Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2024 21:28 Jóhannes Berg Andrason átti góðan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Alls fóru fimm leikir fram í Olís-deild karla í handbolta. FH pakkaði ÍR saman á útivelli, lokatölur 24-41. Þá vann KA heimasigur á Fjölni, HK lagði ÍBV í Kópavogi og Afturelding vann Gróttu á heimavelli. Valur gerði svo góða ferð í Hafnafjörð og vann góðan sigur á Haukum. FH lenti í engum vandræðum gegn ÍR og var sóknarleikur liðsins í öðrum gæðaflokki en hjá liði heimamanna. Birgir Már Birgisson fór fyrir gestunum og skoraði 9 af 41 marki FH-liðsins. Jóhannes Berg Andrason kom þar á eftir með 6 mörk. Í markinu vörðu þeir Daníel Freyr Andrésson (16) og Birkir Fannar Bragason (5) samtals 21 skot. Jökull Blöndal Björnsson skoraði 5 mörk í liði ÍR á meðan Ólafur Rafn Gíslason (13) og Alexander Ásgrímsson (5) vörðu 18 skot í markinu. Á Akureyru vann KA fjögurra marka sigur á Fjölni, lokatölur 27-23. Ott Varik var markahæstur hjá KA með 7 mörk. Þar á eftir kom Einar Rafn Eiðsson með 6 mörk. Í markinu varði Nicolai Horntvedt Kristensen 20 skot og var með 49 prósent markvörslu. Í liði Fjölnis skoraði Björgvin Páll Rúnarsson 7 mörk á meðan Sigurður Ingiberg Ólafsson varði 15 skot í markinu. Í Kópavogi voru Eyjamenn í heimsókn. Voru gestirnir sendir stigalausir heim, lokatölur 32-24. Andri Þór Helgason og Ágúst Guðmundsson voru markahæstir hjá HK með 7 mörk hvor á meðan Jovan Kukobat varði 13 skot í markinu. Hjá Eyjamönnum voru Sigtryggur Daði Rúnarsson og Andri Erlingsson markahæstir með 6 mörk hvor. Í markinu vörðu Pavel Miskevich (9) og Petar Jokanovic (3) samtals 12 skot. Í Mosfellsbæ var Grótta í heimsókn og voru gestirnir þar einnig sendir stigalausir heim, lokatölur 32-28. Blær Hinriksson var markahæstur með 9 mörk í liði Aftureldingar á meðan Einar Baldvin Baldvinsson (11) og Brynjar Vignir Sigurjónsson (3) vörðu 14 skot í markinu. Gunnar Hrafn Pálsson var markahæstur hjá Gróttu með 7 mörk á meðan Hannes Pétur Hauksson varði 12 skot í markinu. Stöðuna í Olís-deild karla má finna á vef HSÍ. Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
FH lenti í engum vandræðum gegn ÍR og var sóknarleikur liðsins í öðrum gæðaflokki en hjá liði heimamanna. Birgir Már Birgisson fór fyrir gestunum og skoraði 9 af 41 marki FH-liðsins. Jóhannes Berg Andrason kom þar á eftir með 6 mörk. Í markinu vörðu þeir Daníel Freyr Andrésson (16) og Birkir Fannar Bragason (5) samtals 21 skot. Jökull Blöndal Björnsson skoraði 5 mörk í liði ÍR á meðan Ólafur Rafn Gíslason (13) og Alexander Ásgrímsson (5) vörðu 18 skot í markinu. Á Akureyru vann KA fjögurra marka sigur á Fjölni, lokatölur 27-23. Ott Varik var markahæstur hjá KA með 7 mörk. Þar á eftir kom Einar Rafn Eiðsson með 6 mörk. Í markinu varði Nicolai Horntvedt Kristensen 20 skot og var með 49 prósent markvörslu. Í liði Fjölnis skoraði Björgvin Páll Rúnarsson 7 mörk á meðan Sigurður Ingiberg Ólafsson varði 15 skot í markinu. Í Kópavogi voru Eyjamenn í heimsókn. Voru gestirnir sendir stigalausir heim, lokatölur 32-24. Andri Þór Helgason og Ágúst Guðmundsson voru markahæstir hjá HK með 7 mörk hvor á meðan Jovan Kukobat varði 13 skot í markinu. Hjá Eyjamönnum voru Sigtryggur Daði Rúnarsson og Andri Erlingsson markahæstir með 6 mörk hvor. Í markinu vörðu Pavel Miskevich (9) og Petar Jokanovic (3) samtals 12 skot. Í Mosfellsbæ var Grótta í heimsókn og voru gestirnir þar einnig sendir stigalausir heim, lokatölur 32-28. Blær Hinriksson var markahæstur með 9 mörk í liði Aftureldingar á meðan Einar Baldvin Baldvinsson (11) og Brynjar Vignir Sigurjónsson (3) vörðu 14 skot í markinu. Gunnar Hrafn Pálsson var markahæstur hjá Gróttu með 7 mörk á meðan Hannes Pétur Hauksson varði 12 skot í markinu. Stöðuna í Olís-deild karla má finna á vef HSÍ.
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira