Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 09:29 Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Vísir Framkvæmdastjóri markaðsrannsóknafyrirtækisins Maskínu segist ekki sammála því að skoðanakannanir séu ónákvæmar. Könnunum sé ekki ætlað að vera spá um úrslit kosninga heldur að mæla stöðuna á hverjum tíma. Vinsælt hefur verið að gagnrýna skoðanakannanir í kjölfar nokkuð óvæntra kosningaúrslita beggja vegna Atlantsála undanfarin ár, þar á meðal í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir að óvissa um kosningaúrslit sé alltaf mest þegar mjótt sé á munum. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hún ósammála fullyrðingum um að skoðanakannanir væru ekki nákvæmar. Nefndi hún sem dæmi að fyrir forsetakosningarnar í sumar hafi að meðaltali munað 1,7 prósentustigi á atkvæðum frambjóðenda og fylgi í síðustu könnun Maskínu. Fyrir síðustu alþingiskosningar hafi munurinn verið 1,6 prósentustig. Fólk þurfi að átta sig á að skoðanakannanir séu ekki spá um úrslit kosninga heldur fyrst og fremst mæling á punktstöðu. „Könnunin sem við birtum á fimmtudaginn, það er ekki það sem mun koma upp úr kjörkössunum 30. nóvember. Fólk verður að átta sig á þessu. Það er engin spá um það,“ sagði Þóra. Á miðju kjörtímabili geti alls konar flokkar þannig mælst stórir og það endurspegli óánægjufylgi á þeim tima. „Píratar fóru einu sinni í þrjátíu prósent. Þeir hafa auðvitað aldrei fengið það upp úr kjörkössunum,“ sagði framkvæmdastjórinn. Kannanir hluti af upplýsingasamfélaginu Þóra gaf lítið fyrir tal spekúlanta sem efuðust um gildi skoðanakannana. Þær væru einfaldlega hluti af nútímaupplýsingasamfélagi. Einnig vísaði hún á bug gagnrýni á að skoðanakannanir væru sjálfar skoðanamyndandi. „Það eru ekki til margar rannsóknir sem styðja það.“ Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Vinsælt hefur verið að gagnrýna skoðanakannanir í kjölfar nokkuð óvæntra kosningaúrslita beggja vegna Atlantsála undanfarin ár, þar á meðal í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir að óvissa um kosningaúrslit sé alltaf mest þegar mjótt sé á munum. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hún ósammála fullyrðingum um að skoðanakannanir væru ekki nákvæmar. Nefndi hún sem dæmi að fyrir forsetakosningarnar í sumar hafi að meðaltali munað 1,7 prósentustigi á atkvæðum frambjóðenda og fylgi í síðustu könnun Maskínu. Fyrir síðustu alþingiskosningar hafi munurinn verið 1,6 prósentustig. Fólk þurfi að átta sig á að skoðanakannanir séu ekki spá um úrslit kosninga heldur fyrst og fremst mæling á punktstöðu. „Könnunin sem við birtum á fimmtudaginn, það er ekki það sem mun koma upp úr kjörkössunum 30. nóvember. Fólk verður að átta sig á þessu. Það er engin spá um það,“ sagði Þóra. Á miðju kjörtímabili geti alls konar flokkar þannig mælst stórir og það endurspegli óánægjufylgi á þeim tima. „Píratar fóru einu sinni í þrjátíu prósent. Þeir hafa auðvitað aldrei fengið það upp úr kjörkössunum,“ sagði framkvæmdastjórinn. Kannanir hluti af upplýsingasamfélaginu Þóra gaf lítið fyrir tal spekúlanta sem efuðust um gildi skoðanakannana. Þær væru einfaldlega hluti af nútímaupplýsingasamfélagi. Einnig vísaði hún á bug gagnrýni á að skoðanakannanir væru sjálfar skoðanamyndandi. „Það eru ekki til margar rannsóknir sem styðja það.“
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent