Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Maðurinn lést í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. Fjórir voru handteknir í upphafi málsins, en einn þeirra hefur enn réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur sá viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins. Þrátt fyrir það neiti hann sök. Hann haldi sakleysi sínu staðfastlega fram og neitar alfarið að hafa valdið þeim áverkum sem voru á líki hins látna. Hinn látni og þessir fjórir sem voru handteknir eru allir litháskir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Áverkar gáfu strax vísbendingu um að rannsaka þyrfti málið Þrír úrskurðir sem varða málið hafa verið birtir á vef Landsréttar. Í þeim nýlegasta segir að þann 20. apríl síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um meðvitundarleysi í sumarhúsi. Fljótlega eftir komu viðbraðgsaðila á vettvang hafi einn einstaklingur verið úrskurðaður látinn. Augljósir áverkar á líkinu hafi strax gefið lögreglu vísbendingu um að sakamálarannsóknar þyrfti við, segir í úrskurðinum, en í kjölfarið voru fjórmenningarnir handteknir. Fram kemur að í upphafi hafi tveir þeirra verið undir sérstökum grun um að eiga aðild að andláti mannsins, en þeir hafi báðir neitað sök. Annar þeirra mun vera sá sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Þessir tveir eru í úrskurðinum sagðir hafa verið þeir einu sem voru staddir í sama húsnæði og hinn látni, þegar hann lést. Líklega hafi þeir tveir verið þeir síðustu sem hinn látni átti í beinum samskiptum við. Ber ekki saman um mikilvæg atriði Í úrskurði héraðsdóms segir að þar af leiðandi ættu þeir að búa yfir sem „gleggstum upplýsingum um kringumstæður í aðdraganda og í kjölfar andlátsins”. Þrátt fyrir það beri framburðum þeirra ekki saman um mikilvæg atriði. Annar þessara tveggja, sá sem er ekki enn með réttarstöðu sakbornings, greindi frá því að hann hafi orðið var við ágreining milli sakborningsins og hins látna. Síðan hafi hann komið að hinum látna liggjandi á gólfi aðalrýmis sumarhússins. Hann hafi haft talsverðar áhyggjur vegna þess og taldi að hinn látni þyrfti nauðsynlega að komast undir læknishendur, og hann hafi meðal annars hringt í yfirmenn sína og tjáð þeim áhyggjur sínar. Þessi sami maður hafi þó borið fyrir sig minnisleysi og óvissu um mikilvæg atriði sem hafi verið borin undir hann. Þá kemur fram að bráðabrigðakrufningaskýrsla liggi fyrir og í henni komi fram að sterkar vísbendingar hafi verið um að hinum látna kunni að hafa verið ráðinn bani. Niðurstöður útvíkkaðrar réttarkrufningar bendi sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing áverka sem annar maður veitti honum. Úrskurðurinn varðaði hvort maðurinn skyldi gefa skýrslu fyrir dómi á meðan rannsókn lögreglu stæði yfir. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu lögreglunnar, en Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Dómsmál Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Fjórir voru handteknir í upphafi málsins, en einn þeirra hefur enn réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur sá viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins. Þrátt fyrir það neiti hann sök. Hann haldi sakleysi sínu staðfastlega fram og neitar alfarið að hafa valdið þeim áverkum sem voru á líki hins látna. Hinn látni og þessir fjórir sem voru handteknir eru allir litháskir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Áverkar gáfu strax vísbendingu um að rannsaka þyrfti málið Þrír úrskurðir sem varða málið hafa verið birtir á vef Landsréttar. Í þeim nýlegasta segir að þann 20. apríl síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um meðvitundarleysi í sumarhúsi. Fljótlega eftir komu viðbraðgsaðila á vettvang hafi einn einstaklingur verið úrskurðaður látinn. Augljósir áverkar á líkinu hafi strax gefið lögreglu vísbendingu um að sakamálarannsóknar þyrfti við, segir í úrskurðinum, en í kjölfarið voru fjórmenningarnir handteknir. Fram kemur að í upphafi hafi tveir þeirra verið undir sérstökum grun um að eiga aðild að andláti mannsins, en þeir hafi báðir neitað sök. Annar þeirra mun vera sá sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Þessir tveir eru í úrskurðinum sagðir hafa verið þeir einu sem voru staddir í sama húsnæði og hinn látni, þegar hann lést. Líklega hafi þeir tveir verið þeir síðustu sem hinn látni átti í beinum samskiptum við. Ber ekki saman um mikilvæg atriði Í úrskurði héraðsdóms segir að þar af leiðandi ættu þeir að búa yfir sem „gleggstum upplýsingum um kringumstæður í aðdraganda og í kjölfar andlátsins”. Þrátt fyrir það beri framburðum þeirra ekki saman um mikilvæg atriði. Annar þessara tveggja, sá sem er ekki enn með réttarstöðu sakbornings, greindi frá því að hann hafi orðið var við ágreining milli sakborningsins og hins látna. Síðan hafi hann komið að hinum látna liggjandi á gólfi aðalrýmis sumarhússins. Hann hafi haft talsverðar áhyggjur vegna þess og taldi að hinn látni þyrfti nauðsynlega að komast undir læknishendur, og hann hafi meðal annars hringt í yfirmenn sína og tjáð þeim áhyggjur sínar. Þessi sami maður hafi þó borið fyrir sig minnisleysi og óvissu um mikilvæg atriði sem hafi verið borin undir hann. Þá kemur fram að bráðabrigðakrufningaskýrsla liggi fyrir og í henni komi fram að sterkar vísbendingar hafi verið um að hinum látna kunni að hafa verið ráðinn bani. Niðurstöður útvíkkaðrar réttarkrufningar bendi sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing áverka sem annar maður veitti honum. Úrskurðurinn varðaði hvort maðurinn skyldi gefa skýrslu fyrir dómi á meðan rannsókn lögreglu stæði yfir. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu lögreglunnar, en Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við.
Dómsmál Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira