Gaetz greinir frá þessu í færslu á X. Þar segir hann að þrátt fyrir að hafa fundið fyrir miklum meðbyr hafi mál hans reynst truflun í yfirstandandi stjórnarskiptum. Þar af leiðandi gefi hann ekki kost á sér til embættisins þrátt fyrir að Trump hafi tilkynnt að hann ætlaði að tilnefna hann í embætti dómsmálaráðherra.
I had excellent meetings with Senators yesterday. I appreciate their thoughtful feedback - and the incredible support of so many. While the momentum was strong, it is clear that my confirmation was unfairly becoming a distraction to the critical work of the Trump/Vance…
— Matt Gaetz (@mattgaetz) November 21, 2024
Gaetz sætti rannsókn bæði af hálfu ákæruvaldsins og siðanefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins vegna ásakana um ýmis brot, meðal annars að hafa haft samfarir við barn undir lögaldri.
Sjá einnig: Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka
Gaetz fundaði með öldungadeildarþingmönnum í gær í von um að fá stuðning þeirra til að taka við tilnefningu Trump þrátt fyrir allt saman. Í færslunni á X segir Gaetz fundinn hafa gengið prýðilega og þrátt fyrir allt notuð stuðnings margra þingmanna öldungadeildarinnar.