Scott McTominay sér ekki eftir neinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 09:00 Scott McTominay fagnar marki með Napoli á dögunum. Hann hefur byrjað vel í borg Maradona. Getty/Giuseppe Bellini Scott McTominay yfirgaf uppeldisfélagið sitt Manchester United í sumar. Á meðan allt hefur verið í tómu tjóni hjá United þá hefur Skotinn blómstrað á nýjum stað suður á Ítalíu. United seldi þennan 27 ára miðjumann til Napoli. Hann hefur skorað þrjú mörk í tíu leikjum og Napoli situr í toppsæti ítölsku deildarinnar. McTominay ræddi þá ákvörðun að yfirgefa United, félagið sem hann hafði spilað fyrir síðan hann var sex ára gamall. „Augljóslega var þetta stór ákvörðun, það er engin leið til að líta fram hjá því. Þetta var risastór ákvörðun fyrr mig, fjölskyldu mína og vini mína,“ sagði Scott McTominay í viðtali við The Times. „Það kemur að tímapunkti á þínum ferli þar sem að þú þarft að spyrja sjálfan þig: Viltu gera þetta? Algjörlega var svarð og þá er bara að láta vaða. Það er engin ástæða til að líta til baka. Ég hef aldrei séð eftir neinu í mínu lífi eða á mínum ferli. Það hefur ekkert breyst,“ sagði McTominay. „Ég vil ná árangri á mínum ferli og vil finna krefjandi áskoranir sem hjálpa mér að verða bæði besti fótboltamaðurinn sem ég get verið og besta manneskja sem ég orðið,“ sagði McTominay. „Ég er með frábært fólk í kringum mig sem hafa hjálpað mér og það er því mjög lítið stress í mínu lífi því ég á mjög góða fjölskyldu, stórkostlega vini og yndislega kærustu sem gera svo mikið fyrir mig,“ sagði McTominay. „Ég er mjög þakklátur fyrir þau öll. Það er ekki auðvelt að flytja til annars lands og ná að koma sér fyrir þar. Það hefur samt gengið mjög þægilega fyrir sig vegna þess hvernig ítalska fólkið hefur hjálpað mér. Það skiptir ekki máli hvað mig vantar, þau eru alltaf til taks. Ég er þeim líka mjög þakklátur,“ sagði McTominay. Napoli hefur unnið átta af tólf leikjum sínum í ítölsku deildinni og er með eins stigs forskot á toppi Seríu A. Manchester United er í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með fjóra sigra í ellefu leikjum. Scott McTominay has spoken out about his decision to leave Man United for Napoli in the summer...😲🗣️ “It was a huge decision for me and my family and my friends. At times like that in your life you just have to say, ‘Do I want to do it? Absolutely,’ and go for it. There’s no… pic.twitter.com/msyFUZcVLr— OneFootball (@OneFootball) November 15, 2024 Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
United seldi þennan 27 ára miðjumann til Napoli. Hann hefur skorað þrjú mörk í tíu leikjum og Napoli situr í toppsæti ítölsku deildarinnar. McTominay ræddi þá ákvörðun að yfirgefa United, félagið sem hann hafði spilað fyrir síðan hann var sex ára gamall. „Augljóslega var þetta stór ákvörðun, það er engin leið til að líta fram hjá því. Þetta var risastór ákvörðun fyrr mig, fjölskyldu mína og vini mína,“ sagði Scott McTominay í viðtali við The Times. „Það kemur að tímapunkti á þínum ferli þar sem að þú þarft að spyrja sjálfan þig: Viltu gera þetta? Algjörlega var svarð og þá er bara að láta vaða. Það er engin ástæða til að líta til baka. Ég hef aldrei séð eftir neinu í mínu lífi eða á mínum ferli. Það hefur ekkert breyst,“ sagði McTominay. „Ég vil ná árangri á mínum ferli og vil finna krefjandi áskoranir sem hjálpa mér að verða bæði besti fótboltamaðurinn sem ég get verið og besta manneskja sem ég orðið,“ sagði McTominay. „Ég er með frábært fólk í kringum mig sem hafa hjálpað mér og það er því mjög lítið stress í mínu lífi því ég á mjög góða fjölskyldu, stórkostlega vini og yndislega kærustu sem gera svo mikið fyrir mig,“ sagði McTominay. „Ég er mjög þakklátur fyrir þau öll. Það er ekki auðvelt að flytja til annars lands og ná að koma sér fyrir þar. Það hefur samt gengið mjög þægilega fyrir sig vegna þess hvernig ítalska fólkið hefur hjálpað mér. Það skiptir ekki máli hvað mig vantar, þau eru alltaf til taks. Ég er þeim líka mjög þakklátur,“ sagði McTominay. Napoli hefur unnið átta af tólf leikjum sínum í ítölsku deildinni og er með eins stigs forskot á toppi Seríu A. Manchester United er í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með fjóra sigra í ellefu leikjum. Scott McTominay has spoken out about his decision to leave Man United for Napoli in the summer...😲🗣️ “It was a huge decision for me and my family and my friends. At times like that in your life you just have to say, ‘Do I want to do it? Absolutely,’ and go for it. There’s no… pic.twitter.com/msyFUZcVLr— OneFootball (@OneFootball) November 15, 2024
Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira