Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2024 21:32 Eva Heiða segir Sigurð Inga mögulega í hættu a að ná ekki inn á þing. Stöð 2 Samfylkingin og Viðreisn gætu myndað ríkisstjórn með einum eða tveimur flokkum í viðbót miðað við nýjustu könnun Maskínu. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar gæti verið í hættu á að ná ekki inn og fjölgun flokka á mörkum þess að ná inn þingmanni gæti boðið upp á strategíska kosningu. Samfylkingin bætir við sig þremur prósentum milli vikna í nýjustu könnun Maskínu og mælist nú með 22,7 prósenta fylgi. Eftir að hafa verið á niðurleið síðan í maí bætir flokkurinn í fyrsta sinn við sig milli kannana. Viðreisn er enn á uppleið og bætir við sig einu prósentustigi. Enn er marktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki, sem bætir þó við sig og er nú í 14,6 prósentum. Litlar eða engar breytingar eru á fylgi Miðflokks, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Lýðræðisflokks. Framsókn missir nokkuð fylgi, fer úr 7,3 í 5,9 prósent og Píratar detta út af þingi. Eftir stórt stökk í síðustu viku tapa Sósíalistar rúmu prósentustigi. Samkvæmt þessu myndi Samfylking fá 16 þingsæti, Viðreisn 15, Sjálfstæðisflokkurinn tíu, Miðflokkurinn níu, Flokkur fólksins sex, Framsóknarflokkurinn fjóra og Sósíalistar þrjá. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Samfylkinguna hafa verið í kringum 20 prósent í margar vikur. Fall síðustu viku gæti tengst máli Þórðar Snæs en gæti líka ekki tengst því. Hún segir Framsókn líklega ekki í hættu. Sögulega hafi flokkurinn verið vanmetinn í skoðanakönnunum og hafi fengið meira út úr kosningum. Þegar litið sé á skiptingu atkvæða eftir kjördæmum sé þó áhugavert að formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, gæti verið í hættu að ná ekki inn á þing. Sigurður Ingi í mögulegri hættu Samkvæmt könnun Maskínu er Framsóknarflokkurinn með mest fylgi á Norðurlandi, eða 11,7 prósent, en minnst í Reykjavík, eða 3,5 prósent. Á Suðurlandi, í kjördæmi Sigurðar Inga, mælist flokkurinn í nýjustu könnuninni með 9,4 prósent. Með í þeim tölum er líka fylgi flokksins á Reykjanesi. Píratar detta út af þingi samkvæmt könnuninni og Eva Heiða segir þeirra fylgi ekki haggast. Samkvæmt könnun Maskínu er flokkurinn með 4,3 prósenta fylgi. Mest er fylgið í Reykjavík en er þó aðeins um 6 prósent og 5,7 prósent í nágrannasveitarfélögum. Utan höfuðborgarsvæðisins mælast Píratar með 0,6-2,7 prósenta fylgi. „Þeir hafa yfirleitt verið ofmetnir í könnunum og ef maður á að byggja á því verður maður að segja að þeir séu í mikilli fallhættu,“ segir Eva Heiða. Fleiri flokkar séu á mörkunum, eins og Sósíalistaflokkurinn og Vinstri græn. Sá síðarnefndi er í heildina með 3,1 prósenta fylgi. Ef litið er til kjördæma ná þau aðeins í einu að vera yfir fimm prósentum og það er á Norðurlandi þar sem flokkurinn mælist með 6,9 prósenta fylgi. Eva Heiða segir flokkinn ekki hafa verið van- eða ofmetinn hingað til. Hún verði líklega að „éta hattinn sinn“ varðandi fyrri fullyrðingar um að flokkurinn eigi fylgi inni. Fylgið hafi ekki haggast síðustu vikur og geri það líklega ekki. Flokkurinn gæti náð inn kjördæmakjörnum fulltrúa á þing. Sósíalistaflokkurinn mælist með mest fylgi í Reykjavík, eða 8,2 prósent, og svo um fimm prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og á Austurlandi. Gætu kosið strategískt Eva Heiða segir að það hafi verið talað um það hingað til að Íslendingar kjósi ekki taktískt í alþingiskosningum. Það gæti þó verið að breytast samhliða því að flokkunum sé að fjölga. „Því fleiri flokkar sem eru á mörkunum þá getur það ýtt undir strategíska kosningu, það er að segja, ef fólk vill kjósa einhvern sem á möguleika á að fara á þing.“ Hvað varðar næstu ríkisstjórn segir Eva Heiða að miðað við þessar niðurstöður væri auðveldast fyrir Samfylkingu, Viðreisn og Sjálfstæðisflokk að mynda sterka ríkisstjórn en það gæti líka verið fjögurra flokka stjórn. Samfylkingin og Viðreisn geti líklega myndað ríkisstjórn saman en þurfi með sér einn eða tvo flokka. Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. 21. nóvember 2024 19:33 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá strax að loknum fréttum og Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.Hann hefur lengst af farið fyrir kosningarannsóknum á Íslandi sem hófust árið 1983 og standa enn. Hann segir rannsóknir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn taki helst atkvæði frá hvor öðrum. 21. nóvember 2024 16:08 „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. 21. nóvember 2024 14:11 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Samfylkingin bætir við sig þremur prósentum milli vikna í nýjustu könnun Maskínu og mælist nú með 22,7 prósenta fylgi. Eftir að hafa verið á niðurleið síðan í maí bætir flokkurinn í fyrsta sinn við sig milli kannana. Viðreisn er enn á uppleið og bætir við sig einu prósentustigi. Enn er marktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki, sem bætir þó við sig og er nú í 14,6 prósentum. Litlar eða engar breytingar eru á fylgi Miðflokks, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Lýðræðisflokks. Framsókn missir nokkuð fylgi, fer úr 7,3 í 5,9 prósent og Píratar detta út af þingi. Eftir stórt stökk í síðustu viku tapa Sósíalistar rúmu prósentustigi. Samkvæmt þessu myndi Samfylking fá 16 þingsæti, Viðreisn 15, Sjálfstæðisflokkurinn tíu, Miðflokkurinn níu, Flokkur fólksins sex, Framsóknarflokkurinn fjóra og Sósíalistar þrjá. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Samfylkinguna hafa verið í kringum 20 prósent í margar vikur. Fall síðustu viku gæti tengst máli Þórðar Snæs en gæti líka ekki tengst því. Hún segir Framsókn líklega ekki í hættu. Sögulega hafi flokkurinn verið vanmetinn í skoðanakönnunum og hafi fengið meira út úr kosningum. Þegar litið sé á skiptingu atkvæða eftir kjördæmum sé þó áhugavert að formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, gæti verið í hættu að ná ekki inn á þing. Sigurður Ingi í mögulegri hættu Samkvæmt könnun Maskínu er Framsóknarflokkurinn með mest fylgi á Norðurlandi, eða 11,7 prósent, en minnst í Reykjavík, eða 3,5 prósent. Á Suðurlandi, í kjördæmi Sigurðar Inga, mælist flokkurinn í nýjustu könnuninni með 9,4 prósent. Með í þeim tölum er líka fylgi flokksins á Reykjanesi. Píratar detta út af þingi samkvæmt könnuninni og Eva Heiða segir þeirra fylgi ekki haggast. Samkvæmt könnun Maskínu er flokkurinn með 4,3 prósenta fylgi. Mest er fylgið í Reykjavík en er þó aðeins um 6 prósent og 5,7 prósent í nágrannasveitarfélögum. Utan höfuðborgarsvæðisins mælast Píratar með 0,6-2,7 prósenta fylgi. „Þeir hafa yfirleitt verið ofmetnir í könnunum og ef maður á að byggja á því verður maður að segja að þeir séu í mikilli fallhættu,“ segir Eva Heiða. Fleiri flokkar séu á mörkunum, eins og Sósíalistaflokkurinn og Vinstri græn. Sá síðarnefndi er í heildina með 3,1 prósenta fylgi. Ef litið er til kjördæma ná þau aðeins í einu að vera yfir fimm prósentum og það er á Norðurlandi þar sem flokkurinn mælist með 6,9 prósenta fylgi. Eva Heiða segir flokkinn ekki hafa verið van- eða ofmetinn hingað til. Hún verði líklega að „éta hattinn sinn“ varðandi fyrri fullyrðingar um að flokkurinn eigi fylgi inni. Fylgið hafi ekki haggast síðustu vikur og geri það líklega ekki. Flokkurinn gæti náð inn kjördæmakjörnum fulltrúa á þing. Sósíalistaflokkurinn mælist með mest fylgi í Reykjavík, eða 8,2 prósent, og svo um fimm prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og á Austurlandi. Gætu kosið strategískt Eva Heiða segir að það hafi verið talað um það hingað til að Íslendingar kjósi ekki taktískt í alþingiskosningum. Það gæti þó verið að breytast samhliða því að flokkunum sé að fjölga. „Því fleiri flokkar sem eru á mörkunum þá getur það ýtt undir strategíska kosningu, það er að segja, ef fólk vill kjósa einhvern sem á möguleika á að fara á þing.“ Hvað varðar næstu ríkisstjórn segir Eva Heiða að miðað við þessar niðurstöður væri auðveldast fyrir Samfylkingu, Viðreisn og Sjálfstæðisflokk að mynda sterka ríkisstjórn en það gæti líka verið fjögurra flokka stjórn. Samfylkingin og Viðreisn geti líklega myndað ríkisstjórn saman en þurfi með sér einn eða tvo flokka.
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. 21. nóvember 2024 19:33 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá strax að loknum fréttum og Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.Hann hefur lengst af farið fyrir kosningarannsóknum á Íslandi sem hófust árið 1983 og standa enn. Hann segir rannsóknir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn taki helst atkvæði frá hvor öðrum. 21. nóvember 2024 16:08 „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. 21. nóvember 2024 14:11 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Fólki er frekar misboðið“ Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. 21. nóvember 2024 19:33
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá strax að loknum fréttum og Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.Hann hefur lengst af farið fyrir kosningarannsóknum á Íslandi sem hófust árið 1983 og standa enn. Hann segir rannsóknir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn taki helst atkvæði frá hvor öðrum. 21. nóvember 2024 16:08
„Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. 21. nóvember 2024 14:11