Lífið

Lúxusíbúð við Heið­mörk með stór­brotnu út­sýni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Íbúðin er rúmgóð og björt með fallegu útsýni.
Íbúðin er rúmgóð og björt með fallegu útsýni.

Við Kinngargötu í Urriðaholti er að finna fallega fjögurra herbergja íbúð á annarri hæð í húsi sem var byggt árið 2023. Eignin er 154 fermetrar að stærð og einkennist af miklum munaði. Ásett verð er 159,9 milljónir.

Mikill glæsibragur er yfir eigninni sem hefur verið innréttuð á smekklegan og hlýlegan máta þar sem dökkur viður og mínímalískur stíll er í forgrunni.

Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með aukinni lofthæð. Þaðan er útgengt á 20 fermetra suðvestur svalir með útsýni út í Heiðmörk, að Snæfellsjökli og víðar.

Í eldhúsinu má sjá fallega súkkulaðibrúna viðarinnréttingu með góðu skápaplássi. Fyrir miðju er vegleg eyja klædd gráæðóttum Quartzite náttúrustein sem gefur heildarmynd rýmisins mikinn karakter. 

Á gólfum er burstað og lakkað Chevron parket í síldarbeinamynstri. Samtals eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þar af er rúmgóð hjónasvítan er með sér fataherbergi og útgengi á 70 fermetra verönd til suðurs með heitum potti.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.