Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar 27. nóvember 2024 08:22 Uppbygging húsnæðis síðustu árin og jafnvel áratugina hefur jafnan byggst á gífurlegri þörf. Af þeirri ástæðu hefur verið blásið til tímabundins átaks og lagt mikinn þunga í uppbyggingu húsnæðis. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða þegar aðkallandi þörf steðjar að en það sem húsnæðismarkaðurinn þarf til framtíðar er stöðugleiki. Að honum eigum við að stefna. Óstöðugleiki á húsnæðismarkaði eykur sóun og dregur úr hagkvæmni. Það leiðir á endanum til hærri byggingarkostnaðar og húsnæðisverðs. Almenningur og atvinnulíf þarf umfram allt á fyrirsjáanleika að halda. Ef við sköpum ekki stöðugleika þá sköpum við óásættanlega óvissu. Það er því eitt stærsta verkefni okkar að skapa traust um aðgerðir í húsnæðisuppbyggingu til framtíðar og ná tökum á stöðunni í efnahagsmálum með því að byggja meira, hraðar og hagkvæmar – í samræmi við eftirspurn, alltaf. Við skulum ekki velkjast í vafa um vilja stjórnvalda til uppbyggingar og hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Íslandssögunni, eins og síðustu ár. Á sama tíma hefur okkur aldrei fjölgað jafn mikið og við höfum aldrei tekið á móti eins mörgum ferðamönnum. Þetta er raunveruleiki sem blasir við okkur og við honum þurfum við að bregðast. Það gerum við fyrst og fremst með auknu framboði íbúðarhúsnæðis. Það sem hefur staðið uppbyggingu helst fyrir þrifum er skortur á lóðum til uppbyggingar. Það er lykilatriði að sveitarfélög tryggi að ávallt séu nægar byggingarhæfar og aðgengilegar lóðir fyrir hendi til uppbyggingar. Þéttingarstefna stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavíkurborgar, hefur hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu í borginni. Hún hefur jafnframt hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu hjá öðrum nærliggjandi sveitarfélögum, með andstöðu sinni við útvíkkun vaxtarmarka svæðisins. Afleiðingin er sú að ekki hefur verið byggt í samræmi við þörf og er mismunurinn mörg þúsund íbúðir. Það skiptir máli hver stjórnar Samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar byggðu einungis 5 af 14 sveitarfélögum, sem áætluðu mestu íbúafjölgunina, í takti við áætlaða þörf árið 2023. Þau sveitarfélög eru Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður. Þessi sveitarfélög eiga það öll sammerkt að vera stýrt af Sjálfstæðisflokknum. Staðan er hreinlega sú að ef öll sveitarfélög myndu fylgja stefnu Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata í Reykjavíkurborg væri vandi okkar enn meiri en hann er í dag. Sem betur fer er það ekki svo. Önnur sveitarfélög hafa staðið vaktina og tryggt viðhlítandi lóðaframboð og uppbygging hefur verið blómleg og mikil. Þrátt fyrir það hefur skortstefna borgarinnar leitt af sér gríðarlegan þrýsting á íbúðamarkaðinn, verðhækkanir og verðbólgu. Slík eru áhrif stærsta sveitarfélags landsins, á landið allt. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að auka framboð byggingarlóða, þar á meðal útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og fella niður neitunarvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt lækka byggingarkostnað með því að einfalda regluverk, auka skilvirkni í framkvæmd og draga úr álögum á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, afnema stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og framlengja úrræði til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn – fyrir öfluga húsnæðisuppbyggingu um allt land Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Uppbygging húsnæðis síðustu árin og jafnvel áratugina hefur jafnan byggst á gífurlegri þörf. Af þeirri ástæðu hefur verið blásið til tímabundins átaks og lagt mikinn þunga í uppbyggingu húsnæðis. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða þegar aðkallandi þörf steðjar að en það sem húsnæðismarkaðurinn þarf til framtíðar er stöðugleiki. Að honum eigum við að stefna. Óstöðugleiki á húsnæðismarkaði eykur sóun og dregur úr hagkvæmni. Það leiðir á endanum til hærri byggingarkostnaðar og húsnæðisverðs. Almenningur og atvinnulíf þarf umfram allt á fyrirsjáanleika að halda. Ef við sköpum ekki stöðugleika þá sköpum við óásættanlega óvissu. Það er því eitt stærsta verkefni okkar að skapa traust um aðgerðir í húsnæðisuppbyggingu til framtíðar og ná tökum á stöðunni í efnahagsmálum með því að byggja meira, hraðar og hagkvæmar – í samræmi við eftirspurn, alltaf. Við skulum ekki velkjast í vafa um vilja stjórnvalda til uppbyggingar og hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Íslandssögunni, eins og síðustu ár. Á sama tíma hefur okkur aldrei fjölgað jafn mikið og við höfum aldrei tekið á móti eins mörgum ferðamönnum. Þetta er raunveruleiki sem blasir við okkur og við honum þurfum við að bregðast. Það gerum við fyrst og fremst með auknu framboði íbúðarhúsnæðis. Það sem hefur staðið uppbyggingu helst fyrir þrifum er skortur á lóðum til uppbyggingar. Það er lykilatriði að sveitarfélög tryggi að ávallt séu nægar byggingarhæfar og aðgengilegar lóðir fyrir hendi til uppbyggingar. Þéttingarstefna stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavíkurborgar, hefur hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu í borginni. Hún hefur jafnframt hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu hjá öðrum nærliggjandi sveitarfélögum, með andstöðu sinni við útvíkkun vaxtarmarka svæðisins. Afleiðingin er sú að ekki hefur verið byggt í samræmi við þörf og er mismunurinn mörg þúsund íbúðir. Það skiptir máli hver stjórnar Samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar byggðu einungis 5 af 14 sveitarfélögum, sem áætluðu mestu íbúafjölgunina, í takti við áætlaða þörf árið 2023. Þau sveitarfélög eru Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður. Þessi sveitarfélög eiga það öll sammerkt að vera stýrt af Sjálfstæðisflokknum. Staðan er hreinlega sú að ef öll sveitarfélög myndu fylgja stefnu Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata í Reykjavíkurborg væri vandi okkar enn meiri en hann er í dag. Sem betur fer er það ekki svo. Önnur sveitarfélög hafa staðið vaktina og tryggt viðhlítandi lóðaframboð og uppbygging hefur verið blómleg og mikil. Þrátt fyrir það hefur skortstefna borgarinnar leitt af sér gríðarlegan þrýsting á íbúðamarkaðinn, verðhækkanir og verðbólgu. Slík eru áhrif stærsta sveitarfélags landsins, á landið allt. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að auka framboð byggingarlóða, þar á meðal útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og fella niður neitunarvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt lækka byggingarkostnað með því að einfalda regluverk, auka skilvirkni í framkvæmd og draga úr álögum á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, afnema stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og framlengja úrræði til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn – fyrir öfluga húsnæðisuppbyggingu um allt land Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun