Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2024 23:55 Fyrsta flugtakið í Hamborg í dag. Icelandair/Airbus Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. „Vélinni var flogið í prufuflugi í Hamborg í dag og við hlökkum til að taka á móti henni á Íslandi innan skamms. Koma vélarinnar markar upphaf nýs tímabils í sögu Icelandair,“ segir á facebook-síðu félagsins í kvöld. Hjólin sett upp í fyrsta sinn á flugi.Icelandair/Airbus Stefnt er að því að flugvélin verði afhent Icelandair mánudaginn 2. desember næstkomandi við athöfn í Hamborg. Henni verður síðan flogið til Íslands daginn eftir og áformað að hún lendi á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag þriðjudaginn 3. desember. Airbus-þotan lent að loknu fyrsta reynsluflugi.Icelandair/Airbus Airbus-þotan verður á þýsku skrásetningarnúmeri, D-AZXZ, meðan flugprófanir standa yfir. Þegar forráðamenn Icelandair taka við henni fær hún íslensku skrásetninguna TF-IAA. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í Boeing 757 200-þotum Icelandair. Flugvélin tekur flugið í dag.Icelandair/Airbus Icelandair á von á fjórum Airbus-þotum í flotann fyrir næsta sumar. Félagið leigir þessar þotur þar til það fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Þotunni ekið frá verksmiðju Airbus í átt að flugbrautinni í dag.Icelandair/Airbus Þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna, hefur staðið yfir undanfarna mánuði hjá Icelandair. Stefnt er að því þotan fari í sitt fyrsta áætlunarflug þann 10. desember. Gert er ráð fyrir að það verði til Stokkhólms í Svíþjóð. Í flugtaksklifri.Icelandair/Airbus Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. 10. september 2024 20:55 Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
„Vélinni var flogið í prufuflugi í Hamborg í dag og við hlökkum til að taka á móti henni á Íslandi innan skamms. Koma vélarinnar markar upphaf nýs tímabils í sögu Icelandair,“ segir á facebook-síðu félagsins í kvöld. Hjólin sett upp í fyrsta sinn á flugi.Icelandair/Airbus Stefnt er að því að flugvélin verði afhent Icelandair mánudaginn 2. desember næstkomandi við athöfn í Hamborg. Henni verður síðan flogið til Íslands daginn eftir og áformað að hún lendi á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag þriðjudaginn 3. desember. Airbus-þotan lent að loknu fyrsta reynsluflugi.Icelandair/Airbus Airbus-þotan verður á þýsku skrásetningarnúmeri, D-AZXZ, meðan flugprófanir standa yfir. Þegar forráðamenn Icelandair taka við henni fær hún íslensku skrásetninguna TF-IAA. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í Boeing 757 200-þotum Icelandair. Flugvélin tekur flugið í dag.Icelandair/Airbus Icelandair á von á fjórum Airbus-þotum í flotann fyrir næsta sumar. Félagið leigir þessar þotur þar til það fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Þotunni ekið frá verksmiðju Airbus í átt að flugbrautinni í dag.Icelandair/Airbus Þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna, hefur staðið yfir undanfarna mánuði hjá Icelandair. Stefnt er að því þotan fari í sitt fyrsta áætlunarflug þann 10. desember. Gert er ráð fyrir að það verði til Stokkhólms í Svíþjóð. Í flugtaksklifri.Icelandair/Airbus
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. 10. september 2024 20:55 Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37
Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. 10. september 2024 20:55
Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21