Ótryggðir bændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2024 14:04 Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands var í heilmiklu stuði á fundinum með sunnlenskum bændum í Félagslundi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tryggingarvernd bænda er ofarlega í huga hjá stjórn Bændasamtaka Íslands, ekki síst vegna veðuráhlaupsins, sem varð í vor, sem hafði mikil fjárhagsleg áhrif á bændur og birgðir matvæla í landinu. Meira og minna allt tjón, sem bændur urðu fyrir var ótryggt. Stjórn Bændasamtaka Íslands og hluti starfsmanna samtakanna er á hringferð um landið þar sem haldnir hafa verið opnir fundir með bændum til að fara yfir stöðuna og framtíðina. Fundirnir hafa verið einstaklega vel sóttir en yfirskrift þeirra er, „Á grænu ljósi landbúnaðarins“. Á fyrsta fundinum, sem haldin var í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi var Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna tíðrætt um tryggingar og tryggingarvernd bænda. „Við þekkjum öll þetta veðuráhlaup, sem varð í vor og það sem voru kannski mestu vonbrigðin í því veðuráhlaup að svo kom aldrei almennilegt sumar þegar óveðrinu lauk og í sjálfum sér var hvergi almennilegt sumar á Íslandi nú 2024. Þetta hefur alveg haft sín áhrif, bæði á náttúrulega fjárhagslega áhættu og framleiðslu þeirra. Þetta hefur áhrif á birgðir matvæla í landinu.“ Og Trausti hélt áfram. „Þarna erum við náttúrulega í þeirri stöðu að meira og minna allt þetta tjón, sem bændur eru að verða fyrir er ótryggt. Það er ekki vegna þess að bændur vilja ekki tryggja það, það er vegna þess að það er ótryggjanlegt af því að kerfið í kringum það er ekki til,“ sagði Trausti. Mjög margir bændur mættu á fundinn í Félagslundi og var góð stemning á fundinum og fjölmargir bændur fóru í pontu og tóku til máls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Trausti sagði að þarna þyrfti virkilega að taka til hendinni og finna leiðir og gera betur og þar lagði hann áherslu á að tryggingarvernd bænda ætti að vera partur af samtali vegna gerð nýs búvörusamnings. „Og það finnst mér mjög mikilvægt að þessi hugsun sé komin inn til okkar viðsemjenda og svo er það okkar að undirbúa okkur vel og vera tilbúnir með leiðirnar að því hvernig er skynsamlegast að koma á tryggingarvernd fyrir landbúnaðinn,“ sagði Trausti á fundinum í Félagslundi. Yfirskrift fundarherferðarinnar er „Á grænu ljósi landbúnaðarins“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stjórn Bændasamtaka Íslands og hluti starfsmanna samtakanna er á hringferð um landið þar sem haldnir hafa verið opnir fundir með bændum til að fara yfir stöðuna og framtíðina. Fundirnir hafa verið einstaklega vel sóttir en yfirskrift þeirra er, „Á grænu ljósi landbúnaðarins“. Á fyrsta fundinum, sem haldin var í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi var Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna tíðrætt um tryggingar og tryggingarvernd bænda. „Við þekkjum öll þetta veðuráhlaup, sem varð í vor og það sem voru kannski mestu vonbrigðin í því veðuráhlaup að svo kom aldrei almennilegt sumar þegar óveðrinu lauk og í sjálfum sér var hvergi almennilegt sumar á Íslandi nú 2024. Þetta hefur alveg haft sín áhrif, bæði á náttúrulega fjárhagslega áhættu og framleiðslu þeirra. Þetta hefur áhrif á birgðir matvæla í landinu.“ Og Trausti hélt áfram. „Þarna erum við náttúrulega í þeirri stöðu að meira og minna allt þetta tjón, sem bændur eru að verða fyrir er ótryggt. Það er ekki vegna þess að bændur vilja ekki tryggja það, það er vegna þess að það er ótryggjanlegt af því að kerfið í kringum það er ekki til,“ sagði Trausti. Mjög margir bændur mættu á fundinn í Félagslundi og var góð stemning á fundinum og fjölmargir bændur fóru í pontu og tóku til máls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Trausti sagði að þarna þyrfti virkilega að taka til hendinni og finna leiðir og gera betur og þar lagði hann áherslu á að tryggingarvernd bænda ætti að vera partur af samtali vegna gerð nýs búvörusamnings. „Og það finnst mér mjög mikilvægt að þessi hugsun sé komin inn til okkar viðsemjenda og svo er það okkar að undirbúa okkur vel og vera tilbúnir með leiðirnar að því hvernig er skynsamlegast að koma á tryggingarvernd fyrir landbúnaðinn,“ sagði Trausti á fundinum í Félagslundi. Yfirskrift fundarherferðarinnar er „Á grænu ljósi landbúnaðarins“.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira