Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2024 22:33 Skipuleggjendur kenna kerfisbilun lögvalds um aflýsinguna. Vísir/Samsett Tónleikum raftónlistartvíeykisins Joy Anonymous sem áttu að fara fram í Hvalasafninu í kvöld hefur verið aflýst vegna þess sem aðstandendur þeirra lýsa sem óvæntra aðstæðna. Sjónarvottur lýsir því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan níu í kvöld. Vonast er til þess að hægt verði að halda tónleikana á morgun en aflýsingin stafar að sögn viðburðarhaldara af vandræðum með viðburðarleyfisveitingu. Kerfisbilun lögvalds Framleiðslufyrirtækið LP Events stóð að tónleikunum og þeir birtu færslu á síðu sinni á Instagram þar sem þeir greindu frá aflýsingunni. Þeir kenna „kerfisbilun lögvalds“ um. „Óviðráðanlegar aðstæður ollu því að viðburður kvöldsins gat ekki farið fram. Kerfisbilun lögvalds sem snýr að húsnæðinu og gífurleg sprengja í aðsókn gerði það að verkum að ekki var hægt að taka hurðina úr lás,“ segja þeir. Þeir segjast þykja það miður að þurfa að vísa fólki frá og stefna að því að halda tónleikana annað kvöld. Sögusagnir um heimsfrægan leynigest Það vakti athygli í gær þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar rakst á góðan vin tvíeykisins í Melabúðinni, nánar tiltekið Fred again sem er einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir. Í viðburðarlýsingunni kom fram að ásamt tvíeykisins myndu koma fram sérlegir vinir þeirra. Margir leiddu af því að þar hafi verið um Fred again að ræða þó að það liggi alls ekki fyrir. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað kraftað sína og gefið út nokkur lög. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy Anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til góðgerðamála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru í sölu í gær og seldist upp á skotstundu. Það urðu því ansi margir svekktir þegar tónleikunum var aflýst. Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Sjónarvottur lýsir því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan níu í kvöld. Vonast er til þess að hægt verði að halda tónleikana á morgun en aflýsingin stafar að sögn viðburðarhaldara af vandræðum með viðburðarleyfisveitingu. Kerfisbilun lögvalds Framleiðslufyrirtækið LP Events stóð að tónleikunum og þeir birtu færslu á síðu sinni á Instagram þar sem þeir greindu frá aflýsingunni. Þeir kenna „kerfisbilun lögvalds“ um. „Óviðráðanlegar aðstæður ollu því að viðburður kvöldsins gat ekki farið fram. Kerfisbilun lögvalds sem snýr að húsnæðinu og gífurleg sprengja í aðsókn gerði það að verkum að ekki var hægt að taka hurðina úr lás,“ segja þeir. Þeir segjast þykja það miður að þurfa að vísa fólki frá og stefna að því að halda tónleikana annað kvöld. Sögusagnir um heimsfrægan leynigest Það vakti athygli í gær þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar rakst á góðan vin tvíeykisins í Melabúðinni, nánar tiltekið Fred again sem er einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir. Í viðburðarlýsingunni kom fram að ásamt tvíeykisins myndu koma fram sérlegir vinir þeirra. Margir leiddu af því að þar hafi verið um Fred again að ræða þó að það liggi alls ekki fyrir. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað kraftað sína og gefið út nokkur lög. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy Anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til góðgerðamála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru í sölu í gær og seldist upp á skotstundu. Það urðu því ansi margir svekktir þegar tónleikunum var aflýst.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira