Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2024 09:30 Grétar Örn Guðmundsson, Steve Christer, Margrét Harðardóttir og Birgir Örn Jónsson tóku við verðlaunum fyrir Smiðju fyrir hönd Stúdíó Granda. Aldís Páls Það var mikið um dýrðir í Grósku síðastliðinn fimmtudag þegar Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent með pompi og pragt. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að dagurinn hafi hafist á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði. Það voru þau Búi Bjarmar Aðalsteinsson, vöruhönnuður og Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt sem stýrðu samtali við tilnefnda og sáu svo um að kynna verðlaunaafhendinguna sem fór fram fyrir fullum sal. Sigurvegarar verðlaunanna í ár voru Krónan sem hlaut viðurkenningu fyrir Bestu fjárfestingu í hönnun, Gísli B. Björnsson, grafískur hönnuður sem er Heiðursverðlaunahafi ársins, peysan James Cook sem unnin er í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS er Vara ársins, Smiðja, skrifstofubygging Alþingis eftir Studio Granda er Staður ársins og Börnin að borðinu eftir Þykjó er Verk ársins. Gísli B. Björnsson hlaut heiðursverðlaun í ár.Aldís Páls Krónan hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.Aldís Páls Hönnunarverðlaun Íslands fóru fram í ellefta sinn í ár og veitt í þremur flokkum - Vara - Staður - Verk. Hönnunarverðlaun Íslands eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi nýleg verkefni. Við val á verðlaunahöfum er leitað að verkefnum sem skara fram úr og geta staðið sem fulltrúar þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verkefnin endurspegla gæði og vera áhrifarík, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu, áherslu á fagurfræði og fagmennsku í vinnubrögðum. Einnig er horft til hvort verkefnin séu notendavæn, nýskapandi og hafi jákvæð áhrif á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni. Þær Sigríður Sunna, Ninna Þórðardóttir, Erla Ólafsdóttir og Embla Vigfúsdóttir hlutu verðlaun fyrir verk ársins.Aldís Páls Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður fékk verðlaun fyrir peysuna James Cook sem hún vann í samstarfi við Stephan Stephensen listamann.Aldís Páls Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Mest lesið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Fleiri fréttir Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Það voru þau Búi Bjarmar Aðalsteinsson, vöruhönnuður og Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt sem stýrðu samtali við tilnefnda og sáu svo um að kynna verðlaunaafhendinguna sem fór fram fyrir fullum sal. Sigurvegarar verðlaunanna í ár voru Krónan sem hlaut viðurkenningu fyrir Bestu fjárfestingu í hönnun, Gísli B. Björnsson, grafískur hönnuður sem er Heiðursverðlaunahafi ársins, peysan James Cook sem unnin er í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS er Vara ársins, Smiðja, skrifstofubygging Alþingis eftir Studio Granda er Staður ársins og Börnin að borðinu eftir Þykjó er Verk ársins. Gísli B. Björnsson hlaut heiðursverðlaun í ár.Aldís Páls Krónan hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.Aldís Páls Hönnunarverðlaun Íslands fóru fram í ellefta sinn í ár og veitt í þremur flokkum - Vara - Staður - Verk. Hönnunarverðlaun Íslands eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi nýleg verkefni. Við val á verðlaunahöfum er leitað að verkefnum sem skara fram úr og geta staðið sem fulltrúar þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verkefnin endurspegla gæði og vera áhrifarík, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu, áherslu á fagurfræði og fagmennsku í vinnubrögðum. Einnig er horft til hvort verkefnin séu notendavæn, nýskapandi og hafi jákvæð áhrif á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni. Þær Sigríður Sunna, Ninna Þórðardóttir, Erla Ólafsdóttir og Embla Vigfúsdóttir hlutu verðlaun fyrir verk ársins.Aldís Páls Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður fékk verðlaun fyrir peysuna James Cook sem hún vann í samstarfi við Stephan Stephensen listamann.Aldís Páls
Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Mest lesið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Fleiri fréttir Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira