Bandaríski dægurmálamiðillinn People hefur fréttirnar eftir heimildarmanni. Nánari upplýsingar um soninn liggja ekki fyrir, hvorki nafn hans né fæðingardagur.
Hin ástralska Robbie og hinn breski Ackerley, sem bæði eru 34 ára, kynntust á kvikmyndasetti fyrir bíómyndina Suite Française, sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni, árið 2013. Þar starfaði Ackerley sem aðstoðarleikstjóri. Þau giftust þremur árum síðar í Byron-flóa í Ástralíu.
Saman stofnuðu þau framleiðslufyrirtækið LuckyChap ásamt tveimur öðrum, þar á meðal æskuvinkonu Robbie Sophia Kerr. Fyrirtækið hefur framleitt fjölda mynda, þar á meðal myndirnar I, Tonya, Birds of Prey og Barbie. Robbie fór með hlutverk í öllum fyrrnefndum myndum og er ein skærasta stjarna Hollywood í dag.

