Innlent

Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér

Samúel Karl Ólason skrifar
Þýfið sem fannt í fórum mannsins er metið á milljónir króna.
Þýfið sem fannt í fórum mannsins er metið á milljónir króna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Maður sem grunaður er um umfangsmikil rán og þjófnað á höfuðborgarsvæðinu var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Er það eftir að nokkur hundruð kíló af kjötvörum, fatnaði, raftækjum og öðru fannst á heimili hans.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að verðmæti þýfisins sé metið á milljónir króna. Farið var fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á innbrotum og þjófnaði og var það samþykkt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Maðurinn er á fimmtugsaldri og segir lögreglan að mikið af þýfi hans hafi fundist heima hjá honum.

Nú er unnið að því að koma þýfinu í réttar hendur og segir lögreglan að það muni taka einhvern tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×