Í þessum þriðja þætti sýnir Linda Ben okkur skemmtilegar hugmyndir af jólasmáréttum sem henta frábærlega í jólaboðið. Bakaðar perur, jólalegur Brie, ostapinnakrans og rauðrófucarpaccio svo eitthvað sé nefnt.
Smáréttajólaboð
Ostafylltar perur
- 3 perur
- Ólífuolía
- Salt
- Pipar
- Salatostur frá Örnu
- Valhnetur
- Timjan
- Hunang
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
- Skerið perurnar í helminga og kjarnhreinsið perurnar og útbúið einskonar holu. Leggið í eldfastmót og hellið ólífu olíu yfir og kryddið með salti og pipar. Snúið perunum við þannig að skurðurinn snúi niður og hýðið upp. Bakið í 15 mín.
- Takið perurnar út úr ofninum og snúið perunum við þannig að skurðurinn snúi upp.
- Fyllið holurnar (þar sem kjarninn var) með salat osti (takið sem mest af olíunni frá), saxið pekanhneturnar og setjið þær yfir ostinn ásamt salti og pipar.
- Setjið aftur inn í ofninn og bakið í u.þ.b. 10 mín eða þar til osturinn hefur bráðnað svolítið.
- Skreytið með fersku timjan og hellið svolítið af hunangi yfir perurnar áður en þær eru bornar fram.

Brie Krans
- Stór Brie
- Granateplakjarnar
- Rósmarín

Ostapinnakrans
- Harðir kryddostar
- Svartar ólífur
- Grænar ólífur
- Litlir tómatar
- Salami

Rauðrófucarpaccio
- 2-3 rauðrófur (fer eftir stærð)
- Asískt babyleaf salat (líka hægt að nota klettasalat)
- 1 pera
- 60 g salatostur frá Örnu
- 1 msk sítrónusafi
- Salt og pipar
- Brómber
