XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson og Kári Allansson skrifa 26. nóvember 2024 14:42 Lýðræðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur með þjóðvitund. Það er grundvallarforsenda stefnu Lýðræðisflokksins að menn hugsi betur um eigin peninga en um annarra manna peninga. Ríkið á því ekki að taka peninga af borgurunum nema það sé nauðsynlegt. Einstaklingsfrelsi er er almennt best varið með markaðshagkerfi þar sem framboð og eftirspurn ráða för. Lýðræðisflokkurinn vill þó vernda landbúnað og orkuinnviði sérstaklega. Markmið Lýðræðisflokksins heilt yfir er að taka peninga og vald af stjórnmálamönnum og skila aftur til fólksins. Flokkurinn hefur talað um að skera útgjöld ríkisins niður um 20%. Hér fyrir neðan eru nokkrar niðurskurðartillögur á punktaformi en tölurnar eru fengnar úr fjárlögum 2025. Ferðaþjónustan rúmlega 2,6 milljarðar – getur ferðaþjónustan ekki staðið undir sér sjálf? Vísindi, rannsóknir og nýsköpun rúmlega 30 milljarðar – þetta á heima hjá atvinnulífinu en ekki hjá Áslaugu Örnu ráðherra. Háskólastigið um 70 milljarðar – þarna þarf að taka til. Hvers vegna á sjómaður í Bolungarvík að niðurgreiða nám í kynjafræði fyrir nemanda í Reykjavík? Það eru of margir háskólar og tengja þarf námsframboð háskólanna við eftirspurn í samfélaginu. Menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál rúmlega 24 milljarðar – við viljum að skattborgarar geti ráðið hverja það styrkir með skattafsláttum án afskipta ríkisins. Þannig myndi potturinn stækka upp í a.m.k. 77 milljarða. Hælisleitendakerfið rúmlega 15 milljarðar – við erum eini flokkurinn sem ætlar að leggja kerfið niður en taka aðeins á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna rúmir 15 milljarðar – setja þarf hagsmuni Íslendinga í fyrsta sæti. Mætti endurskoða þegar Íslendingar eru orðnir aflögufærir. Loftslags- og orkusjóður og kolefnisgjald rúmlega 21 milljarður – Ísland er búið að skila sínu framlagi nú þegar sem eitt grænasta land í heimi. Fjölmiðlar rúmlega 7 milljarðar – ríkið á ekki að eiga, reka eða styrkja fjölmiðla. Betri samgöngur rúmlega 6 og hálfur milljarður – rúmlega 300 milljarðar með Borgarlínu – það er algjört rugl! Vegagerðin rúmlega 45 milljarðar – hvað erum við að fá fyrir þessa peninga – einhvern minnisvarða um Sigurð Inga yfir Ölfusá? Má ekki setja þetta allt í einkaframkvæmd? Styrkveitingar ráðuneyta og undirstofnana til frjálsra félagasamtaka rúmlega 2,5 milljarðar – býður bara upp á spillingu. Sameining stofnana rúmlega 2 milljarðar – er það nokkur spurning? Erfðafjárskattur afnuminn rúmlega 12 milljarðar – ósanngjarn skattur. Að auki má nefna ýmsar tillögur Viðskiptaráðs Íslands (Hallalaus fjárlög: Níu hagræðingartillögur Viðskiptaráðs | Viðskiptaráð Íslands) þ.á.m. 3% aðhaldskröfu á suma málaflokka, Mannréttindastofnun Íslands, stofnanir Sameinuðu þjóðanna, og uppbyggingarsjóð EES. Síðast en ekki síst verður að nefna stuðning við Úkraínu fyrir 25,5 milljarða, þar á meðal vopnkaup, á tímabilinu 2022 til 2028. Ísland gekk í NATO á þeirri forsendu að landið hefði engan her og væri vopnlaust. Til þess að geta lækkað skatta og gjöld á fólk og fyrirtæki verður að skera niður. Einnig vill Lýðræðisflokkurinn fella niður alla tolla sem ekki eru verndartollar. Við ætlum ekki að skera niður í t.d. grunn- og framhaldsskólum, landbúnaðarkerfinu, almannatryggingum, heilbrigðiskerfinu, öldrunarmálum og í löggæslu. Þvert á móti ætlum við að forgangsraða rétt í þágu geðheilbrigðis og barna, auka útgjöld til löggæslumála og refsivörslukerfisins, auk þess að afnema skerðingar vegna tekna örorku- og ellilífeyrisþega. Ef þú vilt breytingar, verður þú að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundar