Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2024 10:44 Gylfi Magnússon er eins og margir hugsi yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Vísir/Vilhelm Prófessor við viðskiptafræðisdeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra er hugsi eftir að ljóst er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bakslag í hnattrænni hlýnun, tangarhald kristinna hægri manna á Hæstarétt og uppgangur Rússlands á kostnað Úkraínu er meðal þess sem tínt er til. Gylfi Magnússon er meðal fjölmargra sem ýmist eru hugsi eða fagna niðurstöðunni vestan hafs sem þó á eftir að staðfesta fyrir víst. Þjóðarleiðtogar eru þegar farnir að óska Trump til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands. Gylfi setur fyrirvara við spá sína um afleiðingar kosninganna en sér ýmislegt við í kortunum. Það verður verulegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun enda mun Bandaríkjastjórn hvetja til bruna á kolum og olíu eins og enginn sé morgundagurinn. Úkraína verður neydd til að gefast upp og afhenda Rússum veruleg landsvæði. Úkraínumenn gætu jafnvel neyðst til að koma á rússneskri leppstjórn og verða í svipaðri stöðu og Belarús. Það mun svo aftur þýða að Eystrasaltslöndin, Georgía og fleiri nágrannalönd Rússlands verða í stórhættu. NATÓ verður gagnslítið eða -laust þegar hernaðarmáttur Bandaríkjamanna stendur í raun ekki að baki því. Rússneska „heimsveldið“ sem þannig verður endurreist að hluta er hins vegar svo fúið og veikburða (bláfátæk, gerspillt bensínstöð með kjarnorkuvopn) að það mun einhvern veginn liðast í sundur fyrr eða síðar, hugsanlega með mjög blóðugum átökum. Tollastríð við Kína (þar sem ESB mun líka taka þátt) mun valda samdrætti í milliríkjaverslun, aukinni verðbólgu og hægja á heimshagkerfinu. Lífskjör versna fyrir vikið. Ísrael mun fara sínu fram í Gaza og Vesturbakkanum (svo sem engin breyting þar) en líklega ekki fá stuðning til að ráðast af fullum þunga á Íran. Fjöldi Bandaríkjamanna mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar undið verður að hluta ofan af umbótum Obama á því sviði. „Kristilegir“ hægri menn munu halda meiri hluta í hæstarétti Bandaríkjanna í marga áratugi til viðbótar. Það hefur auðvitað margs konar afleiðingar. Gylfi vonar að þróun geti orðið skárri en eins og hann sjái hana fyrir sér. Hins vegar sé nánast ómögulegt að sjá fyrir að eitthvað gott geti komið út úr tilvonandi valdasetu Trumps. Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur á Gylfa og spyr hvort það geti verið að hann sé ekki aðdáandi Trump. Aðrir taka undir með Gylfa og segja sumir hann frekar bjartsýnan en annað. Í könnun sem Prósent gerði í vikunni kom fram að einn af hverjum tíu Íslendingum studdu Trump. Kjósendur Miðflokksins skæru sig þó úr en fjórir af hverjum tíu kjósendum flokksins væru stuðningsmenn Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Gylfi Magnússon er meðal fjölmargra sem ýmist eru hugsi eða fagna niðurstöðunni vestan hafs sem þó á eftir að staðfesta fyrir víst. Þjóðarleiðtogar eru þegar farnir að óska Trump til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands. Gylfi setur fyrirvara við spá sína um afleiðingar kosninganna en sér ýmislegt við í kortunum. Það verður verulegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun enda mun Bandaríkjastjórn hvetja til bruna á kolum og olíu eins og enginn sé morgundagurinn. Úkraína verður neydd til að gefast upp og afhenda Rússum veruleg landsvæði. Úkraínumenn gætu jafnvel neyðst til að koma á rússneskri leppstjórn og verða í svipaðri stöðu og Belarús. Það mun svo aftur þýða að Eystrasaltslöndin, Georgía og fleiri nágrannalönd Rússlands verða í stórhættu. NATÓ verður gagnslítið eða -laust þegar hernaðarmáttur Bandaríkjamanna stendur í raun ekki að baki því. Rússneska „heimsveldið“ sem þannig verður endurreist að hluta er hins vegar svo fúið og veikburða (bláfátæk, gerspillt bensínstöð með kjarnorkuvopn) að það mun einhvern veginn liðast í sundur fyrr eða síðar, hugsanlega með mjög blóðugum átökum. Tollastríð við Kína (þar sem ESB mun líka taka þátt) mun valda samdrætti í milliríkjaverslun, aukinni verðbólgu og hægja á heimshagkerfinu. Lífskjör versna fyrir vikið. Ísrael mun fara sínu fram í Gaza og Vesturbakkanum (svo sem engin breyting þar) en líklega ekki fá stuðning til að ráðast af fullum þunga á Íran. Fjöldi Bandaríkjamanna mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar undið verður að hluta ofan af umbótum Obama á því sviði. „Kristilegir“ hægri menn munu halda meiri hluta í hæstarétti Bandaríkjanna í marga áratugi til viðbótar. Það hefur auðvitað margs konar afleiðingar. Gylfi vonar að þróun geti orðið skárri en eins og hann sjái hana fyrir sér. Hins vegar sé nánast ómögulegt að sjá fyrir að eitthvað gott geti komið út úr tilvonandi valdasetu Trumps. Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur á Gylfa og spyr hvort það geti verið að hann sé ekki aðdáandi Trump. Aðrir taka undir með Gylfa og segja sumir hann frekar bjartsýnan en annað. Í könnun sem Prósent gerði í vikunni kom fram að einn af hverjum tíu Íslendingum studdu Trump. Kjósendur Miðflokksins skæru sig þó úr en fjórir af hverjum tíu kjósendum flokksins væru stuðningsmenn Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira