Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2024 16:39 Frá vettvangi slyssins á mótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í nóvember 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Kristni Eiðssyni og sviptingu á ökuréttindum til hálfs árs vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Kristinn ók strætisvagni suðvestur Skeiðarvog og beygði til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi kona gengið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætisvagninn hafnað á henni. Konan féll til jarðar, hafnaði undir dekki vagnsins og lést nær samstundis. Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Á henni mátti sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygði í átt að henni. Þrátt fyrir það hefði bílstjórinn ekið óhikað að konunni. Hún sæist á upptöku lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum en án árangurs. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæður hefðu orðið þess valdandi að hann hefði ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæður átt að gefa tilefni til aksturs með aukinni aðgát. Landsréttur sagði ekkert nýtt hafa komið fram við málsmeðferðina sem kallaði á endurskoðun á niðurstöðuna í héraði. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Héraðsdómur dæmdi þeim hvoru tvær milljónir króna en Landsréttur lækkaði bæturnar í 350 þúsund krónur. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér. Dómsmál Strætó Samgönguslys Reykjavík Banaslys við Gnoðarvog Tengdar fréttir Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. 3. janúar 2024 18:02 Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. 18. desember 2022 07:01 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Kristinn ók strætisvagni suðvestur Skeiðarvog og beygði til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi kona gengið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætisvagninn hafnað á henni. Konan féll til jarðar, hafnaði undir dekki vagnsins og lést nær samstundis. Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Á henni mátti sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygði í átt að henni. Þrátt fyrir það hefði bílstjórinn ekið óhikað að konunni. Hún sæist á upptöku lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum en án árangurs. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæður hefðu orðið þess valdandi að hann hefði ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæður átt að gefa tilefni til aksturs með aukinni aðgát. Landsréttur sagði ekkert nýtt hafa komið fram við málsmeðferðina sem kallaði á endurskoðun á niðurstöðuna í héraði. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Héraðsdómur dæmdi þeim hvoru tvær milljónir króna en Landsréttur lækkaði bæturnar í 350 þúsund krónur. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér.
Dómsmál Strætó Samgönguslys Reykjavík Banaslys við Gnoðarvog Tengdar fréttir Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. 3. janúar 2024 18:02 Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. 18. desember 2022 07:01 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. 3. janúar 2024 18:02
Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. 18. desember 2022 07:01