Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 00:59 Þorsteinn Pálsson, Páll Magnússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spáðu í spilin. Spekingarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Páll Magnússon og Þorsteinn Pálsson eru sammála um að fyrstu tölur kvöldsins bendi til þess að um sögulegar kosningar sé að ræða. Þorsteinn gengur svo langt að segja að vísbending sé um að kosningarnar séu „jarðskjálftakosningar.“ Þetta kom fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 þar sem Elísabet Inga Sigurðardóttir fékk þau til sín í sett til að spá í spilin. Tölur hafa ekki birst í öllum kjördæmum þegar þetta er skrifað en Samfylkingin er sem stendur stærsti flokkur landsins. Verði það raunin segja þremenningarnir það í fyrsta sinn í 95 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stærsti flokkur landsins og um umtalsverðar breytingar á flokkakerfinu að ræða að sögn Þorsteins. „Ef í heildina þessar tölur verða undir lokin eins og það sem núna er komið þá er þetta vísbending um það sem kalla mætti jarðskjálftakosningar. Þetta eru gífurlegar breytingar eins og Páll benti á þá væri þetta í fyrsta skiptið ef þetta fer svona sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærsti flokkurinn, svo eru Vinstri græn að detta út af þingi, það er greinilegt að flokkakerfið sem hefur verið að breytast, það er verið að stíga mjög stórt skref í þeirri breytingu allri fram á við.“ Páll segist ekki muna eftir því að stjórnarflokkum hafi verið refsað eins grimmilega og í þessum kosningum. Staða Sjálfstæðisflokksins og formanns hans sé ekki góð ef þetta yrði niðurstaðan. Ingibjörg Sólrún segist fyrst og fremst ánægð að sjá Samfylkinguna í svo góðum gír. „Því mér fannst Samfylkingin í óásættanlegri lægð í tíu, fimmtán ár. Samfylkingin er hluti af þessum sósíaldemókratíska hugmyndastraumi, sem á að vera meginstraumur en ekki jaðarstraumur og mér finnst það vera að gerast aftur núna. Draumurinn að verða að raunveruleika,“ segir Ingibjörg Sólrún sem kom að stofnun flokksins 1999 og var formaður hans 2003 til 2007. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þetta kom fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 þar sem Elísabet Inga Sigurðardóttir fékk þau til sín í sett til að spá í spilin. Tölur hafa ekki birst í öllum kjördæmum þegar þetta er skrifað en Samfylkingin er sem stendur stærsti flokkur landsins. Verði það raunin segja þremenningarnir það í fyrsta sinn í 95 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stærsti flokkur landsins og um umtalsverðar breytingar á flokkakerfinu að ræða að sögn Þorsteins. „Ef í heildina þessar tölur verða undir lokin eins og það sem núna er komið þá er þetta vísbending um það sem kalla mætti jarðskjálftakosningar. Þetta eru gífurlegar breytingar eins og Páll benti á þá væri þetta í fyrsta skiptið ef þetta fer svona sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærsti flokkurinn, svo eru Vinstri græn að detta út af þingi, það er greinilegt að flokkakerfið sem hefur verið að breytast, það er verið að stíga mjög stórt skref í þeirri breytingu allri fram á við.“ Páll segist ekki muna eftir því að stjórnarflokkum hafi verið refsað eins grimmilega og í þessum kosningum. Staða Sjálfstæðisflokksins og formanns hans sé ekki góð ef þetta yrði niðurstaðan. Ingibjörg Sólrún segist fyrst og fremst ánægð að sjá Samfylkinguna í svo góðum gír. „Því mér fannst Samfylkingin í óásættanlegri lægð í tíu, fimmtán ár. Samfylkingin er hluti af þessum sósíaldemókratíska hugmyndastraumi, sem á að vera meginstraumur en ekki jaðarstraumur og mér finnst það vera að gerast aftur núna. Draumurinn að verða að raunveruleika,“ segir Ingibjörg Sólrún sem kom að stofnun flokksins 1999 og var formaður hans 2003 til 2007.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira