Lífið

„Án okkar verður ekki til miðjustjórn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á morgun verður kostið til Alþingis okkar Íslendinga. Sigurður Ingi verður þar í eldlínunni fyrir hönd Framsóknarflokksins.
Á morgun verður kostið til Alþingis okkar Íslendinga. Sigurður Ingi verður þar í eldlínunni fyrir hönd Framsóknarflokksins.

Sindri Sindrason leit við á hliðarheimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í vikunni og fékk sér morgunbolla með formanni Framsóknarflokksins. Ráðherra í dag, en það gæti breyst í kosningunum á morgun.

Sigurður býr í fallegum húsi rétt hjá Flúðum en á einnig íbúð í Reykjavík þar sem Sindri hitti stjórnmálamanninn. Þegar þeir ræddu saman voru þrír dagar í kosningar.

„Fylgið hefur ekki verið nægilega gott í könnunum en við höfum séð vaxandi stuðning í kosningabaráttunni. Ég er vongóðu enn þá og það eru nokkrir mikilvægir dagar eftir,“ segir Sigurður.

„Við lofuðum hlutum árið 2021 og höfum komið því öllu í framkvæmd, fólk ætti að horfa á það. Fólk ætti að kjósa okkur því að við höfum náð verðbólgunni niður,“ segir Sigurður og nefnir til fleiri kosningarmál Framsóknar en Sigurður snýr sér næst af útlendingaumræðunni.

„Við höfum verið svolítið pirruð yfir þessari útlendingaumræðu. Við höfum aðallega verið að tala við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkinn í málinu og fá þau til að hætta að tala um þetta á sitthvorum kantinum. Frekar að reyna vinna þetta. Við náðum því í janúar á þessu ári og ríkisstjórnin kom fram með plan,“ segir Sigurður og bendir hann á að útgjöldin í málaflokknum hafi lækkað um tíu milljarða.

„Í raun segi ég bara, tökum á þessu af mannúð. Það eru vandamál, það eru áskoranir og tökum á þeim. En ekki halda því fram að þetta sé stórkostlegt vandamál. Ekki öfgar og ekki tala niður til fólks.“

Hann vill meina að nauðsynlegt sé að hafa miðjustjórn hér á landi.

„Við verðum að hafa miðjustjórn. Annað hvort miðju til hægri eða miðju til vinstri. Og án okkar verður ekki til miðjustjórn,“ segir Sigurður en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Sigurðar Inga





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.