Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2024 08:02 Virpi mælir með að fólk hugsi sig um áður en það kaupir nýja hluti í vikunni. Vísir Fyrsti vottaði skipuleggjandinn hér á landi segir tilfinningar fyrst og fremst vera það sem þvælist fyrir fólki þegar kemur að tiltekt. Hún hvetur fólk til þess að kaupa ekki hluti að óþörfu í þeirri tilboðsviku sem nú er að renna upp í tilefni af Svörtum fössara. „Það eru mjög margir út í samfélagi sem eru í þeirri stöðu að það er einhver staða uppi heima sem veldur áhyggjum og dregur úr vellíðan,“ segir Virpi Jokinen sem ræddi tiltekt og tilboðsdaga í Bítinu á Bylgjunni í gær. Virpi er upprunalega frá Finnlandi og segir Finna gera grín að sér fyrir að vera óskipulögð á meðan hér þyki hún með þeim allra skipulögðustu. Hlutir verða meira þegar þeir eru mættir heim Virpi segir verkefnin af margvíslegum toga, svo margvíslegum að hún taki ekki við nýjum á þessari stundu. „Það er uppsafnað dót eða verkefni sem vinnst ekki, flutningar sem klárast ekki, bílskúr sem er ekki hægt að fara inn í eða geymsla sem nýtist ekki sem skyldi. Stundum er bara gott að fá einhvern utanaðkomandi, aðeins að kíkja á þetta með sér og finna út úr þessu.“ Virpi segir hluti öðlast allt aðra merkingu fyrir fólki þegar þeir séu komnir heim. Fólk hugsi alls ekki eins um hluti sem enn séu úti í búð. „Glas í hillu úti í búð er bara eitthvað glas en um leið og við erum búin að taka ákvörðun um að kaupa það og förum með það heim þá verður þetta okkar glas. Það fær allt aðra merkingu. Við förum strax að hugsa: „Hvenær keypti ég þetta, hvað kostaði þetta, með hverjum var ég þegar ég fór í þessa búð“ og þá verður þetta að svo miklu meira en bara glasi. Ég upplifi það oft að það er þessi saga sem við hengjum á hlutina okkar sem gerir þetta pínu erfiðara. Ekki fyrir alla. Sumir eru ekkert í þessum vanda og geta bara tekið til og hent en aðrir ekki.“ Fólk hugsi sig tvisvar um Virpi segir að þegar komi að skipulagsleysi sé aðalmálið magnið. Um sé að ræða of mikið magn miðað við rými. Þetta skilji flestir en svona byrji þetta alltaf, um leið og hlutir passi ekki lengur uppi í hillu sé farið að stafla þeim hér og þar, stinga undir rúm. Hún mælir með að fólk hugsi sig tvisvar um í tilboðsvikunni sem nú er. „Tilboð er einungis mögulega gott tilboð. Það er ekkert víst að öll tilboð séu góð. Einungis ef þig hefur vantað nákvæmlega þessa vöru, raunverulega áður en þú fréttir af tilboðinu. Þetta er raunverulegt, ef okkur vantar þetta - þá nýti ég afsláttinn. Það er engin leið að ég muni versla einn jólasvein í þessari viku - mig vantar ekki jólasvein.“ Hús og heimili Bítið Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Sjá meira
„Það eru mjög margir út í samfélagi sem eru í þeirri stöðu að það er einhver staða uppi heima sem veldur áhyggjum og dregur úr vellíðan,“ segir Virpi Jokinen sem ræddi tiltekt og tilboðsdaga í Bítinu á Bylgjunni í gær. Virpi er upprunalega frá Finnlandi og segir Finna gera grín að sér fyrir að vera óskipulögð á meðan hér þyki hún með þeim allra skipulögðustu. Hlutir verða meira þegar þeir eru mættir heim Virpi segir verkefnin af margvíslegum toga, svo margvíslegum að hún taki ekki við nýjum á þessari stundu. „Það er uppsafnað dót eða verkefni sem vinnst ekki, flutningar sem klárast ekki, bílskúr sem er ekki hægt að fara inn í eða geymsla sem nýtist ekki sem skyldi. Stundum er bara gott að fá einhvern utanaðkomandi, aðeins að kíkja á þetta með sér og finna út úr þessu.“ Virpi segir hluti öðlast allt aðra merkingu fyrir fólki þegar þeir séu komnir heim. Fólk hugsi alls ekki eins um hluti sem enn séu úti í búð. „Glas í hillu úti í búð er bara eitthvað glas en um leið og við erum búin að taka ákvörðun um að kaupa það og förum með það heim þá verður þetta okkar glas. Það fær allt aðra merkingu. Við förum strax að hugsa: „Hvenær keypti ég þetta, hvað kostaði þetta, með hverjum var ég þegar ég fór í þessa búð“ og þá verður þetta að svo miklu meira en bara glasi. Ég upplifi það oft að það er þessi saga sem við hengjum á hlutina okkar sem gerir þetta pínu erfiðara. Ekki fyrir alla. Sumir eru ekkert í þessum vanda og geta bara tekið til og hent en aðrir ekki.“ Fólk hugsi sig tvisvar um Virpi segir að þegar komi að skipulagsleysi sé aðalmálið magnið. Um sé að ræða of mikið magn miðað við rými. Þetta skilji flestir en svona byrji þetta alltaf, um leið og hlutir passi ekki lengur uppi í hillu sé farið að stafla þeim hér og þar, stinga undir rúm. Hún mælir með að fólk hugsi sig tvisvar um í tilboðsvikunni sem nú er. „Tilboð er einungis mögulega gott tilboð. Það er ekkert víst að öll tilboð séu góð. Einungis ef þig hefur vantað nákvæmlega þessa vöru, raunverulega áður en þú fréttir af tilboðinu. Þetta er raunverulegt, ef okkur vantar þetta - þá nýti ég afsláttinn. Það er engin leið að ég muni versla einn jólasvein í þessari viku - mig vantar ekki jólasvein.“
Hús og heimili Bítið Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Sjá meira