Eignin er í eigu hjónanna Ingu Birnu Barkardóttir, fjármálastjóra Össurar, og Guðmundar Björnssonar, fjárfestis.
Húsið er ekki aðeins glæsilega hannað þá hefur það einnig verið innréttað af mikilli natni og nostursemi. Listaverk, hönnunarmublur og heillandi litasamsetningar eru í forgrunni á heimilinu.
Í stofunni má meðal annars sjá fögur hönnunarljós eftir ljósahönnuðina Louis Poulsen og Tom Dixon, hinar klassísku Montana-hillur, svartan Flowerpot lampa, sófaborð frá Vitra og hið formfagra og tignarlega Egg í rauðum lit eftir Arne Jacobsen.


Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með aukinni lofthæðum og fallegri loftklæðningu sem gefur eigninni mikinn karakter. Í eldhúsinu er hvít innrétting með hvítum kvarts stein á borðum, auk notalegs borðkróks með leðuráklæði.
Frá stofu er gengið út á afgirta verönd sem snýr til suðurs með heitum potti. Í húsinu eru samtals fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.


