Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Magnús Jochum Pálsson, Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 30. nóvember 2024 19:17 Kristín Edwald segir að búast megi við því að kjörgögn og atkvæðakassar muni berast seinna vegna veðurs og færðar. Vísir/Einar Kjörsókn fór hægar af stað í morgun en í síðustu kosningum en tók við sér þegar líða tók á daginn. Formaður yfirkjörstjórnar segir engar meiriháttar uppákomur hafa komið upp. Ekki þurfti að fresta neinum kjörfundi en talning gæti tekið meiri tíma á landsbyggðinni í ljósi færðar. Klukkan 17 höfðu 46 prósent kosið í Suðvesturkjördæmi og hátt í 47 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá höfðu klukkan 18 ríflega fimmtíu prósent kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður, um 66,5 prósent í Norðvesturkjördæmi, hátt í 52 prósent í Suðurkjördæmi og um 50 prósent í Norðausturkjördæmi. Kjörsókn er víðast hvar orðin meiri en í síðustu kosningum en hins vegar á enn eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Þau gætu verið töluvert færri í ljósi þess að Kórónuveirufaraldur ríkti í síðustu kosningum. Fréttastofa náði tali af Kristínu Edwald, formanni Landskjörstjórnar. Sýna þurfi þolinmæði fyrir landsbyggðinni Hvernig hefur framkvæmdin verið í dag? „Hún hefur gengið mjög vel, vonum framar og allt gengið vel,“ sagði Kristín Edwald. Kristín Edwald segir allt hafa gengið vel í dag.Stöð 2 Hafa ekki verið einhverjar uppákomur? „Einhverjar smávægilegar. Ég heyrði að það hefði horfið skanni, svona sími, úr einni kjördeild en honum var nú skilað stuttu síðar. En nei nei, það hefur ekkert meiriháttar komið upp,“ sagði hún. Hefurðu yfirsýn hvernig verður með talningu í landsbyggðarkjördæmum? „Við sjáum það náttúrulega ekki fyrr en klukkan tíu þegar kjörstöðum lokar og öllum kjörstöðum verður lokað í dag, það þurfti ekki að fresta neinum kjörfundi. Þá kemur bara í ljós hvernig færðin er. Það má alveg búast við því að í landsbyggðarkjördæmunum muni taka lengra tíma að ná öllum kjörgögnum og atkvæðakössum á talningarstað. Það þarf að sýna þolinmæði en talning hefst alls staðar,“ sagði Kristín að lokum. „Svo getur allt brugðið til beggja vona“ Talning atkvæða úr fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, hefst í Kaplakrika von bráðar. Fyrst verða atkvæðin þó flokkuð og er búist við að fyrstu tölur berist um hálf tólf. Hvenær má búast við að talning hefjist? „Við gerum ráð fyrir því að telja upp úr 19, þá munum við loka talningarsalnum og byrja að flokka. Talningin sjálf hefst ekki fyrr en kjörstöðum lokar klukkan 22 seinna í kvöld,“ sagði Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Gestur Svavarsson var brattur þegar fréttastofa náði af honum tali.Stöð 2 Hvenær má búast við fyrstu tölum? „Það er alltaf erfitt að segja. Við miðum við kannski hálf tólf en svo getur allt brugðið til beggja vona eða fleira,“ sagði hann. Hvernig hefur gengið heilt yfir í dag? „Það hefur gengið þokkalega. Kjörsókn hefur verið ágæt og við þurfum auðvitað ekki að vera að kljást við veðurguðina eins og kollegar mínir úti á landi,“ sagði Gestur. Nú eru kosningar að vetri til, hefur gengð erfiðar að manna stöður? „Nei, alls ekki. Við höfum verið með tiltölulega mikið af sama fólkinu og svo hefur endurnýjunin verið auðveld. Við höfum fjölgað fólki og það er fúst til starfa. Þannig það hefur ekki verið nokkurt vandamál,“ sagði Gestur að lokum. Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Klukkan 17 höfðu 46 prósent kosið í Suðvesturkjördæmi og hátt í 47 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá höfðu klukkan 18 ríflega fimmtíu prósent kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður, um 66,5 prósent í Norðvesturkjördæmi, hátt í 52 prósent í Suðurkjördæmi og um 50 prósent í Norðausturkjördæmi. Kjörsókn er víðast hvar orðin meiri en í síðustu kosningum en hins vegar á enn eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Þau gætu verið töluvert færri í ljósi þess að Kórónuveirufaraldur ríkti í síðustu kosningum. Fréttastofa náði tali af Kristínu Edwald, formanni Landskjörstjórnar. Sýna þurfi þolinmæði fyrir landsbyggðinni Hvernig hefur framkvæmdin verið í dag? „Hún hefur gengið mjög vel, vonum framar og allt gengið vel,“ sagði Kristín Edwald. Kristín Edwald segir allt hafa gengið vel í dag.Stöð 2 Hafa ekki verið einhverjar uppákomur? „Einhverjar smávægilegar. Ég heyrði að það hefði horfið skanni, svona sími, úr einni kjördeild en honum var nú skilað stuttu síðar. En nei nei, það hefur ekkert meiriháttar komið upp,“ sagði hún. Hefurðu yfirsýn hvernig verður með talningu í landsbyggðarkjördæmum? „Við sjáum það náttúrulega ekki fyrr en klukkan tíu þegar kjörstöðum lokar og öllum kjörstöðum verður lokað í dag, það þurfti ekki að fresta neinum kjörfundi. Þá kemur bara í ljós hvernig færðin er. Það má alveg búast við því að í landsbyggðarkjördæmunum muni taka lengra tíma að ná öllum kjörgögnum og atkvæðakössum á talningarstað. Það þarf að sýna þolinmæði en talning hefst alls staðar,“ sagði Kristín að lokum. „Svo getur allt brugðið til beggja vona“ Talning atkvæða úr fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, hefst í Kaplakrika von bráðar. Fyrst verða atkvæðin þó flokkuð og er búist við að fyrstu tölur berist um hálf tólf. Hvenær má búast við að talning hefjist? „Við gerum ráð fyrir því að telja upp úr 19, þá munum við loka talningarsalnum og byrja að flokka. Talningin sjálf hefst ekki fyrr en kjörstöðum lokar klukkan 22 seinna í kvöld,“ sagði Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Gestur Svavarsson var brattur þegar fréttastofa náði af honum tali.Stöð 2 Hvenær má búast við fyrstu tölum? „Það er alltaf erfitt að segja. Við miðum við kannski hálf tólf en svo getur allt brugðið til beggja vona eða fleira,“ sagði hann. Hvernig hefur gengið heilt yfir í dag? „Það hefur gengið þokkalega. Kjörsókn hefur verið ágæt og við þurfum auðvitað ekki að vera að kljást við veðurguðina eins og kollegar mínir úti á landi,“ sagði Gestur. Nú eru kosningar að vetri til, hefur gengð erfiðar að manna stöður? „Nei, alls ekki. Við höfum verið með tiltölulega mikið af sama fólkinu og svo hefur endurnýjunin verið auðveld. Við höfum fjölgað fólki og það er fúst til starfa. Þannig það hefur ekki verið nokkurt vandamál,“ sagði Gestur að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira