Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 20. nóvember 2024 06:02 Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga. Fleiri og fleiri stjórnmálaflokkar vilja fjölga og flýta virkjunum og einfalda regluverk og á þann vagn eru nú Samfylkingin og Viðreisn líka komin eins og skýrt kom fram á fundinum í gær. Miðað við málflutning flestra framboða má ætla að áður óþekktur hraði verði í virkjanaframkvæmdum næstu árin. Formaður Samfylkingarinnar hefur til dæmis talað um 25% aukna orkuöflun á næstu 10 árum, að einfalda þurfi ferla fyrir virkjanir svo hægt sé að klára þær hratt og örugglega, og að stefnubreytingin byggi á samráði við orkufyrirtækin í landinu. Var þá ekkert samráð haft við náttúruverndarhreyfinguna? Það hringja alltaf viðvörunarbjöllur hjá mér þegar á að fara að einfalda ferla til að flýta fyrir virkjunum, þó svo að sagt sé að ekki eigi að gefa afslátt af umhverfismati, náttúruvernd eða aðkomu umhverfisverndarsamtaka. Þetta er ekki ný mantra. Hún hefur oft heyrst frá hagsmunaöflum og stjórnmálaflokkum sem aldrei hafa verið kennd við náttúruvernd. Það er allavega alveg ljóst að nú þegar flestir flokkar hafa stokkið á virkjanavagninn þá hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir náttúruverndarsinna á Alþingi. Við Vinstri græn mælumst lágt í könnunum um þessar mundir og við áttum okkur á því að við þurfum að vinna okkur inn traust kjósenda. Sérstaða okkar hefur alltaf verið sterk áhersla á náttúruvernd. Þetta sést meðal annars á fjölda friðlýsinga og áherslu á loftslagsmál þegar við höfum setið í umhverfisráðuneytinu. Núna þegar flokkar, sem maður er annars yfirleitt meira sammála en minna, fjarlægjast náttúruverndina, þá fer maður að hafa virkilegar áhyggjur af framhaldinu. Áhyggjur af því að ef VG dettur út af þingi þá verði fáir eða engir náttúruverndarsinnar á Alþingi til að tala máli náttúrunnar. Það væri mikil afturför og bakslag fyrir náttúruvernd í landinu, ekki síst þegar ofan á bætist að aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki raðað náttúruverndarsinnum ofarlega á lista sína, því miður. Hættan er sú að ef að viðnámið hverfur á Alþingi þá muni stóriðju- og virkjanasinnar sæta lagi. Á framboðslistum Vinstri grænna má finna frambjóðendur sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu af umhverfis- og náttúruvernd, ekki síst fólk í efstu sætum. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnu okkar. Náttúran þarf að eiga öflugt talsfólk á þingi með þekkingu og reynslu. Fólk sem mun leggja sig fram um að vernda víðerni og villta náttúru og standa gegn taumlausri ásókn gróða- og virkjanaaðila. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Umhverfismál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga. Fleiri og fleiri stjórnmálaflokkar vilja fjölga og flýta virkjunum og einfalda regluverk og á þann vagn eru nú Samfylkingin og Viðreisn líka komin eins og skýrt kom fram á fundinum í gær. Miðað við málflutning flestra framboða má ætla að áður óþekktur hraði verði í virkjanaframkvæmdum næstu árin. Formaður Samfylkingarinnar hefur til dæmis talað um 25% aukna orkuöflun á næstu 10 árum, að einfalda þurfi ferla fyrir virkjanir svo hægt sé að klára þær hratt og örugglega, og að stefnubreytingin byggi á samráði við orkufyrirtækin í landinu. Var þá ekkert samráð haft við náttúruverndarhreyfinguna? Það hringja alltaf viðvörunarbjöllur hjá mér þegar á að fara að einfalda ferla til að flýta fyrir virkjunum, þó svo að sagt sé að ekki eigi að gefa afslátt af umhverfismati, náttúruvernd eða aðkomu umhverfisverndarsamtaka. Þetta er ekki ný mantra. Hún hefur oft heyrst frá hagsmunaöflum og stjórnmálaflokkum sem aldrei hafa verið kennd við náttúruvernd. Það er allavega alveg ljóst að nú þegar flestir flokkar hafa stokkið á virkjanavagninn þá hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir náttúruverndarsinna á Alþingi. Við Vinstri græn mælumst lágt í könnunum um þessar mundir og við áttum okkur á því að við þurfum að vinna okkur inn traust kjósenda. Sérstaða okkar hefur alltaf verið sterk áhersla á náttúruvernd. Þetta sést meðal annars á fjölda friðlýsinga og áherslu á loftslagsmál þegar við höfum setið í umhverfisráðuneytinu. Núna þegar flokkar, sem maður er annars yfirleitt meira sammála en minna, fjarlægjast náttúruverndina, þá fer maður að hafa virkilegar áhyggjur af framhaldinu. Áhyggjur af því að ef VG dettur út af þingi þá verði fáir eða engir náttúruverndarsinnar á Alþingi til að tala máli náttúrunnar. Það væri mikil afturför og bakslag fyrir náttúruvernd í landinu, ekki síst þegar ofan á bætist að aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki raðað náttúruverndarsinnum ofarlega á lista sína, því miður. Hættan er sú að ef að viðnámið hverfur á Alþingi þá muni stóriðju- og virkjanasinnar sæta lagi. Á framboðslistum Vinstri grænna má finna frambjóðendur sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu af umhverfis- og náttúruvernd, ekki síst fólk í efstu sætum. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnu okkar. Náttúran þarf að eiga öflugt talsfólk á þingi með þekkingu og reynslu. Fólk sem mun leggja sig fram um að vernda víðerni og villta náttúru og standa gegn taumlausri ásókn gróða- og virkjanaaðila. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun