Hraun náð Njarðvíkuræð Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. nóvember 2024 09:04 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir unnið að því að hleypa starfsmönnum fyrirtækja inn í bæinn. Vísir/Einar „Nú fylgjumst við bara í raun og veru með rennsli hraunsins; hraunið hefur náð þessari veitulínu, Njarðvíkurlínunni,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um stöðu mála við Grindavík. „Hún á að vera ágætlega varin, þannig að við verðum bara að vona að hún gefi sig ekki,“ bætir hann við. Úlfar var til viðtals við fréttastofu rétt í þessu og var meðal annars spurður út í rýminguna í nótt. „Við erum að sjálfsögðu orðin dálítið vön þessum aðgerðum þannig að aðgerð okkar í gærkvöldi gekk vel. Aðdragandinn að þessu gosi var ekki langur; það var hringt í mig rétt fyrir ellefu og einhverjum sautján mínútum síðar þá hefst gosið. En rýmingin í Grindavík gekk vel, það var svo sem enginn asi á mönnum. Hættan var ekki alveg ofan í bænum.“ Úlfar segir rýminguna í Svartsengi sömuleiðis hafa gengið vel. Lokunarpóstar séu á Grindavíkurvegi, þar sem hraun hefur þegar flætt yfir. „Grindavíkurvegur er úr leik,“ segir Úlfar. „Hraun hefur runnið yfir veginn þannig að það er ekki hægt að aka frá Reykjanesbraut inn í Grindavík og Grindavíkurveg. Þannig að við erum með lokunarpósta á Grindavíkurvegi upp við Reykjanesbraut. Síðan er lokunarpóstur á Suðurstrandarvegi við Fagradalsfjall, eða á bílastæði sem við köllum T1. Og eins er lokunarpóstur við golfvöllinn, fyrir utan Grindavík.“ Spurður um aðgengi íbúa í dag segir Úlfar að verið sé að hleypa starfsmönnum fyrirtækja inn í bæinn í augnablikinu og þá eigi blaðamenn þess kost að fara inn fyrir lokunarpósta, eins og samið hafi verið um. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
„Hún á að vera ágætlega varin, þannig að við verðum bara að vona að hún gefi sig ekki,“ bætir hann við. Úlfar var til viðtals við fréttastofu rétt í þessu og var meðal annars spurður út í rýminguna í nótt. „Við erum að sjálfsögðu orðin dálítið vön þessum aðgerðum þannig að aðgerð okkar í gærkvöldi gekk vel. Aðdragandinn að þessu gosi var ekki langur; það var hringt í mig rétt fyrir ellefu og einhverjum sautján mínútum síðar þá hefst gosið. En rýmingin í Grindavík gekk vel, það var svo sem enginn asi á mönnum. Hættan var ekki alveg ofan í bænum.“ Úlfar segir rýminguna í Svartsengi sömuleiðis hafa gengið vel. Lokunarpóstar séu á Grindavíkurvegi, þar sem hraun hefur þegar flætt yfir. „Grindavíkurvegur er úr leik,“ segir Úlfar. „Hraun hefur runnið yfir veginn þannig að það er ekki hægt að aka frá Reykjanesbraut inn í Grindavík og Grindavíkurveg. Þannig að við erum með lokunarpósta á Grindavíkurvegi upp við Reykjanesbraut. Síðan er lokunarpóstur á Suðurstrandarvegi við Fagradalsfjall, eða á bílastæði sem við köllum T1. Og eins er lokunarpóstur við golfvöllinn, fyrir utan Grindavík.“ Spurður um aðgengi íbúa í dag segir Úlfar að verið sé að hleypa starfsmönnum fyrirtækja inn í bæinn í augnablikinu og þá eigi blaðamenn þess kost að fara inn fyrir lokunarpósta, eins og samið hafi verið um.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira