Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2024 20:38 Jasmina hlaut ekki brautargengi hjá Viðreisn í Suðurkjördæmi en hún sóttist eftir oddvitasæti. Vísir Jasmina Vajovic Crnac, sem sóttist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi en fékk ekki sæti á lista, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir framboðslista Viðreisnar ekki endurspegla fjölbreytileikann sem þau tala fyrir. Hún segist svikin af flokknum. Jasmina segir að þegar hún fékk símtal um að henni byðist ekki sæti á listanum hefði henni verið sagt að horfa þyrfti til aldurs og breiddarinnar í hópnum. Jasmina kom að stofnun Viðreisnar í Reykjanesbæ og var áður bæjarfulltrúi Frjáls afls. Einnig sat hún í stjórn Viðreisnar í tvö ár ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Viðreisn standi ekki við það sem þau segja „Þú getur ekki talað um eitt og svo gert eitthvað annað. Í Suðurkjördæmi er enginn innflytjandi á listanum. Það endurspeglar ekki fjölbreytileikann sem þau tala fyrir,“ segir Jasmina. Hún segir að svörin sem hún hafi fengið séu ekkert í samræmi við listann sem svo var samþykktur. „Breiddin er ekki falin í því að velja 21 á lista, og hafa engan innflytjanda. Ég velti líka fyrir mér hvort að flokkur sem telur sig tala fyrir inngildingu, jafnrétti og jöfnum tækifærum, eru það bara útvaldir einstaklingar með rætur á Íslandi?“ Jasmina kom til Íslands frá Bosníu og Hersegóvínu árið 1996. Innflytjendur þurfi málsvara á Alþingi Jasmina segir að nauðsynlegt sé að gefa innflytjendum á Íslandi rödd. Henni finnst undarlegt þegar innfæddir Íslendingar hafa meira að segja um málaflokk innflytjenda en innflytjendur sjálfir. „Áskoranir þeirra 80þúsund innflytjenda eru ekki þær sömu og hjá innfæddum Íslendingum. Börn þeirra fá oft ekki nægilega góða þjónustu, og þar erum við að búa til ójafnrétti,“ segir Jasmina. Hún segir að henni hafi brugðið þegar hún hlustaði á Rás 2 í gær og heyrði stjórnmálaflokkana vera að tala um „þetta fólk.“ „Þetta er ekki inngildandi fyrir einn eða neinn. Við erum að horfa á fulltrúa allra flokka nota þennan orðaforða. Það er ekkert þetta fólk það erum bara við öll,“ segir hún. Jasmina segir að hún vilji koma því á framfæri að hún hafi ekki farið í fýlu þegar henni bauðst ekki oddvitasætið, og þess vegna ekki þegið annað sæti á listanum. Henni hafi hreinlega ekki verið boðið neitt sæti á listanum. „Fólk hefur verið að óska mér til hamingju með minn flokk! Ég vildi koma því til skila að þau vildu ekki bjóða mér á lista,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Jasmina segir að þegar hún fékk símtal um að henni byðist ekki sæti á listanum hefði henni verið sagt að horfa þyrfti til aldurs og breiddarinnar í hópnum. Jasmina kom að stofnun Viðreisnar í Reykjanesbæ og var áður bæjarfulltrúi Frjáls afls. Einnig sat hún í stjórn Viðreisnar í tvö ár ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Viðreisn standi ekki við það sem þau segja „Þú getur ekki talað um eitt og svo gert eitthvað annað. Í Suðurkjördæmi er enginn innflytjandi á listanum. Það endurspeglar ekki fjölbreytileikann sem þau tala fyrir,“ segir Jasmina. Hún segir að svörin sem hún hafi fengið séu ekkert í samræmi við listann sem svo var samþykktur. „Breiddin er ekki falin í því að velja 21 á lista, og hafa engan innflytjanda. Ég velti líka fyrir mér hvort að flokkur sem telur sig tala fyrir inngildingu, jafnrétti og jöfnum tækifærum, eru það bara útvaldir einstaklingar með rætur á Íslandi?“ Jasmina kom til Íslands frá Bosníu og Hersegóvínu árið 1996. Innflytjendur þurfi málsvara á Alþingi Jasmina segir að nauðsynlegt sé að gefa innflytjendum á Íslandi rödd. Henni finnst undarlegt þegar innfæddir Íslendingar hafa meira að segja um málaflokk innflytjenda en innflytjendur sjálfir. „Áskoranir þeirra 80þúsund innflytjenda eru ekki þær sömu og hjá innfæddum Íslendingum. Börn þeirra fá oft ekki nægilega góða þjónustu, og þar erum við að búa til ójafnrétti,“ segir Jasmina. Hún segir að henni hafi brugðið þegar hún hlustaði á Rás 2 í gær og heyrði stjórnmálaflokkana vera að tala um „þetta fólk.“ „Þetta er ekki inngildandi fyrir einn eða neinn. Við erum að horfa á fulltrúa allra flokka nota þennan orðaforða. Það er ekkert þetta fólk það erum bara við öll,“ segir hún. Jasmina segir að hún vilji koma því á framfæri að hún hafi ekki farið í fýlu þegar henni bauðst ekki oddvitasætið, og þess vegna ekki þegið annað sæti á listanum. Henni hafi hreinlega ekki verið boðið neitt sæti á listanum. „Fólk hefur verið að óska mér til hamingju með minn flokk! Ég vildi koma því til skila að þau vildu ekki bjóða mér á lista,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira