Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2024 09:00 Eiður Gauti Sæbjörnsson, nýjasti leikmaður KR. Vísir/Bjarni Eiður Gauti Sæbjörnsson er nafn sem fáir knattspyrnuunnendur könnuðust við áður en hann hóf að leika fyrir HK í Bestu deildinni í sumar. Það er ekki furða enda hefur sá leikið fyrir Ými í 3. og 4. deild allan sinn feril. Nýlega færði Eiður sig um set og er nýjasti leikmaður KR. Eiður spilaði örfáa leiki fyrir HK í næst efstu deild sem ungur maður en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því orðinn leikmaður venslaliðsins Ýmis í 4. deildinni árið 2019, þegar hann var tvítugur. Eiður hafði skorað 79 mörk í 60 deildarleikjum fyrir Ými þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, hafði samband í sumar, en það var ekki í fyrsta sinn. „Ómar hafði hringt í mig einu sinni eða tvisvar áður. Ég hef ekki verið klár í slaginn, bæði út af skóla og vinnu og ég vildi ekki vera bundinn niður heilt tímabil. Að geta gert lítið. Svo kom þetta símtal í sumar og ég hugsaði að þetta væri síðasti séns að láta vaða,“ „Ég hugsaði þá bara fokk it og sé alls ekki eftir því. Það var aldrei það að ég vissi ekki að ég gæti spilað ofar, en það voru aðrir þættir sem héldu mér frá því að gera það. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að sjö, átta mánuðum væri maður að spila fyrir KR. Þetta hefur farið langt fram úr mínum væntingum“ segir Eiður Gauti í samtali við íþróttadeild. Leikur við KR sem breytti hugarfarinu Eiður stimplaði sig inn af krafti og skoraði meðal annars tvö mörk í fræknum 3-2 sigri á KR í Kórnum. „Það náttúrulega skemmir ekki fyrir að eiga svona öflugan leik á móti svona liði sem svo endar á að sækja mann. Það er bara stór plús. Þetta var kannski leikurinn sem breytti hugarfarinu mínu varðandi fótbolta, að vilja gera þetta alla leið. Tilfinningin eftir að skora tvö og vinna KR er góð. Þetta er tilfinning sem maður vonast til að sækja aftur,“ segir Eiður Gauti. Rútínan breytist Eiður hefur í nægu að snúast sem starfsmaður Arion banka en ljóst er að rútínan breytist aðeins frá því sem hann er vanur hjá Ými samhliða bankastörfunum undanfarin ár. „Sem betur fer er ég með góðan vinnuveitenda sem skilur vel hvernig þessi bransi virkar. Ég fæ leyfi til þess að mæta á æfingar í hádeginu og vinn svo bara lengur. Það er ekkert mál og bara vel tekið í það. Hann lengist aðeins, en í raun er þetta alveg það sama, æfing í hádeginu og vinna lengur í staðinn fyrir að fara á æfingu seinni partinn. Þetta er sitthvor hliðin á sama teningnum,“ segir Eiður Gauti. Fetar í fótspor föður síns og er kominn heim Þónokkur lið settu sig í samband við Eið Gauta eftir tímabilið en KR varð að endingu fyrir valinu. Faðir Eiðs, Sæbjörn Guðmundsson sem lék með KR á níunda áratugnum, fagnaði því mjög. Sæbjörn Guðmundsson, faðir Eiðs Gauta, er hér vinstra megin við Pétur Pétursson sem heldur á Reykjavíkurmótsbikarnum 1989.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið „Hann vildi ekki setja neina pressu á mig. Hann sýndi það ekki, en ég veit að hann var mjög spenntur inni í sér,“ segir Eiður um viðbrögð föður síns. „Það skemmir ekki fyrir að fjölskyldan mín eru allir KR-ingar. Ég ólst upp við að vera KR-ingur í rauninni. Þó ég hafi aldrei spilað fyrir KR líður mér smá eins og ég sé að koma heim,“ bætir hann við. Fleira kemur fram í viðtalinu við Eið sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Fór úr 3. deild í KR á örfáum mánuðum KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Eiður spilaði örfáa leiki fyrir HK í næst efstu deild sem ungur maður en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því orðinn leikmaður venslaliðsins Ýmis í 4. deildinni árið 2019, þegar hann var tvítugur. Eiður hafði skorað 79 mörk í 60 deildarleikjum fyrir Ými þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, hafði samband í sumar, en það var ekki í fyrsta sinn. „Ómar hafði hringt í mig einu sinni eða tvisvar áður. Ég hef ekki verið klár í slaginn, bæði út af skóla og vinnu og ég vildi ekki vera bundinn niður heilt tímabil. Að geta gert lítið. Svo kom þetta símtal í sumar og ég hugsaði að þetta væri síðasti séns að láta vaða,“ „Ég hugsaði þá bara fokk it og sé alls ekki eftir því. Það var aldrei það að ég vissi ekki að ég gæti spilað ofar, en það voru aðrir þættir sem héldu mér frá því að gera það. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að sjö, átta mánuðum væri maður að spila fyrir KR. Þetta hefur farið langt fram úr mínum væntingum“ segir Eiður Gauti í samtali við íþróttadeild. Leikur við KR sem breytti hugarfarinu Eiður stimplaði sig inn af krafti og skoraði meðal annars tvö mörk í fræknum 3-2 sigri á KR í Kórnum. „Það náttúrulega skemmir ekki fyrir að eiga svona öflugan leik á móti svona liði sem svo endar á að sækja mann. Það er bara stór plús. Þetta var kannski leikurinn sem breytti hugarfarinu mínu varðandi fótbolta, að vilja gera þetta alla leið. Tilfinningin eftir að skora tvö og vinna KR er góð. Þetta er tilfinning sem maður vonast til að sækja aftur,“ segir Eiður Gauti. Rútínan breytist Eiður hefur í nægu að snúast sem starfsmaður Arion banka en ljóst er að rútínan breytist aðeins frá því sem hann er vanur hjá Ými samhliða bankastörfunum undanfarin ár. „Sem betur fer er ég með góðan vinnuveitenda sem skilur vel hvernig þessi bransi virkar. Ég fæ leyfi til þess að mæta á æfingar í hádeginu og vinn svo bara lengur. Það er ekkert mál og bara vel tekið í það. Hann lengist aðeins, en í raun er þetta alveg það sama, æfing í hádeginu og vinna lengur í staðinn fyrir að fara á æfingu seinni partinn. Þetta er sitthvor hliðin á sama teningnum,“ segir Eiður Gauti. Fetar í fótspor föður síns og er kominn heim Þónokkur lið settu sig í samband við Eið Gauta eftir tímabilið en KR varð að endingu fyrir valinu. Faðir Eiðs, Sæbjörn Guðmundsson sem lék með KR á níunda áratugnum, fagnaði því mjög. Sæbjörn Guðmundsson, faðir Eiðs Gauta, er hér vinstra megin við Pétur Pétursson sem heldur á Reykjavíkurmótsbikarnum 1989.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið „Hann vildi ekki setja neina pressu á mig. Hann sýndi það ekki, en ég veit að hann var mjög spenntur inni í sér,“ segir Eiður um viðbrögð föður síns. „Það skemmir ekki fyrir að fjölskyldan mín eru allir KR-ingar. Ég ólst upp við að vera KR-ingur í rauninni. Þó ég hafi aldrei spilað fyrir KR líður mér smá eins og ég sé að koma heim,“ bætir hann við. Fleira kemur fram í viðtalinu við Eið sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Fór úr 3. deild í KR á örfáum mánuðum
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn