Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. nóvember 2024 13:09 Horft yfir Skeifuna, þar sem Módern er til húsa. Vísir/Vilhelm Irmý Rós Þorsteinsdóttir, starfsmaður Landsbankans, varð fyrir óheppilegu atviki í gær þegar hún kom verðmætum sem hún hafði keypt í versluninni Módern í Faxafeni fyrir í bíl sem var ekki í hennar eigu. Þegar hún snéri aftur í bifreið sína áttaði hún sig á misskilningnum en þá var hin bifreiðin horfin á brott. „Við vorum tvær saman að gera okkur glaðan dag og nýta afslættina. Það var einhver athyglisbrestur í okkar að rölta þarna. Við vorum að fara í tvær til þrjár búðir þarna í kring og skiluðum þessu af okkur. Þetta hefur væntanlega verið Polestar-bíll líka eins og ég á. Síðan röltum við bara áfram án þess að pæla í þessu,“ segir Irmý í samtali við Vísi. Skondið atvik en talsvert tap Hún biðlar til fólks sem var í grennd við Módern í gær um 14 leytið að hafa samband ef ske kynni að verðmætin hafi endað í aftursæti þeirra. Hún segir atvikið vera skondið en vonast til þess að verðmætin skili sér enda nemur tapið hátt í 90 þúsund krónur. „Búðin var með myndavélar inni og það sést í bílinn á upptöku en sést ekki í bílnúmerið. Þegar við komum til baka áttuðum við okkur á þessu og sáum að það vantaði eitthvað í bílinn. Þá áttaði ég mig á því að við höfðum greinilega sett þetta í rangan bíl.“ Ótrúleg tilviljun Hún segir að um ótrúlega tilviljun sé að ræða og að óheppilegt sé að bifreiðin sem um ræðir hafi verið ólæst. „Ég hugsaði þegar ég tók í húninn: Bíddu læsti ég ekki bílnum? Því ég læsi alltaf bílnum en spáði ekkert í það, við vorum eitthvað að flýta okkur.“ Irmý grunar alls ekki að um einhvers konar óprúttin aðila sé að ræða og hefur fulla trú á því að viðkomandi hafi samband við hana. „Mögulega hefur hann bara ekki séð þetta í aftursætinu. Þetta er pínu skondið.“ Bílar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
„Við vorum tvær saman að gera okkur glaðan dag og nýta afslættina. Það var einhver athyglisbrestur í okkar að rölta þarna. Við vorum að fara í tvær til þrjár búðir þarna í kring og skiluðum þessu af okkur. Þetta hefur væntanlega verið Polestar-bíll líka eins og ég á. Síðan röltum við bara áfram án þess að pæla í þessu,“ segir Irmý í samtali við Vísi. Skondið atvik en talsvert tap Hún biðlar til fólks sem var í grennd við Módern í gær um 14 leytið að hafa samband ef ske kynni að verðmætin hafi endað í aftursæti þeirra. Hún segir atvikið vera skondið en vonast til þess að verðmætin skili sér enda nemur tapið hátt í 90 þúsund krónur. „Búðin var með myndavélar inni og það sést í bílinn á upptöku en sést ekki í bílnúmerið. Þegar við komum til baka áttuðum við okkur á þessu og sáum að það vantaði eitthvað í bílinn. Þá áttaði ég mig á því að við höfðum greinilega sett þetta í rangan bíl.“ Ótrúleg tilviljun Hún segir að um ótrúlega tilviljun sé að ræða og að óheppilegt sé að bifreiðin sem um ræðir hafi verið ólæst. „Ég hugsaði þegar ég tók í húninn: Bíddu læsti ég ekki bílnum? Því ég læsi alltaf bílnum en spáði ekkert í það, við vorum eitthvað að flýta okkur.“ Irmý grunar alls ekki að um einhvers konar óprúttin aðila sé að ræða og hefur fulla trú á því að viðkomandi hafi samband við hana. „Mögulega hefur hann bara ekki séð þetta í aftursætinu. Þetta er pínu skondið.“
Bílar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira