„Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 08:39 Inga Sæland hefur ekkert viljað gefa upp um það hvers vegna Jakob Frímann fékk ekki sæti á lista Flokks fólksins og sagði sig úr flokknum. Vísir Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. Þetta sagði Jakob Frímann á kosningafundi um skapandi greinar í Grósku í gær. Þangað mættu frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Í upphafi fundar voru frambjóðendur spurðir hvort flokkur þeirra hefði markað stefnu hvað skapandi greinar varðar. Lentu í rimmu Jakob Frímann var sá sjötti sem tók til máls og hóf mál sitt á að segja það athugavert að tala á eftir Eyjólfi Ármannssyni, frambjóðanda Flokks fólksins. „Nú er kominn tími á M-ið. Það er skringilegt hvernig þetta raðast upp hérna vegna þess að við í F-inu, sem ég tilheyrði lentum í rimmu vegna fjölgunar listamannalauna. Flokkurinn var nú ekki á því, að það ætti að fara að fjölga þessum listamannalaunum. Ég var búinn að berjast fyrir því í fimmtán ár. Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar,“ sagði Jakob Frímann. Kominn í Miðflokkinn Hann sagði skilið við Flokk fólksins eftir að hafa ekki fengið oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar og gekk til liðs við Miðflokkinn, þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þeirri spurningu hvort nýir flokksbræður hans deili sýn hans á listamannalaun er ósvarað en flokkurinn hefur boðað mikið aðhald í ríkisfjármálum. Frambjóðendur voru spurðir á fundinum í gær hvort þeir styddu hækkun listamannalauna. Það sögðust allir frambjóðendur gera, fyrir utan Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, frambjóðanda Sjálfstæðisflokks. Flokkur fólksins Listamannalaun Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Þetta sagði Jakob Frímann á kosningafundi um skapandi greinar í Grósku í gær. Þangað mættu frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Í upphafi fundar voru frambjóðendur spurðir hvort flokkur þeirra hefði markað stefnu hvað skapandi greinar varðar. Lentu í rimmu Jakob Frímann var sá sjötti sem tók til máls og hóf mál sitt á að segja það athugavert að tala á eftir Eyjólfi Ármannssyni, frambjóðanda Flokks fólksins. „Nú er kominn tími á M-ið. Það er skringilegt hvernig þetta raðast upp hérna vegna þess að við í F-inu, sem ég tilheyrði lentum í rimmu vegna fjölgunar listamannalauna. Flokkurinn var nú ekki á því, að það ætti að fara að fjölga þessum listamannalaunum. Ég var búinn að berjast fyrir því í fimmtán ár. Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar,“ sagði Jakob Frímann. Kominn í Miðflokkinn Hann sagði skilið við Flokk fólksins eftir að hafa ekki fengið oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar og gekk til liðs við Miðflokkinn, þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þeirri spurningu hvort nýir flokksbræður hans deili sýn hans á listamannalaun er ósvarað en flokkurinn hefur boðað mikið aðhald í ríkisfjármálum. Frambjóðendur voru spurðir á fundinum í gær hvort þeir styddu hækkun listamannalauna. Það sögðust allir frambjóðendur gera, fyrir utan Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, frambjóðanda Sjálfstæðisflokks.
Flokkur fólksins Listamannalaun Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira