Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2024 14:44 Vefmyndavélum hefur verið fjölgað til að fylgjast betur með gossprungum og hraunflæði. Vísir/Vilhelm Lítil skjálftavirkni hefur verið á Sundhnúksgígaröðinni í kjölfar skjálftahrinunnar sem varð aðfararnótt síðastliðins mánudags. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80 prósent af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að vefmyndavélum hafi verið fjölgað til að fylgjast betur með gossprungum og hraunflæði. „Aðfararnótt mánudagsins 4. nóvember mældist skammvinn jarðskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni. Síðan þá hefur jarðskjálftavirkni þar verið lítil og eingöngu fimm smáskjálftar mælst eftir hrinuna. Þó er líklegt að mikið hvassviðri síðustu daga hafi haft áhrif á getu jarðskjálftakerfisins til að nema allra smæstu skjálftana á svæðinu. Landris og kvikusöfnun í Svartsengi heldur áfram. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn .Ef hraði kvikusöfnunar helst óbreyttur styttist í að kvikumagnið undir Svartsengi verði sambærilegt því sem hafði safnast þegar síðasta kvikuhlaup varð og eldgos hófst. Veðurstofan reiknar þó með að meira magn þurfi nú að safnast fyrir undir Svartsengi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Línurit sem sýnir þróun kvikusöfnunar og áætlað heildarmagn kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá 25. október. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn.Veðurstofan Vefmyndavélum fjölgað til að vakta umbrotasvæðið Veðurstofan hefur sett upp tvær nýjar vefmyndavélar. Nýju myndavélarnar eru staðsettar við norður og suðurenda umbrotasvæðsins, á Litla-Skógfelli í norðri og Húsafjalli í suðri. Stefnt er að því að setja upp tvær vefmyndavélar til viðbótar á næstunni. Þetta er gert til að geta vaktað betur mögulegar gosopnanir og hraunflæði ef til eldgoss kæmi, en heildarlengd þess svæðis á Sundhnúksgígaröðinni þar sem líklegt er að gossprungur opnist er um 9 km,“ segir á vef Veðurstofunnar. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að vefmyndavélum hafi verið fjölgað til að fylgjast betur með gossprungum og hraunflæði. „Aðfararnótt mánudagsins 4. nóvember mældist skammvinn jarðskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni. Síðan þá hefur jarðskjálftavirkni þar verið lítil og eingöngu fimm smáskjálftar mælst eftir hrinuna. Þó er líklegt að mikið hvassviðri síðustu daga hafi haft áhrif á getu jarðskjálftakerfisins til að nema allra smæstu skjálftana á svæðinu. Landris og kvikusöfnun í Svartsengi heldur áfram. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn .Ef hraði kvikusöfnunar helst óbreyttur styttist í að kvikumagnið undir Svartsengi verði sambærilegt því sem hafði safnast þegar síðasta kvikuhlaup varð og eldgos hófst. Veðurstofan reiknar þó með að meira magn þurfi nú að safnast fyrir undir Svartsengi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Línurit sem sýnir þróun kvikusöfnunar og áætlað heildarmagn kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá 25. október. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn.Veðurstofan Vefmyndavélum fjölgað til að vakta umbrotasvæðið Veðurstofan hefur sett upp tvær nýjar vefmyndavélar. Nýju myndavélarnar eru staðsettar við norður og suðurenda umbrotasvæðsins, á Litla-Skógfelli í norðri og Húsafjalli í suðri. Stefnt er að því að setja upp tvær vefmyndavélar til viðbótar á næstunni. Þetta er gert til að geta vaktað betur mögulegar gosopnanir og hraunflæði ef til eldgoss kæmi, en heildarlengd þess svæðis á Sundhnúksgígaröðinni þar sem líklegt er að gossprungur opnist er um 9 km,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08