Lífið

Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frambjóðendur voru spurðir ýmissa já og nei spurninga í þættinum.
Frambjóðendur voru spurðir ýmissa já og nei spurninga í þættinum. Vísir/Vilhelm

Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið voru frambjóðendur spurðir einfaldra já eða nei spurninga og þar kennir ýmissa grasa.

Þau Kristín Ólafsdóttir og Bjarki Sigurðsson fengu til sín tíu frambjóðendur í skemmtilegar og öðruvísi kappræður þar sem þeim voru fengin ýmis verkefni. Horfa má á þáttinn í heild sinni neðst í fréttinni. Meðal þess sem frambjóðendur eru spurðir út í að þessu sinni er hvort þeir hafi íhugað að bjóða sig fram fyrir aðra flokka og þar svarar einungis einn frambjóðandi já.

Þá voru frambjóðendur meðal annars líka spurðir út í námslánakerfið, lögleiðingu vændis, stuðning við Donald Trump, vín í búðum og hvort þeir hefðu einhvern tímann hringt sig inn veika í vinnu án þess að vera raunverulega veikir. Frambjóðendur voru líka spurðir hvort þeir hefðu sagt eða birt eitthvað opinberlega sem þeir voni að enginn muni nokkurn tímann draga fram í sviðsljósið.

Umræðan um Trump byrjar á mínútu 5:01.

Horfa má á Kappleika í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar

Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið var frambjóðendum boðið að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og reyndist það stundum þrautin þyngri.

Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór

Fjörlegar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu í þættinum Kappleikar. Frambjóðendum gekk aftur á móti illa í að svara spurningum sem tendgdust raunum ungs fólks. 

Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“

Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Þá var kannað hve listrænir frambjóðendur eru og fengu þeir það verkefni að mála hver aðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.