Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 21:01 Félagar í Fisfélagi nýttu daginn í dag til að koma við á Hafravatni. Þar var líka fólk sem ferðast víða um heim til að skauta í náttúrulegum aðstæðum. Vísir/Einar Stórkostlegar aðstæður hafa skapast í frostinu til skautaiðkunar og fluglendingar á Hafravatni. Félagar í Fisfélagi Reykjavíkur nýttu aðstæðurnar í dag til að æfa sig á meðan skautafólk lék sér á ísnum. Flugmenn í Fisfélagi Reykjavíkur nýttu góðar aðstæður á Hafravatni í dag og æfðu lendingu og flugtak á ísi lögðu vatninu. Flugmenn Fisfélag Reykjavíkur lentu á Hafravatni í dag.Vísir/Einar Óli Öder meðlimur í félaginu segir að vatnið sé oft notað af félagsmönnum þegar aðstæður henta. „Við erum Íslendingar og þá verðum við að prófa við að lenda á ís. Nú eru kjöraðstæður, ísinn er 10-15 sentimetra þykkur og þolir þar að leiðandi um þriggja tonna þyngd. Við mældum þykktina í gær,“ segir Óli. Hann segir að sjaldan skapist aðstæður eins og í dag þar sem ísinn er nánast spegilsléttur því frosið hefur á vatninu í logni. Óli Öder meðlimur í Fisfélagi Reykjavíkur lenti á Hafravatni í dag.Vísir/Einar „Við gátum leikið okkur á ísnum í dag vegna frábærra aðstæðna og keyrðum í hringi á vélunum,“ segir Óli. Náttúruskautafólk nýtti sér aðstæðurnar Á svellinu var líka fólk sem fer víða um heim til að skauta í náttúrulegum aðstæðum. Í þeirra hópi var Ari Hultqvist sem er skautakennari hjá sænska ferðafélaginu. Hann kom ásamt félögum sínum í vikunni til landsins því veðurspá til skautaiðkunnar var með besta móti í frostinu síðustu daga. Hópurinn var búinn að skauta á vötnum og sjó við Stokkseyri, Sólheimalón, Kerið, , Elliðavatn, Reynisfjöru og Apavatn. Ari vill gjarnan halda skautanámskeið fyrir náttúruunnendur hér á landi. „Ég held reglulega námskeið á öllum stigum. Nú síðast í Finnlandi. Mig langar að halda námskeið hér á landinu. Ég skautaði samtals um fjögur þúsund kílómetra á síðasta ári sem fáir hafa leikið eftir,“ Ari segir að við náttúrulegar aðstæður sé mikilvægt að vera með réttan búnað ef svo illa fer að ísinn gefur sig. Ari Hultqvist skautakennari hjá Sænska ferðafélaginu vill kenna Íslendingum að skauta út í náttúrunni.Vísir/Einar „Við erum alltaf með öryggisbúnað með okkur þannig að ef við lendum í sjó eða vatni þá fljótum við hálf upp úr en sökkvum ekki alveg. Þá erum við með línu sem hægt er að kasta upp úr,“ segir Ari. Skautaíþróttir Fréttir af flugi Mosfellsbær Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Flugmenn í Fisfélagi Reykjavíkur nýttu góðar aðstæður á Hafravatni í dag og æfðu lendingu og flugtak á ísi lögðu vatninu. Flugmenn Fisfélag Reykjavíkur lentu á Hafravatni í dag.Vísir/Einar Óli Öder meðlimur í félaginu segir að vatnið sé oft notað af félagsmönnum þegar aðstæður henta. „Við erum Íslendingar og þá verðum við að prófa við að lenda á ís. Nú eru kjöraðstæður, ísinn er 10-15 sentimetra þykkur og þolir þar að leiðandi um þriggja tonna þyngd. Við mældum þykktina í gær,“ segir Óli. Hann segir að sjaldan skapist aðstæður eins og í dag þar sem ísinn er nánast spegilsléttur því frosið hefur á vatninu í logni. Óli Öder meðlimur í Fisfélagi Reykjavíkur lenti á Hafravatni í dag.Vísir/Einar „Við gátum leikið okkur á ísnum í dag vegna frábærra aðstæðna og keyrðum í hringi á vélunum,“ segir Óli. Náttúruskautafólk nýtti sér aðstæðurnar Á svellinu var líka fólk sem fer víða um heim til að skauta í náttúrulegum aðstæðum. Í þeirra hópi var Ari Hultqvist sem er skautakennari hjá sænska ferðafélaginu. Hann kom ásamt félögum sínum í vikunni til landsins því veðurspá til skautaiðkunnar var með besta móti í frostinu síðustu daga. Hópurinn var búinn að skauta á vötnum og sjó við Stokkseyri, Sólheimalón, Kerið, , Elliðavatn, Reynisfjöru og Apavatn. Ari vill gjarnan halda skautanámskeið fyrir náttúruunnendur hér á landi. „Ég held reglulega námskeið á öllum stigum. Nú síðast í Finnlandi. Mig langar að halda námskeið hér á landinu. Ég skautaði samtals um fjögur þúsund kílómetra á síðasta ári sem fáir hafa leikið eftir,“ Ari segir að við náttúrulegar aðstæður sé mikilvægt að vera með réttan búnað ef svo illa fer að ísinn gefur sig. Ari Hultqvist skautakennari hjá Sænska ferðafélaginu vill kenna Íslendingum að skauta út í náttúrunni.Vísir/Einar „Við erum alltaf með öryggisbúnað með okkur þannig að ef við lendum í sjó eða vatni þá fljótum við hálf upp úr en sökkvum ekki alveg. Þá erum við með línu sem hægt er að kasta upp úr,“ segir Ari.
Skautaíþróttir Fréttir af flugi Mosfellsbær Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira