Jay Leno illa leikinn og með lepp Jón Þór Stefánsson skrifar 22. nóvember 2024 15:02 Jay Leno féll niður hlíð í Pittsburgh Inside Edition Bandaríski grínistinn og spjallþáttakóngurinn Jay Leno gengur um nú um með lepp. Hann er blár og marinn í framan, handleggsbrotinn og krambúleraður víðs vegar um líkamann. Leno segist hafa hlotið áverkana þegar hann féll niður hlíð. Leno, sem er 74 ára gamall, var í Pittsburgh í Pennsylvaníu. Hann segist hafa ætlað fótgangandi á veitingastað í nágreni við gististað sinna sem hafi verið í um það bil tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð. Vegna þessarar fjarlægðar hafi hann ákveðið að stytta sér leið og ganga niður hlíðina. „Tjah, þessi brekka virðist ekki svo brött. Kannski ég fari bara … Púff!“ sagði Leno við Inside Edition. „Ég rakst í fullt af steinum. Ég féll sextíu fet.“ Þrátt fyrir þetta hélt Leno uppistand örfáum klukkustundum seinna og aftur kvöldið eftir. Jay Leno er þekktastur fyrir að stýra spjallþættinum The Tonight Show frá 1992 til 2014, með stuttu hléi frá 2009 til 2010. Á síðustu árum hefur hann lent í ýmsu óheppilegu. Í nóvember 2022 var greint frá því að Leno hefði hlotið þriðja stigs bruna í andliti þegar hann var að gera við fornbíl og fékk eldsneyti framan í sig, síðan kom neisti í eldsneytið og kviknaði í. Í janúar 2023 lenti Leno í mótorhjólaslysi þar sem hann braut viðbein, tvö rifbein og báðar hnéskeljar. Daily Mail segir að í kjölfar þessara nýjustu hrakfalla Leno hafi farið af stað samsæriskenningar um að spjallþáttakóngurinn sé í djúpri skuld, og að áverkarnir séu ekki til komnir vegna slysa, heldur sé hann fórnarlamb óprúttina aðila. Hollywood Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Leno, sem er 74 ára gamall, var í Pittsburgh í Pennsylvaníu. Hann segist hafa ætlað fótgangandi á veitingastað í nágreni við gististað sinna sem hafi verið í um það bil tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð. Vegna þessarar fjarlægðar hafi hann ákveðið að stytta sér leið og ganga niður hlíðina. „Tjah, þessi brekka virðist ekki svo brött. Kannski ég fari bara … Púff!“ sagði Leno við Inside Edition. „Ég rakst í fullt af steinum. Ég féll sextíu fet.“ Þrátt fyrir þetta hélt Leno uppistand örfáum klukkustundum seinna og aftur kvöldið eftir. Jay Leno er þekktastur fyrir að stýra spjallþættinum The Tonight Show frá 1992 til 2014, með stuttu hléi frá 2009 til 2010. Á síðustu árum hefur hann lent í ýmsu óheppilegu. Í nóvember 2022 var greint frá því að Leno hefði hlotið þriðja stigs bruna í andliti þegar hann var að gera við fornbíl og fékk eldsneyti framan í sig, síðan kom neisti í eldsneytið og kviknaði í. Í janúar 2023 lenti Leno í mótorhjólaslysi þar sem hann braut viðbein, tvö rifbein og báðar hnéskeljar. Daily Mail segir að í kjölfar þessara nýjustu hrakfalla Leno hafi farið af stað samsæriskenningar um að spjallþáttakóngurinn sé í djúpri skuld, og að áverkarnir séu ekki til komnir vegna slysa, heldur sé hann fórnarlamb óprúttina aðila.
Hollywood Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira