Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2024 11:01 Ralf Schumacher starfar sem álitsgjafi um Formúlu 1 fyrir Sky í Þýskalandi. getty/Vince Mignott Sergio Pérez, ökumaður Red Bull, hefur gagnrýnt hómófóbísk ummæli föður síns um Ralf Schumacher. Ökuþórinn fyrrverandi kom út úr skápnum fyrr á þessu ári. Antonio Pérez Garibay, faðir Pérez, lét niðrandi ummæli um kynhneigð Schumacher falla í hlaðvarpi. Hann var þá að svara ummælum Schumacher um að Pérez myndi missa sæti sitt hjá Red Bull. „Fyrir það fyrsta er ég ekki sammála neinu sem hann sagði,“ sagði Pérez við Sky Sports, aðspurður um ummæli pabbans. „Ég held að hann hafi gert mistök í þessu tilfelli. Ég deili ekki skoðun hans að neinu leyti en á sama tíma stjórna ég ekki því sem pabbi minn segir. Ég stjórna bara því sem ég segi. Það er mikilvægt fyrir íþróttina að það sem gerist á brautinni verði alltaf eftir á brautinni. Þannig sé ég þetta og við ættum alltaf að setja gott fordæmi.“ Fyrr á þessu ári greindi Schumacher frá því að hann væri í sambandi með manni. Hann var áður giftur Coru Brinkmann í fjórtán ár. Saman eiga þau soninn David sem er einnig ökumaður eins og pabbinn og föðurbróðurinn, Michael. Ralf Schumacher tók þátt í 180 keppnum í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 og vann sex. Í færslu á Instagram sagðist Ralf Schumacher ekki vera reiður út í pabba Pérez. Þá sagði hann ennfremur að hann myndi einnig standa við bakið á syni sínum eins og pabbi Pérez gerði þótt hann myndi beita annarri aðferð við það. Akstursíþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Antonio Pérez Garibay, faðir Pérez, lét niðrandi ummæli um kynhneigð Schumacher falla í hlaðvarpi. Hann var þá að svara ummælum Schumacher um að Pérez myndi missa sæti sitt hjá Red Bull. „Fyrir það fyrsta er ég ekki sammála neinu sem hann sagði,“ sagði Pérez við Sky Sports, aðspurður um ummæli pabbans. „Ég held að hann hafi gert mistök í þessu tilfelli. Ég deili ekki skoðun hans að neinu leyti en á sama tíma stjórna ég ekki því sem pabbi minn segir. Ég stjórna bara því sem ég segi. Það er mikilvægt fyrir íþróttina að það sem gerist á brautinni verði alltaf eftir á brautinni. Þannig sé ég þetta og við ættum alltaf að setja gott fordæmi.“ Fyrr á þessu ári greindi Schumacher frá því að hann væri í sambandi með manni. Hann var áður giftur Coru Brinkmann í fjórtán ár. Saman eiga þau soninn David sem er einnig ökumaður eins og pabbinn og föðurbróðurinn, Michael. Ralf Schumacher tók þátt í 180 keppnum í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 og vann sex. Í færslu á Instagram sagðist Ralf Schumacher ekki vera reiður út í pabba Pérez. Þá sagði hann ennfremur að hann myndi einnig standa við bakið á syni sínum eins og pabbi Pérez gerði þótt hann myndi beita annarri aðferð við það.
Akstursíþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira