Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. nóvember 2024 07:08 Veðurstofan hefur spáð því að eldgos gæfi hafist í lok þessa mánaðar. Vísir/Vilhelm Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. „Það var skjálftavirkni sem hófst um klukkan hálf þrjú. Nokkuð þétt skjálftavirkni sem minnti mikið á upphafið að kvikuhlaupunum sem við höfum séð,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún segir skjálftavirknina hafa verið á svipuðum stað og þétt. „Þetta voru þó allt litlir skjálftar. Svo var þetta að mestu leyti dáið niður hálftíma síðar. Ef þetta var byrjun á kvikuhlaupi hefur ekki verið nægur kraftur til að koma því af stað.“ Hún segir þetta óvenjulegt að því leyti að ekki væri búist við því að næg kvika væri búin að safnast fyrir svo að kvikuhlaup gæti átt sér stað. Magnið nálgist þó þau mörk. „Við höfum séð áður svona skjálftavirkni sem fer af stað sem minnir á upphaf kvikuhlaups en deyr svo út. Þetta er óvenjulegt miðað við síðustu vikur, en við höfum séð þetta áður.“ Engin merki um kvikuhlaup á öðrum mælum Salóme Jórunn segir að Veðurstofan hafi í kjölfarið virkjað að hluta til sitt innanhúss viðbragð í nótt og lét almannavarnir vita af aukinni skjálftavirkni og mögulegu kvikuhlaupi í nótt. Það var gert með þeim fyrirvara að ekki væri merki um kvikuhlaup á öðrum mælum. „Á aflögun eða ljósleiðara eða borholugögnum. Við létum vita og þegar við gátum rýnt stöðuna betur létum við vit að þetta væri líklega búið í bili.“ Í tilkynningu frá Veðurstofunni um stöðuna við Svartsengi þann 29. október, sem er síðasta tilkynning þeirra, kom fram að út frá nýju mati á kvikusöfnun mætti reikna með nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í lok nóvember. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10 Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi. 1. nóvember 2024 08:28 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Það var skjálftavirkni sem hófst um klukkan hálf þrjú. Nokkuð þétt skjálftavirkni sem minnti mikið á upphafið að kvikuhlaupunum sem við höfum séð,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún segir skjálftavirknina hafa verið á svipuðum stað og þétt. „Þetta voru þó allt litlir skjálftar. Svo var þetta að mestu leyti dáið niður hálftíma síðar. Ef þetta var byrjun á kvikuhlaupi hefur ekki verið nægur kraftur til að koma því af stað.“ Hún segir þetta óvenjulegt að því leyti að ekki væri búist við því að næg kvika væri búin að safnast fyrir svo að kvikuhlaup gæti átt sér stað. Magnið nálgist þó þau mörk. „Við höfum séð áður svona skjálftavirkni sem fer af stað sem minnir á upphaf kvikuhlaups en deyr svo út. Þetta er óvenjulegt miðað við síðustu vikur, en við höfum séð þetta áður.“ Engin merki um kvikuhlaup á öðrum mælum Salóme Jórunn segir að Veðurstofan hafi í kjölfarið virkjað að hluta til sitt innanhúss viðbragð í nótt og lét almannavarnir vita af aukinni skjálftavirkni og mögulegu kvikuhlaupi í nótt. Það var gert með þeim fyrirvara að ekki væri merki um kvikuhlaup á öðrum mælum. „Á aflögun eða ljósleiðara eða borholugögnum. Við létum vita og þegar við gátum rýnt stöðuna betur létum við vit að þetta væri líklega búið í bili.“ Í tilkynningu frá Veðurstofunni um stöðuna við Svartsengi þann 29. október, sem er síðasta tilkynning þeirra, kom fram að út frá nýju mati á kvikusöfnun mætti reikna með nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í lok nóvember.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10 Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi. 1. nóvember 2024 08:28 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10
Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi. 1. nóvember 2024 08:28