Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2024 13:30 Boris Epshteyn er hér fyrir miðju, fyrir aftan Donald Trump. Lögmenn Trumps hafa ráðlagt forsetanum nýkjörna að slíta samskiptum sínum við Epshteyn. EPA/JABIN BOTSFORD Einn af helstu ráðgjöfum Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, er grunaður um að hafa beðið fólk sem var til skoðunar fyrir nýja ríkisstjórn Trumps um peninga. Í staðinn myndi hann leggja inn gott orð um fólkið í eyru Trumps. Trump bað lögmenn sína um að rannsaka málið þegar hann heyrði af því og eru þeir sagðir hafa fundið vísbendingar um að Boris Epshteyn, áðurnefndur ráðgjafi, hefði beðið fólk um peninga. Í frétt New York Times er haft eftir heimildarmönnum úr innstu röðum Trump-liða að Scott Bessent, sem Trump ætlar að tilnefna til embættis fjármálaráðherra, hafi verið einn þeirra sem Epshteyn bað um peninga. Epshteyn er sagður hafa fundað með Bessent í febrúar og lagt til að fjármálaráðherrann verðandi greiddi sér þrjátíu til fjörutíu þúsund dali á mánuði og í staðinn myndi Epshteyn tala vel um Bessent við Trump og aðra í Mar-a-Lago í Flórída. Bessent samþykkti boðið ekki, né tvö önnur boð sem Epshteyn er sagður hafa lagt fram. Sjá einnig: Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Í nóvember er Bessent svo sagður hafa hringt í Epshteyn eftir að hann heyrði að Epshteyn væri að gagnrýna hann við fólk í innsta hring Trumps. Epshteyn mun þá hafa sagt Bessent að það væri orðið of seint að ráða hann. „Ég er Boris fokking Epshteyn,“ er ráðgjafinn sagður hafa sagt við Bessent. Epshteyn er einnig talinn hafa beðið forsvarsmenn hergagnaframleiðanda og beðið hann um hundrað þúsund dali á mánuði, í skiptum fyrir bætt samskipti við varnarmálaráðuneytið og ríkisstjórn Trumps. Sá hafnaði einnig boðinu. Í skýrslu sem lögmenn Trumps gerðu eftir rannsókn þeirra er lagt til að forsetinn verðandi slíti samskiptum sínum við Epshteyn, samkvæmt New York Times. Þar kemur einnig fram að mögulegt sé að verði ákærður vegna málsins. Epshteyn sendi út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist stoltur af vinnu sinni með Trump. Þessar ásakanir væru rangar og ærumeiðandi og að þær myndu ekki afvegaleiða hann frá þeirri vinnu að gera Bandaríkin mikil á nýjan leik. Gaf Trump ráð á ýmsum sviðum Epshteyn, sem leiddi um tíma lögmannateymi Trumps, hefur spilað stórt hlutverk í stjórnarmyndun hans. Hann starfaði mikið fyrir Trump eftir forsetakosningarnar 2020 og var ákærður, ásamt öðrum Repúblikönum, fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna í Georgíu. Lögmaðurinn kom meðal annars að því að skrifa lista yfir mögulega ráðherra. Sjá einnig: Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Þó Epshteyn sé sagður hafa skapað sér marga óvini í búðum Trump-liða hefur hann átt í nánu sambandi við Trump sjálfan. Washington Post segir hann hafa veitt Trump ráðgjöf á ýmsum sviðum í gegnum árinu og hefur eftir öðrum ráðgjafa Trumps að hann hafi lagt sérstaklega mikla áherslu á að færa Trump jákvæðar fréttir. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. 26. nóvember 2024 06:55 Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25 Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár. 22. nóvember 2024 10:50 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Trump bað lögmenn sína um að rannsaka málið þegar hann heyrði af því og eru þeir sagðir hafa fundið vísbendingar um að Boris Epshteyn, áðurnefndur ráðgjafi, hefði beðið fólk um peninga. Í frétt New York Times er haft eftir heimildarmönnum úr innstu röðum Trump-liða að Scott Bessent, sem Trump ætlar að tilnefna til embættis fjármálaráðherra, hafi verið einn þeirra sem Epshteyn bað um peninga. Epshteyn er sagður hafa fundað með Bessent í febrúar og lagt til að fjármálaráðherrann verðandi greiddi sér þrjátíu til fjörutíu þúsund dali á mánuði og í staðinn myndi Epshteyn tala vel um Bessent við Trump og aðra í Mar-a-Lago í Flórída. Bessent samþykkti boðið ekki, né tvö önnur boð sem Epshteyn er sagður hafa lagt fram. Sjá einnig: Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Í nóvember er Bessent svo sagður hafa hringt í Epshteyn eftir að hann heyrði að Epshteyn væri að gagnrýna hann við fólk í innsta hring Trumps. Epshteyn mun þá hafa sagt Bessent að það væri orðið of seint að ráða hann. „Ég er Boris fokking Epshteyn,“ er ráðgjafinn sagður hafa sagt við Bessent. Epshteyn er einnig talinn hafa beðið forsvarsmenn hergagnaframleiðanda og beðið hann um hundrað þúsund dali á mánuði, í skiptum fyrir bætt samskipti við varnarmálaráðuneytið og ríkisstjórn Trumps. Sá hafnaði einnig boðinu. Í skýrslu sem lögmenn Trumps gerðu eftir rannsókn þeirra er lagt til að forsetinn verðandi slíti samskiptum sínum við Epshteyn, samkvæmt New York Times. Þar kemur einnig fram að mögulegt sé að verði ákærður vegna málsins. Epshteyn sendi út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist stoltur af vinnu sinni með Trump. Þessar ásakanir væru rangar og ærumeiðandi og að þær myndu ekki afvegaleiða hann frá þeirri vinnu að gera Bandaríkin mikil á nýjan leik. Gaf Trump ráð á ýmsum sviðum Epshteyn, sem leiddi um tíma lögmannateymi Trumps, hefur spilað stórt hlutverk í stjórnarmyndun hans. Hann starfaði mikið fyrir Trump eftir forsetakosningarnar 2020 og var ákærður, ásamt öðrum Repúblikönum, fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna í Georgíu. Lögmaðurinn kom meðal annars að því að skrifa lista yfir mögulega ráðherra. Sjá einnig: Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Þó Epshteyn sé sagður hafa skapað sér marga óvini í búðum Trump-liða hefur hann átt í nánu sambandi við Trump sjálfan. Washington Post segir hann hafa veitt Trump ráðgjöf á ýmsum sviðum í gegnum árinu og hefur eftir öðrum ráðgjafa Trumps að hann hafi lagt sérstaklega mikla áherslu á að færa Trump jákvæðar fréttir.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. 26. nóvember 2024 06:55 Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25 Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár. 22. nóvember 2024 10:50 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. 26. nóvember 2024 06:55
Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25
Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43
Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár. 22. nóvember 2024 10:50