Lífið

Að­eins eitt rétt svar í spurninga­keppni um raunir ungs fólks

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frambjóðendur voru ekki með allt á hreinu í spurningakeppninni sem tengdist ungu fólki.
Frambjóðendur voru ekki með allt á hreinu í spurningakeppninni sem tengdist ungu fólki. vísir

Fjörlegar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu í þættinum Kappleikar. Frambjóðendum gekk aftur á móti illa í að svara spurningum sem tendgdust raunum ungs fólks. 

Fulltrúar tíu flokka tókust á, þau Jón Gnarr, Snorri Másson, Davíð Þór Jónsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Lenya Rún Taha Karim, Ragna Sigurðardóttir, Sindri Geir Óskarsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson og Ívar Orri Ómarsson. 

Í spurningakeppninni var skipt í þrjú lið og tengdust spurningarnar ungu fólki með einum eða öðrum hætti. Hvað kostar í Strætó? Hvað kostar bjórinn? Hvað þýðir NPC? Hvaða listamann syngur Herra hnetjusmjör um í nýju lagi? Það skulu frambjóðendur vera með á hreinu.

Hér að neðan má sjá klippu úr spurningalið þáttarins.

Og hér má sjá kappræðurnar í heild sinni:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.