eru í efstu sætum Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur með þjóðvitund. Það er grundvallarforsenda stefnu Lýðræðisflokksins að menn hugsi betur um eigin peninga en um annarra manna peninga. Ríkið á því ekki að taka peninga af borgurunum nema það sé nauðsynlegt. Einstaklingsfrelsi er er almennt best varið með markaðshagkerfi þar sem framboð og eftirspurn ráða för. Lýðræðisflokkurinn vill þó vernda landbúnað og orkuinnviði sérstaklega. Markmið Lýðræðisflokksins heilt yfir er að taka peninga og vald af stjórnmálamönnum og skila aftur til fólksins. Flokkurinn hefur talað um að skera útgjöld ríkisins niður um 20%. Hér fyrir neðan eru nokkrar niðurskurðartillögur á punktaformi en tölurnar eru fengnar úr fjárlögum 2025. Ferðaþjónustan rúmlega 2,6 milljarðar – getur ferðaþjónustan ekki staðið undir sér sjálf? Vísindi, rannsóknir og nýsköpun rúmlega 30 milljarðar – þetta á heima hjá atvinnulífinu en ekki hjá Áslaugu Örnu ráðherra. Háskólastigið um 70 milljarðar – þarna þarf að taka til. Hvers vegna á sjómaður í Bolungarvík að niðurgreiða nám í kynjafræði fyrir nemanda í Reykjavík? Það eru of margir háskólar og tengja þarf námsframboð háskólanna við eftirspurn í samfélaginu. Menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál rúmlega 24 milljarðar – við viljum að skattborgarar geti ráðið hverja það styrkir með skattafsláttum án afskipta ríkisins. Þannig myndi potturinn stækka upp í a.m.k. 77 milljarða. Hælisleitendakerfið rúmlega 15 milljarðar – við erum eini flokkurinn sem ætlar að leggja kerfið niður en taka aðeins á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna rúmir 15 milljarðar – setja þarf hagsmuni Íslendinga í fyrsta sæti. Mætti endurskoða þegar Íslendingar eru orðnir aflögufærir. Loftslags- og orkusjóður og kolefnisgjald rúmlega 21 milljarður – Ísland er búið að skila sínu framlagi nú þegar sem eitt grænasta land í heimi. Fjölmiðlar rúmlega 7 milljarðar – ríkið á ekki að eiga, reka eða styrkja fjölmiðla. Betri samgöngur rúmlega 6 og hálfur milljarður – rúmlega 300 milljarðar með Borgarlínu – það er algjört rugl! Vegagerðin rúmlega 45 milljarðar – hvað erum við að fá fyrir þessa peninga – einhvern minnisvarða um Sigurð Inga yfir Ölfusá? Má ekki setja þetta allt í einkaframkvæmd? Styrkveitingar ráðuneyta og undirstofnana til frjálsra félagasamtaka rúmlega 2,5 milljarðar – býður bara upp á spillingu. Sameining stofnana rúmlega 2 milljarðar – er það nokkur spurning? Erfðafjárskattur afnuminn rúmlega 12 milljarðar – ósanngjarn skattur. Að auki má nefna ýmsar tillögur Viðskiptaráðs Íslands (Hallalaus fjárlög: Níu hagræðingartillögur Viðskiptaráðs | Viðskiptaráð Íslands) þ.á.m. 3% aðhaldskröfu á suma málaflokka, Mannréttindastofnun Íslands, stofnanir Sameinuðu þjóðanna, og uppbyggingarsjóð EES. Síðast en ekki síst verður að nefna stuðning við Úkraínu fyrir 25,5 milljarða, þar á meðal vopnkaup, á tímabilinu 2022 til 2028. Ísland gekk í NATO á þeirri forsendu að landið hefði engan her og væri vopnlaust. Til þess að geta lækkað skatta og gjöld á fólk og fyrirtæki verður að skera niður. Einnig vill Lýðræðisflokkurinn fella niður alla tolla sem ekki eru verndartollar. Við ætlum ekki að skera niður í t.d. grunn- og framhaldsskólum, landbúnaðarkerfinu, almannatryggingum, heilbrigðiskerfinu, öldrunarmálum og í löggæslu. Þvert á móti ætlum við að forgangsraða rétt í þágu geðheilbrigðis og barna, auka útgjöld til löggæslumála og refsivörslukerfisins, auk þess að afnema skerðingar vegna tekna örorku- og ellilífeyrisþega. Ef þú vilt breytingar, verður þú að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundar eru í efstu sætum Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun