Sport

Kærir föður sinn fyrir fjár­svik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baker Mayfield sakar föður sinn um að stela af sér meira en einum og hálfum milljarði króna.
Baker Mayfield sakar föður sinn um að stela af sér meira en einum og hálfum milljarði króna. Getty/Michael Owens

Baker Mayfield er í hópi bestu leikstjórnenda NFL-deildarinnar og hann hefur efnast vel á ferli sínum. Það er þó ekki allt gott að frétta úr fjölskyldulífi kappans.

Mayfield hefur átt frábært tímabil með Tampa Bay Buccaneers í vetur og er heldur betur að standa undir nýja samningnum sem hann skrifaði undir í mars.

Það er samt óheppilegt mál í gangi á bak við tjöldin.

Baker hefur nefnilega ákveðið að kæra föður sinn fyrir fjársvik. Hann segir að fyrirtæki föður hans hafi millifært 12,2 milljónir dollara frá reikningi hans án leyfis og án þess að borga það til baka.

Kæran kemur nú fram í dagsljósið í Þakkargjörðarvikunni þegar flestar fjölskyldur í Bandaríkjunum hittast og borða saman kalkún. Það er þó ólíklegt að öll Mayfield fjölskyldan eyði Þakkargjörðarhátíðinni saman.

James W. Mayfield er stofnandi og stjórnandi fjárfestingafélagsins Camwood Capital en það er fyrirtækið sem Mayfield og kona hans saka um fjársvikin. Bróðir Bakers, Matt Mayfield, er einnig háttsettur hjá þessu fjárfestingafélagi.

Þetta gerðist á árunum 2018 til 2021. Þetta jafngildir meira en 1,6 milljörðum íslenskra króna.

Þriggja ára samningur Mayfield við Buccaneers á að skila honum næstum því hundrað milljónum Bandaríkjadala og hann var alltaf öruggur með fimmtíu milljónir dollara.

Hundrað milljónir dollara eru rúmir 13,7 milljarðar í íslenskum krónum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×