Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Vésteinn Örn Pétursson og Telma Tómasson skrifa 7. nóvember 2024 16:16 Þorgerður Katrín segir að gott gengi Viðreisnar í skoðanakönnunum sé leikgleði flokksins að þakka, meðal annars. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. Ný könnun frá Maskínu leit dagsins ljós í dag en segja má að Viðreisn sé ótvíræður „sigurvegari“ hennar. Flokkurinn bætir við sig 3,2 prósentustigum milli mánaða, og hefur verið á stöðugri uppleið í könnunum Maskínu frá því í júlí á þessu ári, þegar fylgið mældist 10,1 prósent. Á sama tíma dregst fylgi Samfylkingarinnar saman milli mánaða, og fer úr 22,2 prósentum í 20,9 prósent. „Ég held, og tel það vera, að fólk viti að við erum samkvæm sjálfum okkur. Við erum búin að vera með okkar stefnu skýra mjög, mjög lengi, og skynjum náttúrulega þennan meðbyr sem er búinn að vera með okkar frjálslyndu miðjustefnu og erum auðvitað mjög þakklát,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, þegar mælingin var borin undir hana. Hún segir fylgisaukninguna sem könnunin sýni í senn koma á óvart, en samt ekki. „Um leið og maður hefur skynjað mikinn skilning og velvild í garð flokksins þá er þetta ánægjulegt stökk upp á við. Ég held að það séu margir þættir sem spila þarna inn í,“ segir Þorgerður, og nefnir öflugt fólk í framboði og vinnusaman og einbeittan þingflokk. „Það skiptir máli að við erum ein liðsheild þegar við erum inni í kosningabaráttunni.“ Einn dagur í einu Stundum hefur verið talað að um að slæmt geti verið að toppa of snemma í kosningabaráttu. Meðal þeirra sem þekkja það af eigin raun er Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og oddviti Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi, líkt og hún lýsti í Pallborðinu á Vísi á dögunum. Þegar hún var í framboði til forseta leiddi hún lengi vel í könnunum, en síðan fór fylgið að síga. Eruð þið að toppa of snemma? Hvaða tilfinningu hafið þið sjálf? „Það er allavega ljóst að við höfum átt mikið inni og þessar kannanir sýna það. Auðvitað er það þannig. Ein vika er langur tími í pólitík, hvað þá þrjár. Við tökum bara einn dag í einu og það skiptir máli að við séum áfram samkvæm sjálfum okkur og tölum áfram fyrir frjálslyndri miðjustefnu, ábyrgri hagstjórn, mannréttindum og svo framvegis,“ segir Þorgerður. Góðu gengi í skoðanakönnunum fylgi gjarnan það hlutverk að vera skotspónn annarra flokka í baráttunni og jafnvel hagsmunaafla í samfélaginu. „Þetta er allt eitthvað sem við gerum okkur grein fyrir en við ætlum bara að vera við sjálf og hafa gaman. Það er ekki síður það að við höfum haft gaman af þessar kosningabaráttu, það er mikil gleði. Ég held að það skipti líka miklu máli.“ Fylgið komi víða að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13,3 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu. Oft hefur verið talað um að þegar í kjörklefann sé komið ákveði fólk sem gefi sig ekki endilega upp á Sjálfstæðisflokkinn í könnunum kjósi hann engu að síður þegar á hólminn er komið. Þorgerður segist þó telja að fólk vilji raunverulega sjá breytingar. „Skynsamar breytingar í takt við það sem við í Viðreisn höfum verið að tala fyrir. Ég ætla bara að binda vonir við það að fólk haldi áfram inn í kjörklefann á þessum skynsömu nótum, sama hvaðan það kemur,“ segir Þorgerður. Hún bætir við að henni sýnist fylgið koma alls staðar að, nema frá Miðflokknum og Sósíalistum. „Sem mér finnst auðvitað ágætt,“ segir Þorgerður að lokum. Viðreisn Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Ný könnun frá Maskínu leit dagsins ljós í dag en segja má að Viðreisn sé ótvíræður „sigurvegari“ hennar. Flokkurinn bætir við sig 3,2 prósentustigum milli mánaða, og hefur verið á stöðugri uppleið í könnunum Maskínu frá því í júlí á þessu ári, þegar fylgið mældist 10,1 prósent. Á sama tíma dregst fylgi Samfylkingarinnar saman milli mánaða, og fer úr 22,2 prósentum í 20,9 prósent. „Ég held, og tel það vera, að fólk viti að við erum samkvæm sjálfum okkur. Við erum búin að vera með okkar stefnu skýra mjög, mjög lengi, og skynjum náttúrulega þennan meðbyr sem er búinn að vera með okkar frjálslyndu miðjustefnu og erum auðvitað mjög þakklát,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, þegar mælingin var borin undir hana. Hún segir fylgisaukninguna sem könnunin sýni í senn koma á óvart, en samt ekki. „Um leið og maður hefur skynjað mikinn skilning og velvild í garð flokksins þá er þetta ánægjulegt stökk upp á við. Ég held að það séu margir þættir sem spila þarna inn í,“ segir Þorgerður, og nefnir öflugt fólk í framboði og vinnusaman og einbeittan þingflokk. „Það skiptir máli að við erum ein liðsheild þegar við erum inni í kosningabaráttunni.“ Einn dagur í einu Stundum hefur verið talað að um að slæmt geti verið að toppa of snemma í kosningabaráttu. Meðal þeirra sem þekkja það af eigin raun er Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og oddviti Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi, líkt og hún lýsti í Pallborðinu á Vísi á dögunum. Þegar hún var í framboði til forseta leiddi hún lengi vel í könnunum, en síðan fór fylgið að síga. Eruð þið að toppa of snemma? Hvaða tilfinningu hafið þið sjálf? „Það er allavega ljóst að við höfum átt mikið inni og þessar kannanir sýna það. Auðvitað er það þannig. Ein vika er langur tími í pólitík, hvað þá þrjár. Við tökum bara einn dag í einu og það skiptir máli að við séum áfram samkvæm sjálfum okkur og tölum áfram fyrir frjálslyndri miðjustefnu, ábyrgri hagstjórn, mannréttindum og svo framvegis,“ segir Þorgerður. Góðu gengi í skoðanakönnunum fylgi gjarnan það hlutverk að vera skotspónn annarra flokka í baráttunni og jafnvel hagsmunaafla í samfélaginu. „Þetta er allt eitthvað sem við gerum okkur grein fyrir en við ætlum bara að vera við sjálf og hafa gaman. Það er ekki síður það að við höfum haft gaman af þessar kosningabaráttu, það er mikil gleði. Ég held að það skipti líka miklu máli.“ Fylgið komi víða að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13,3 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu. Oft hefur verið talað um að þegar í kjörklefann sé komið ákveði fólk sem gefi sig ekki endilega upp á Sjálfstæðisflokkinn í könnunum kjósi hann engu að síður þegar á hólminn er komið. Þorgerður segist þó telja að fólk vilji raunverulega sjá breytingar. „Skynsamar breytingar í takt við það sem við í Viðreisn höfum verið að tala fyrir. Ég ætla bara að binda vonir við það að fólk haldi áfram inn í kjörklefann á þessum skynsömu nótum, sama hvaðan það kemur,“ segir Þorgerður. Hún bætir við að henni sýnist fylgið koma alls staðar að, nema frá Miðflokknum og Sósíalistum. „Sem mér finnst auðvitað ágætt,“ segir Þorgerður að lokum.
Viðreisn Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira