Innlent

Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar

Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Hraunið stefndi í gær að Bláa lóninu en vonir standa til að varnargarðar haldi.
Hraunið stefndi í gær að Bláa lóninu en vonir standa til að varnargarðar haldi. Vísir/Vilhelm

„Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. 

„Litlar breytingar frá því í gær,“ bætir hann við.

„Hraunið rennur aðallega til vesturs, framhjá Bláa lóninu,“ segir Böðvar en það sé ekki að sjá á myndavélum eins og er að innviðir séu í hættu vegna hraunstreymisins. 

Hann segir enga sérstaka skjálftavirkni í gangi og hvað varðar gosmengun þá sé spáð norðaustanátt og mengun muni þannig blása yfir Grindavík og út á sjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×