Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Lovísa Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2024 15:39 Enn flæðir hraun úr eldgosinu. Vísir/Vilhelm Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er enn nokkuð mikil. Nú er virkni í þremur gígum en á sama tíma hefur nokkuð hægt á framrás hrauntungu við Svartsengi. Í nýrri uppfærslu Veðurstofunnar segir að frá því í gær hafi þrjú svæði verið virk á gossprungunni á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Virknin í þeim hefur verið nokkuð stöðug frá því í nótt en mesta virknin samkvæmt tilkynningunni er í gígnum sem er í miðjunni. Þá segir að litlar breytingar hafi mælst á gosóróa sem samræmist því að stöðug virkni sé í eldgosinu. Hraunrennslið sé þannig aðallega í vestur og renni frá gígnum í miðjunni. Hraun frá syðri og nyrðri hluta gossprungunnar rennur að mestu leyti til austurs og ógnar engum innviðum þar. Dregið úr hraunrennsli Þá kemur fram í tilkynningunni að töluvert hafi hægt á framrás hraunsins norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hrauntungan hafi þar mætt fyrirstöðu í landslaginu og dreifi því úr sér til norðurs frá varnargörðunum og þykknar. „Miðað við upphafsfasa eldgossins hefur dregið mikið úr hraunrennsli frá gossprungunni en þó er enn töluvert flæði frá virku gígunum, sérstaklega til vesturs,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að land haldi áfram að síga í Svartsengi sem sé í samræmi við það að talsvert flæði sé enn í gosinu. Á fyrstu klukkustundum gossins flæddu um tíu milljón rúmmetrar af kviku úr kvikuhólfinu sem er um helmingur af því rúmmáli sem hafði safnast í hólfið síðan í síðasta eldgosi. Búast má við því að land haldi áfram að síga á meðan flæðið í eldgosinu helst hátt. Uppfært hættumat Þá hefur hættumat á svæðinu verið uppfært og gildir til mánudags. Helsta breytingin er sú að heildarhætta á svæði 4, Grindavík, er nú metin töluverð. Gasdreifingarspá í dag er norðaustlæg átt og á morgun berst gasmengun til suðvesturs í átt að Grindavík og Svartsengi. Ekki er búist við gróðureldum. Hægt er að fylgjast með gasdreifingarspá á vef okkar. Einnig er hægt að fylgjast með loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59 Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09 Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. 21. nóvember 2024 19:14 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Virknin í þeim hefur verið nokkuð stöðug frá því í nótt en mesta virknin samkvæmt tilkynningunni er í gígnum sem er í miðjunni. Þá segir að litlar breytingar hafi mælst á gosóróa sem samræmist því að stöðug virkni sé í eldgosinu. Hraunrennslið sé þannig aðallega í vestur og renni frá gígnum í miðjunni. Hraun frá syðri og nyrðri hluta gossprungunnar rennur að mestu leyti til austurs og ógnar engum innviðum þar. Dregið úr hraunrennsli Þá kemur fram í tilkynningunni að töluvert hafi hægt á framrás hraunsins norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hrauntungan hafi þar mætt fyrirstöðu í landslaginu og dreifi því úr sér til norðurs frá varnargörðunum og þykknar. „Miðað við upphafsfasa eldgossins hefur dregið mikið úr hraunrennsli frá gossprungunni en þó er enn töluvert flæði frá virku gígunum, sérstaklega til vesturs,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að land haldi áfram að síga í Svartsengi sem sé í samræmi við það að talsvert flæði sé enn í gosinu. Á fyrstu klukkustundum gossins flæddu um tíu milljón rúmmetrar af kviku úr kvikuhólfinu sem er um helmingur af því rúmmáli sem hafði safnast í hólfið síðan í síðasta eldgosi. Búast má við því að land haldi áfram að síga á meðan flæðið í eldgosinu helst hátt. Uppfært hættumat Þá hefur hættumat á svæðinu verið uppfært og gildir til mánudags. Helsta breytingin er sú að heildarhætta á svæði 4, Grindavík, er nú metin töluverð. Gasdreifingarspá í dag er norðaustlæg átt og á morgun berst gasmengun til suðvesturs í átt að Grindavík og Svartsengi. Ekki er búist við gróðureldum. Hægt er að fylgjast með gasdreifingarspá á vef okkar. Einnig er hægt að fylgjast með loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59 Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09 Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. 21. nóvember 2024 19:14 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59
Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09
Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. 21. nóvember 2024 19:14