Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Lovísa Arnardóttir skrifar 13. nóvember 2024 10:01 Foreldrar í leikskólanum Sólborg hafa gagnrýnt mengun frá bálsofunni. Mengunin hafi áhrif á börnin í leikskólanum. Aðsend Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. Foreldrar í leikskólanum Sólborg, sem staðsettur er nærri kirkjugarðinum, hafa mótmælt brennslunni ítrekað og segja mengun mikla. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu á föstudag kom fram að ástæða endurskoðunarinnar væri að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Matthías Kormáksson formaður foreldrafélags leikskólans Sólborgar birti í mánudag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem mátti sjá svartan reyk stíga frá bálstofunni um klukkan 16. Þá hafi börnin verið úti að leika. „Starfsemi bálstofunnar er starfsleyfisskyld hjá heilbrigðiseftirliti samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfisskyld starfsemi starfar eftir starfsleyfisskilyrðum sem starfseminni eru sett. Endurskoðun starfsleyfis þýðir að starfsleyfisskilyrðin eru til skoðunar, hvort þeim þurfi að breyta t.d. þar sem mengunin er meiri en gert var ráð fyrir við útgáfu starfsleyfis,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Ákvæði um brennslutíma til skoðunar Þar kemur einnig fram að til skoðunar séu, meðal annars, ákvæði um brennslutíma. Þá segir að það sé nokkurt ferli að breyta starfsleyfisskilyrðum. Það þurfi til dæmis að auglýsa breytt fyrirkomulag í fjórar vikur eftir að tillaga liggur fyrir. „Hugmyndir að breytingum á skilyrðum hafa verið ræddar við forsvarsmenn starfseminnar en bein tilmæli hafa ekki verið gefin varðandi breytingar enn sem komið er en það er í skoðun,“ segir að lokum. Kirkjugarðar Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Foreldrar í leikskólanum Sólborg, sem staðsettur er nærri kirkjugarðinum, hafa mótmælt brennslunni ítrekað og segja mengun mikla. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu á föstudag kom fram að ástæða endurskoðunarinnar væri að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Matthías Kormáksson formaður foreldrafélags leikskólans Sólborgar birti í mánudag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem mátti sjá svartan reyk stíga frá bálstofunni um klukkan 16. Þá hafi börnin verið úti að leika. „Starfsemi bálstofunnar er starfsleyfisskyld hjá heilbrigðiseftirliti samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfisskyld starfsemi starfar eftir starfsleyfisskilyrðum sem starfseminni eru sett. Endurskoðun starfsleyfis þýðir að starfsleyfisskilyrðin eru til skoðunar, hvort þeim þurfi að breyta t.d. þar sem mengunin er meiri en gert var ráð fyrir við útgáfu starfsleyfis,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Ákvæði um brennslutíma til skoðunar Þar kemur einnig fram að til skoðunar séu, meðal annars, ákvæði um brennslutíma. Þá segir að það sé nokkurt ferli að breyta starfsleyfisskilyrðum. Það þurfi til dæmis að auglýsa breytt fyrirkomulag í fjórar vikur eftir að tillaga liggur fyrir. „Hugmyndir að breytingum á skilyrðum hafa verið ræddar við forsvarsmenn starfseminnar en bein tilmæli hafa ekki verið gefin varðandi breytingar enn sem komið er en það er í skoðun,“ segir að lokum.
Kirkjugarðar Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32