikið. Reykkafarar gengu fram á hund heimilisins sem var ekki með lífsmarki. Endurlífgunartilraunir voru gerðar en báru ekki árangur. „Þetta var töluvert mikið og mikill reykur þegar við komum þarna að,“ segir Pálmi. Fólkið hafi verið í áfalli. „Eðlilega. Alltaf þegar svona tjón kemur upp er eðlilega mikið áfall.“ Slökkviliðsmenn voru á vettvangi til klukkan fimm í morgun. „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt,“ segir Pálmi og fær í sömu andrá meldingu um brunaboð. „Þetta er bara búið að vera svona,“ bætir hann við. Verkefni á sjúkrabílum hafi einnig verið óvenjumörg, sextíu talsins. Hefði getað farið mun verr Lögregla hefur nú tekið við vettvangi en hefur þó ekki enn farið inn í húsið. Eldsupptök eru ókunn. „Það verður bara metið hvort það verður í dag eða á morgun sem vettvangsrannsókn hefst formlega,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varð altjón? „Já, tjónið á íbúðinni er mjög mikið,“ segir Ásmundur. „Það hefði svo sannarlega getað farið mun verr. Þarna er um íbúð í raðhús að ræða og eldurinn hefði getað breiðst út í nærliggjandi íbúðir en það tók slökkviliðið stuttan tíma að ráða niðurlögum eldsins.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang. 3. nóvember 2024 07:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Útkallið barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan þrjú í nótt. Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, gerir ráð fyrir því að íbúar hafi verið sofandi þegar eldurinn kviknaði. Slökkvistarf gekk vel en tjónið sé mikið. Reykkafarar gengu fram á hund heimilisins sem var ekki með lífsmarki. Endurlífgunartilraunir voru gerðar en báru ekki árangur. „Þetta var töluvert mikið og mikill reykur þegar við komum þarna að,“ segir Pálmi. Fólkið hafi verið í áfalli. „Eðlilega. Alltaf þegar svona tjón kemur upp er eðlilega mikið áfall.“ Slökkviliðsmenn voru á vettvangi til klukkan fimm í morgun. „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt,“ segir Pálmi og fær í sömu andrá meldingu um brunaboð. „Þetta er bara búið að vera svona,“ bætir hann við. Verkefni á sjúkrabílum hafi einnig verið óvenjumörg, sextíu talsins. Hefði getað farið mun verr Lögregla hefur nú tekið við vettvangi en hefur þó ekki enn farið inn í húsið. Eldsupptök eru ókunn. „Það verður bara metið hvort það verður í dag eða á morgun sem vettvangsrannsókn hefst formlega,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varð altjón? „Já, tjónið á íbúðinni er mjög mikið,“ segir Ásmundur. „Það hefði svo sannarlega getað farið mun verr. Þarna er um íbúð í raðhús að ræða og eldurinn hefði getað breiðst út í nærliggjandi íbúðir en það tók slökkviliðið stuttan tíma að ráða niðurlögum eldsins.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang. 3. nóvember 2024 07:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang. 3. nóvember 2024 07:23