Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2024 10:44 Gylfi Magnússon er eins og margir hugsi yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Vísir/Vilhelm Prófessor við viðskiptafræðisdeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra er hugsi eftir að ljóst er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bakslag í hnattrænni hlýnun, tangarhald kristinna hægri manna á Hæstarétt og uppgangur Rússlands á kostnað Úkraínu er meðal þess sem tínt er til. Gylfi Magnússon er meðal fjölmargra sem ýmist eru hugsi eða fagna niðurstöðunni vestan hafs sem þó á eftir að staðfesta fyrir víst. Þjóðarleiðtogar eru þegar farnir að óska Trump til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands. Gylfi setur fyrirvara við spá sína um afleiðingar kosninganna en sér ýmislegt við í kortunum. Það verður verulegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun enda mun Bandaríkjastjórn hvetja til bruna á kolum og olíu eins og enginn sé morgundagurinn. Úkraína verður neydd til að gefast upp og afhenda Rússum veruleg landsvæði. Úkraínumenn gætu jafnvel neyðst til að koma á rússneskri leppstjórn og verða í svipaðri stöðu og Belarús. Það mun svo aftur þýða að Eystrasaltslöndin, Georgía og fleiri nágrannalönd Rússlands verða í stórhættu. NATÓ verður gagnslítið eða -laust þegar hernaðarmáttur Bandaríkjamanna stendur í raun ekki að baki því. Rússneska „heimsveldið“ sem þannig verður endurreist að hluta er hins vegar svo fúið og veikburða (bláfátæk, gerspillt bensínstöð með kjarnorkuvopn) að það mun einhvern veginn liðast í sundur fyrr eða síðar, hugsanlega með mjög blóðugum átökum. Tollastríð við Kína (þar sem ESB mun líka taka þátt) mun valda samdrætti í milliríkjaverslun, aukinni verðbólgu og hægja á heimshagkerfinu. Lífskjör versna fyrir vikið. Ísrael mun fara sínu fram í Gaza og Vesturbakkanum (svo sem engin breyting þar) en líklega ekki fá stuðning til að ráðast af fullum þunga á Íran. Fjöldi Bandaríkjamanna mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar undið verður að hluta ofan af umbótum Obama á því sviði. „Kristilegir“ hægri menn munu halda meiri hluta í hæstarétti Bandaríkjanna í marga áratugi til viðbótar. Það hefur auðvitað margs konar afleiðingar. Gylfi vonar að þróun geti orðið skárri en eins og hann sjái hana fyrir sér. Hins vegar sé nánast ómögulegt að sjá fyrir að eitthvað gott geti komið út úr tilvonandi valdasetu Trumps. Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur á Gylfa og spyr hvort það geti verið að hann sé ekki aðdáandi Trump. Aðrir taka undir með Gylfa og segja sumir hann frekar bjartsýnan en annað. Í könnun sem Prósent gerði í vikunni kom fram að einn af hverjum tíu Íslendingum studdu Trump. Kjósendur Miðflokksins skæru sig þó úr en fjórir af hverjum tíu kjósendum flokksins væru stuðningsmenn Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Gylfi Magnússon er meðal fjölmargra sem ýmist eru hugsi eða fagna niðurstöðunni vestan hafs sem þó á eftir að staðfesta fyrir víst. Þjóðarleiðtogar eru þegar farnir að óska Trump til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands. Gylfi setur fyrirvara við spá sína um afleiðingar kosninganna en sér ýmislegt við í kortunum. Það verður verulegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun enda mun Bandaríkjastjórn hvetja til bruna á kolum og olíu eins og enginn sé morgundagurinn. Úkraína verður neydd til að gefast upp og afhenda Rússum veruleg landsvæði. Úkraínumenn gætu jafnvel neyðst til að koma á rússneskri leppstjórn og verða í svipaðri stöðu og Belarús. Það mun svo aftur þýða að Eystrasaltslöndin, Georgía og fleiri nágrannalönd Rússlands verða í stórhættu. NATÓ verður gagnslítið eða -laust þegar hernaðarmáttur Bandaríkjamanna stendur í raun ekki að baki því. Rússneska „heimsveldið“ sem þannig verður endurreist að hluta er hins vegar svo fúið og veikburða (bláfátæk, gerspillt bensínstöð með kjarnorkuvopn) að það mun einhvern veginn liðast í sundur fyrr eða síðar, hugsanlega með mjög blóðugum átökum. Tollastríð við Kína (þar sem ESB mun líka taka þátt) mun valda samdrætti í milliríkjaverslun, aukinni verðbólgu og hægja á heimshagkerfinu. Lífskjör versna fyrir vikið. Ísrael mun fara sínu fram í Gaza og Vesturbakkanum (svo sem engin breyting þar) en líklega ekki fá stuðning til að ráðast af fullum þunga á Íran. Fjöldi Bandaríkjamanna mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar undið verður að hluta ofan af umbótum Obama á því sviði. „Kristilegir“ hægri menn munu halda meiri hluta í hæstarétti Bandaríkjanna í marga áratugi til viðbótar. Það hefur auðvitað margs konar afleiðingar. Gylfi vonar að þróun geti orðið skárri en eins og hann sjái hana fyrir sér. Hins vegar sé nánast ómögulegt að sjá fyrir að eitthvað gott geti komið út úr tilvonandi valdasetu Trumps. Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur á Gylfa og spyr hvort það geti verið að hann sé ekki aðdáandi Trump. Aðrir taka undir með Gylfa og segja sumir hann frekar bjartsýnan en annað. Í könnun sem Prósent gerði í vikunni kom fram að einn af hverjum tíu Íslendingum studdu Trump. Kjósendur Miðflokksins skæru sig þó úr en fjórir af hverjum tíu kjósendum flokksins væru stuðningsmenn Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira